Íslenski boltinn

Lengjubikar karla og kvenna í beinni á Stöð 2 Sport

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Valsmenn eiga titil að verja í Lengjubikar karla.
Valsmenn eiga titil að verja í Lengjubikar karla. Vísir/Diego

Knattspyrnuáhugafólk getur farið að hita upp fyrir fótboltasumarið með því að sjá liðin spila leiki í beinni á Stöð 2 Sport í stærsta mótinu á undirbúningstímabilinu.

Það styttist í Íslandsmótið í knattspyrnu en í dag eru aðeins 68 dagar í fyrsta leikinn í Bestu deild karla 2024 og 83 dagar í fyrsta leikinn í Bestu deild kvenna 2024.

Íslensku liðin eru byrjuð að spila leiki á undirbúningstímabilinu og framundan er keppni í hinni árlegu Lengjubikarkeppni karla og kvenna.

KSÍ, Stöð 2 Sport og Lengjan hafa komist að samkomulagi um að valdir leikir A-deildar Lengjubikarkeppni karla og kvenna verði sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Lengjubikarinn markar að mörgu leyti upphaf nýs keppnistímabils í íslenska fótboltanum og er stærsta mótið á undirbúningstímabilinu. Karlalið Vals og kvennalið Stjörnunnar eiga titil að verja.

Lengjubikar karla hefst með leik Vals og Fylkis þann 4. febrúar sem verður sýndur beint en fyrsti leikur Lengjubikars kvenna verður viðureign Þróttar R. og FH þann 8. febrúar. Úrslitaleikir Lengjubikarsins fara fram í seinni hluta mars.

Fyrsta útsendingin frá leik í Lengjubikar kvenna verður leikur Tindastóls og Fylkis sem fer fram 10. febrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×