„Aðgerðir umfram hugsanir, því tíminn skiptir máli“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. janúar 2024 21:31 Mohamad Shawa (til hægri) ásamt Mohamad Alhaw. Vísir/Vésteinn Palestínskur keppandi í söngvakeppninni söng á fjölmennum samstöðufundi á Austurvelli í dag. Aðgerðasinni segir bráðabirgðaúrskurð Alþjóðadómstólsins vekja sér von í brjósti um að stríðsátökum á Gasa linni. Hann segir stuðning við málstað palestínsku þjóðarinnar fara vaxandi hér á landi, og kallar eftir því að stjórnvöld hlusti. Í upphafi fréttarinnar í spilaranum hér að ofan má heyra palestínska tónlistarmanninn Bashar Murad taka lagið á samstöðufundi með Palestínu á Austurvelli í dag. Líkt og greint hefur verið frá kemur Bashar til með að taka þátt í söngvakeppni sjónvarpsins, forkeppni fyrir Eurovision, í vor, en fjöldi fólks hafði áður kallað eftir því að Ísland hætti við þátttöku, þar sem Ísrael tekur þátt í Eurovision. Fjöldi fólks gekk frá Hallgrímskirkju og niður að Austurvelli í dag, þar sem samstöðufundurinn fór fram. Einn mótmælenda segir stuðning við málstað Palestínumanna vera að aukast hér á landi. „Æ fleiri styðja hreyfingu okkar því við berjumst fyrir góðum málstað. Við berjumst fyrir því að bjarga sálum og að gefa fólki frá stríðshrjáðum löndum tækifæri til að lifa hér í friði og finna aftur eðlilegan lífstakt,“ segir aðgerðasinninn Mohamed Shawa. Palestínumenn haldi í vonina um að fá áheyrn hjá stjórnvöldum um fjölskyldusameiningar. „Við viljum að þau endurskoði ákvarðanir sínar og grípi til aðgerða. Aðgerðir umfram hugsanir, því tíminn skiptir máli.“ Úrskurðurinn ástæða til bjartsýni Í bráðabirgðaúrskurði í gær fyrirskipaði Alþjóðadómstóllinn að Ísraelar skyldu draga úr hernaðarumsvifum sínum á Gasa og koma í veg fyrir dauðsföll óbreyttra borgara á meðan fjallað verður um hvort aðgerðir þeirra séu hópmorð eða ekki, í máli Suður-Afríku gegn Ísrael. Þá þarf ríkið að tryggja mannúðaraðstoð til almennra borgara. Dómstóllinn hefur þó enga leið til að fylgja úrskurðinum eftir. Mohamad segir engu að síður að úrskurðurinn hafi blásið honum von í brjóst. Þó þurfi aukinn þrýsting frá alþjóðasamfélaginu til að knýja Ísrael til að hlíta úrskurðinum. „Ég trúi því sem sagt er: Ef þú tilheyrir því eina prósenti fólks sem er heppið berð þú ábyrgð á hinum 99. Svo ég hvet alla sem geta stutt okkur í aðgerðum okkar til að gera eitthvað. Þú ert kannski einn en þú getur gert mikið fyrir okkur.“ Mohamad segir baráttunni hvergi nærri lokið. „Í baráttu milli dropa og steins er það dropinn sem holar steininn með tímanum. Og við erum dropinn.“ Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Reykjavík Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fleiri fréttir Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Sjá meira
Í upphafi fréttarinnar í spilaranum hér að ofan má heyra palestínska tónlistarmanninn Bashar Murad taka lagið á samstöðufundi með Palestínu á Austurvelli í dag. Líkt og greint hefur verið frá kemur Bashar til með að taka þátt í söngvakeppni sjónvarpsins, forkeppni fyrir Eurovision, í vor, en fjöldi fólks hafði áður kallað eftir því að Ísland hætti við þátttöku, þar sem Ísrael tekur þátt í Eurovision. Fjöldi fólks gekk frá Hallgrímskirkju og niður að Austurvelli í dag, þar sem samstöðufundurinn fór fram. Einn mótmælenda segir stuðning við málstað Palestínumanna vera að aukast hér á landi. „Æ fleiri styðja hreyfingu okkar því við berjumst fyrir góðum málstað. Við berjumst fyrir því að bjarga sálum og að gefa fólki frá stríðshrjáðum löndum tækifæri til að lifa hér í friði og finna aftur eðlilegan lífstakt,“ segir aðgerðasinninn Mohamed Shawa. Palestínumenn haldi í vonina um að fá áheyrn hjá stjórnvöldum um fjölskyldusameiningar. „Við viljum að þau endurskoði ákvarðanir sínar og grípi til aðgerða. Aðgerðir umfram hugsanir, því tíminn skiptir máli.“ Úrskurðurinn ástæða til bjartsýni Í bráðabirgðaúrskurði í gær fyrirskipaði Alþjóðadómstóllinn að Ísraelar skyldu draga úr hernaðarumsvifum sínum á Gasa og koma í veg fyrir dauðsföll óbreyttra borgara á meðan fjallað verður um hvort aðgerðir þeirra séu hópmorð eða ekki, í máli Suður-Afríku gegn Ísrael. Þá þarf ríkið að tryggja mannúðaraðstoð til almennra borgara. Dómstóllinn hefur þó enga leið til að fylgja úrskurðinum eftir. Mohamad segir engu að síður að úrskurðurinn hafi blásið honum von í brjóst. Þó þurfi aukinn þrýsting frá alþjóðasamfélaginu til að knýja Ísrael til að hlíta úrskurðinum. „Ég trúi því sem sagt er: Ef þú tilheyrir því eina prósenti fólks sem er heppið berð þú ábyrgð á hinum 99. Svo ég hvet alla sem geta stutt okkur í aðgerðum okkar til að gera eitthvað. Þú ert kannski einn en þú getur gert mikið fyrir okkur.“ Mohamad segir baráttunni hvergi nærri lokið. „Í baráttu milli dropa og steins er það dropinn sem holar steininn með tímanum. Og við erum dropinn.“
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Reykjavík Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fleiri fréttir Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Sjá meira