„Aðgerðir umfram hugsanir, því tíminn skiptir máli“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. janúar 2024 21:31 Mohamad Shawa (til hægri) ásamt Mohamad Alhaw. Vísir/Vésteinn Palestínskur keppandi í söngvakeppninni söng á fjölmennum samstöðufundi á Austurvelli í dag. Aðgerðasinni segir bráðabirgðaúrskurð Alþjóðadómstólsins vekja sér von í brjósti um að stríðsátökum á Gasa linni. Hann segir stuðning við málstað palestínsku þjóðarinnar fara vaxandi hér á landi, og kallar eftir því að stjórnvöld hlusti. Í upphafi fréttarinnar í spilaranum hér að ofan má heyra palestínska tónlistarmanninn Bashar Murad taka lagið á samstöðufundi með Palestínu á Austurvelli í dag. Líkt og greint hefur verið frá kemur Bashar til með að taka þátt í söngvakeppni sjónvarpsins, forkeppni fyrir Eurovision, í vor, en fjöldi fólks hafði áður kallað eftir því að Ísland hætti við þátttöku, þar sem Ísrael tekur þátt í Eurovision. Fjöldi fólks gekk frá Hallgrímskirkju og niður að Austurvelli í dag, þar sem samstöðufundurinn fór fram. Einn mótmælenda segir stuðning við málstað Palestínumanna vera að aukast hér á landi. „Æ fleiri styðja hreyfingu okkar því við berjumst fyrir góðum málstað. Við berjumst fyrir því að bjarga sálum og að gefa fólki frá stríðshrjáðum löndum tækifæri til að lifa hér í friði og finna aftur eðlilegan lífstakt,“ segir aðgerðasinninn Mohamed Shawa. Palestínumenn haldi í vonina um að fá áheyrn hjá stjórnvöldum um fjölskyldusameiningar. „Við viljum að þau endurskoði ákvarðanir sínar og grípi til aðgerða. Aðgerðir umfram hugsanir, því tíminn skiptir máli.“ Úrskurðurinn ástæða til bjartsýni Í bráðabirgðaúrskurði í gær fyrirskipaði Alþjóðadómstóllinn að Ísraelar skyldu draga úr hernaðarumsvifum sínum á Gasa og koma í veg fyrir dauðsföll óbreyttra borgara á meðan fjallað verður um hvort aðgerðir þeirra séu hópmorð eða ekki, í máli Suður-Afríku gegn Ísrael. Þá þarf ríkið að tryggja mannúðaraðstoð til almennra borgara. Dómstóllinn hefur þó enga leið til að fylgja úrskurðinum eftir. Mohamad segir engu að síður að úrskurðurinn hafi blásið honum von í brjóst. Þó þurfi aukinn þrýsting frá alþjóðasamfélaginu til að knýja Ísrael til að hlíta úrskurðinum. „Ég trúi því sem sagt er: Ef þú tilheyrir því eina prósenti fólks sem er heppið berð þú ábyrgð á hinum 99. Svo ég hvet alla sem geta stutt okkur í aðgerðum okkar til að gera eitthvað. Þú ert kannski einn en þú getur gert mikið fyrir okkur.“ Mohamad segir baráttunni hvergi nærri lokið. „Í baráttu milli dropa og steins er það dropinn sem holar steininn með tímanum. Og við erum dropinn.“ Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Reykjavík Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Sjá meira
Í upphafi fréttarinnar í spilaranum hér að ofan má heyra palestínska tónlistarmanninn Bashar Murad taka lagið á samstöðufundi með Palestínu á Austurvelli í dag. Líkt og greint hefur verið frá kemur Bashar til með að taka þátt í söngvakeppni sjónvarpsins, forkeppni fyrir Eurovision, í vor, en fjöldi fólks hafði áður kallað eftir því að Ísland hætti við þátttöku, þar sem Ísrael tekur þátt í Eurovision. Fjöldi fólks gekk frá Hallgrímskirkju og niður að Austurvelli í dag, þar sem samstöðufundurinn fór fram. Einn mótmælenda segir stuðning við málstað Palestínumanna vera að aukast hér á landi. „Æ fleiri styðja hreyfingu okkar því við berjumst fyrir góðum málstað. Við berjumst fyrir því að bjarga sálum og að gefa fólki frá stríðshrjáðum löndum tækifæri til að lifa hér í friði og finna aftur eðlilegan lífstakt,“ segir aðgerðasinninn Mohamed Shawa. Palestínumenn haldi í vonina um að fá áheyrn hjá stjórnvöldum um fjölskyldusameiningar. „Við viljum að þau endurskoði ákvarðanir sínar og grípi til aðgerða. Aðgerðir umfram hugsanir, því tíminn skiptir máli.“ Úrskurðurinn ástæða til bjartsýni Í bráðabirgðaúrskurði í gær fyrirskipaði Alþjóðadómstóllinn að Ísraelar skyldu draga úr hernaðarumsvifum sínum á Gasa og koma í veg fyrir dauðsföll óbreyttra borgara á meðan fjallað verður um hvort aðgerðir þeirra séu hópmorð eða ekki, í máli Suður-Afríku gegn Ísrael. Þá þarf ríkið að tryggja mannúðaraðstoð til almennra borgara. Dómstóllinn hefur þó enga leið til að fylgja úrskurðinum eftir. Mohamad segir engu að síður að úrskurðurinn hafi blásið honum von í brjóst. Þó þurfi aukinn þrýsting frá alþjóðasamfélaginu til að knýja Ísrael til að hlíta úrskurðinum. „Ég trúi því sem sagt er: Ef þú tilheyrir því eina prósenti fólks sem er heppið berð þú ábyrgð á hinum 99. Svo ég hvet alla sem geta stutt okkur í aðgerðum okkar til að gera eitthvað. Þú ert kannski einn en þú getur gert mikið fyrir okkur.“ Mohamad segir baráttunni hvergi nærri lokið. „Í baráttu milli dropa og steins er það dropinn sem holar steininn með tímanum. Og við erum dropinn.“
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Reykjavík Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Sjá meira