Ekki fallist á að fordómar gegn múslimum hafi verið ástæðan Jón Þór Stefánsson skrifar 26. janúar 2024 08:57 Málið varðar starf landamæravarðar á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm Lögreglustjórinn á Suðurnesjum braut ekki lög með því að endurnýja ekki ráðningu manns í starf landamæravarðar á Keflavíkurflugvelli sem taldi sig vera mismunað vegna trúar sinnar. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar jafnréttismála. Maðurinn, sem er múslimi, sagðist hafa upplifað mikla fordóma og jafnvel hatursorðræðu á starfstöð sinni á flugvellinum. Hann taldi að ástæða þess að hann hafi ekki fengið fastráðningu hafi verið sú að hann hafi búið lengi erlendis, sé í sambandi við konu sem er hælisleitandi, og hafi verið giftur konu frá Sádi-Arabíu. Lögreglustjórinn hafnaði þessu. Maðurinn hafi verið ráðinn til reynslu á tímabundnum samningi og starfað frá desembermánuði 2022 til mars 2023. Undir lok þess tímabils hafi frammistaða hans verið metin ófullnægjandi á flestum sviðum og ráðningarsamningurinn ekki endurnýjaður. Skömmu áður en sú ákvörðun var tekin hafði hann átt fund við stjórnendur embættisins í kjölfar kvartana vegna framkomu og vinnubragða hans. Í úrskurðinum sem málið varðar er haft eftir lögregluembættinu að maðurinn hafi í upprunalega umsóknarferlinu tekið fram að fyrra bragði að hann væri múslimi og þar af leiðandi sé litið svo á að trú hans hafi ekki haft áhrif á ákvörðun um ráðningu hans. Maðurinn vildi meina að hann hafi ekki fengið ábendingar um ófullnægjandi frammistöðu sína á meðan hann var í starfinu og vildi meina að hefði hann fengið að vita af henni hefði hann reynt að bæta sig. Úrskurðarnefndin komst, líkt og áður segir, að þeirri niðurstöðu að lögreglustjórinn hafi ekki brotið lög með því að endurnýja ekki ráðningarsamninginn. Gögn málsins bendi til þess að ástæða ákvörðunarinnar hafi verið frammistaða mannsins í starfi. Þar af leiðandi megi telja að hlutlæg og málefnaleg sjónarmið hafi legið að ákvörðuninni. Dómsmál Keflavíkurflugvöllur Trúmál Jafnréttismál Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Maðurinn, sem er múslimi, sagðist hafa upplifað mikla fordóma og jafnvel hatursorðræðu á starfstöð sinni á flugvellinum. Hann taldi að ástæða þess að hann hafi ekki fengið fastráðningu hafi verið sú að hann hafi búið lengi erlendis, sé í sambandi við konu sem er hælisleitandi, og hafi verið giftur konu frá Sádi-Arabíu. Lögreglustjórinn hafnaði þessu. Maðurinn hafi verið ráðinn til reynslu á tímabundnum samningi og starfað frá desembermánuði 2022 til mars 2023. Undir lok þess tímabils hafi frammistaða hans verið metin ófullnægjandi á flestum sviðum og ráðningarsamningurinn ekki endurnýjaður. Skömmu áður en sú ákvörðun var tekin hafði hann átt fund við stjórnendur embættisins í kjölfar kvartana vegna framkomu og vinnubragða hans. Í úrskurðinum sem málið varðar er haft eftir lögregluembættinu að maðurinn hafi í upprunalega umsóknarferlinu tekið fram að fyrra bragði að hann væri múslimi og þar af leiðandi sé litið svo á að trú hans hafi ekki haft áhrif á ákvörðun um ráðningu hans. Maðurinn vildi meina að hann hafi ekki fengið ábendingar um ófullnægjandi frammistöðu sína á meðan hann var í starfinu og vildi meina að hefði hann fengið að vita af henni hefði hann reynt að bæta sig. Úrskurðarnefndin komst, líkt og áður segir, að þeirri niðurstöðu að lögreglustjórinn hafi ekki brotið lög með því að endurnýja ekki ráðningarsamninginn. Gögn málsins bendi til þess að ástæða ákvörðunarinnar hafi verið frammistaða mannsins í starfi. Þar af leiðandi megi telja að hlutlæg og málefnaleg sjónarmið hafi legið að ákvörðuninni.
Dómsmál Keflavíkurflugvöllur Trúmál Jafnréttismál Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira