Fótbolti

Lára Kristín til Ís­lendinga­liðsins í Hollandi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Lára Kristín mun spila með liðinu út tímabilið.
Lára Kristín mun spila með liðinu út tímabilið. Fortuna Sittard

Lára Kristín Pedersen er gengin í raðir Fortuna Sittard í Hollandi. Hún kemur frá Val þar sem hún varð Íslandsmeistari á síðustu leiktíð.

Hin 29 ára gamla Lára Kristín verður þriðji Íslendingurinn á mála hjá félaginu en fyrir spila þær Hildur Antonsdóttir og Maríu Catharinu Ólafsdóttur Gros með Fortuna Sittard.

Miðjumaðurinn Lára Kristín hefur komið víða við á ferli sínum en hún fór til Bandaríkjanna og spilaði með  St. John's Red Storm-háskólanum þar í landi. Þá hefur hún spilað með Napolí á Ítalíu ásamt því að hafa spilað fyrir Aftureldingu, Stjörnunni, KR og Þór/KA hér á landi. Undanfarin þrjú tímabil hefur hún svo spilað fyrir Val og orðið Íslandsmeistari öll þrjú árin.

Eftir síðasta tímabil rann samningur Láru Kristínar út og ákvað hún því að róa á önnur mið. Samningur hennar í Hollandi gildir út tímabilið. 

„Það er mikill heiður að fá tækifæri til að spila í Hollandi. Mér hefur liðið eins og heima hjá mér frá því ég kom hingað. Gæðastimpillinn er mjög hár og það er í takt við metnað minn. Ég hlakka til að berjast fyrir árangri og skapa saman eftirminnileg augnablik saman,“ sagði Lára Kristín á vefsíðu Fortuna.

Sem stendur er Fortuna í 3. sæti deildarinnar með 22 stig,11 stigum minna en topplið Twente.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×