Innlent

Sátta­semjari ekki búinn að boða til fundar

Lovísa Arnardóttir og Bjarki Sigurðsson skrifa
Frá fundi fylkingarinnar og SA í gær. Frost er nú komið í viðræður og næsta skref hja ríkissáttasemjara.
Frá fundi fylkingarinnar og SA í gær. Frost er nú komið í viðræður og næsta skref hja ríkissáttasemjara. Vísir/Sigurjón

Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til fundar hjá breiðfylkingu verkalýðsfélaga í ASÍ og Samtaka atvinnulífsins (SA) eftir að upp úr viðræðum þeirra slitnaði í gær. Það staðfestir Elísabet S. Ólafsdóttir aðstoðarríkissaksóknari í samtali við fréttastofu.

Samninganefndir breiðfylkingar ASÍ, sem nær til um 93 prósent félagsmanna Alþýðusambandsins, og SA höfðu í tæpan mánuð setið við samningsborðið og reynt að ná samkomulagi um kjarasamninga til þriggja til fimm ára. Eftir fundi í gær var svo ákveðið að slíta viðræðum og vísa til sáttasemjara.

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, sagðist í Bítinu svekktur og sorgmæddur yfir því að viðræðurnar hafi endað með þessum hætti.

Aðspurður um hvar hafi skilið á milli í samningaviðræðunum sagði Vilhjálmur ástæðuna vera „skilningsleysi Samtaka atvinnulífsins á stöðu íslensks launafólks“.


Tengdar fréttir

Næsti fasi að slíta viðræðum og ráðast í aðgerðir

Kjaraviðræðum breiðfylkingar stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði og Samtaka atvinnulífsins hefur verið vísað til ríkissáttasemjara eftir árangurslausan fund í dag. Formaður VR segir grafalvarlegt mál að deilan sé nú komin í þennan farveg.

Einlægur samningsvilji ekki dugað til

Samtök atvinnulífsins segja einlægan samningsvilja hafa verið til staðar í kjaraviðræðum við breiðfylkingu ASÍ en þrátt fyrir hann liggi fyrir að ekki verði haldið áfram með viðræðurnar í óbreyttu formi. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×