Einlægur samningsvilji ekki dugað til Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 24. janúar 2024 19:41 Samtök atvinnulífsins og breiðfylking ASÍ hafa staðið í samningsviðræðum síðustu daga. Vísir/sigurjón Samtök atvinnulífsins segja einlægan samningsvilja hafa verið til staðar í kjaraviðræðum við breiðfylkingu ASÍ en þrátt fyrir hann liggi fyrir að ekki verði haldið áfram með viðræðurnar í óbreyttu formi. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sagði á fimmta tímanum í dag að kjaraviðræðum breiðfylkingar ASÍ við Samtök atvinnulífsins hafi verið slitið og deilunni verði nú vísað formlega til ríkissáttasemjara. Frost sé komið í viðræðurnar. Í yfirlýsingu sem Samtök atvinnulífsins hafa sent frá sér segir að svigrúm í hagkerfinu sé ráðandi breyta ef íslenskur vinnumarkaður vill ná markmiðum sínum um efnahagslegan stöðugleika. Það sé hins vegar ekki eina breytan því það skiptir einnig höfuðmáli að mótuð verði heildstæð launastefna sem sátt ríkir um í fyrstu kjarasamningum samningalotunnar. Þá segir að þrátt fyrir að viðræðurnar hafi tekið á sig breytta mynd séu SA reiðubúin sem fyrr að halda samtalinu áfram. „Samningsmarkmið í kjaraviðræðum Samtaka atvinnulífsins og breiðfylkingar stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði hefur verið að gera kjarasamninga sem skapa skilyrði fyrir minni verðbólgu og lægri vexti,“ segir í tilkynningunni. Og að samningsaðilar hafi lagt upp með nýtt vinnulag í viðræðunum með það að markmiði að stuðla að aukinni sátt. Þrátt fyrir einlægan samningsvilja allra aðila liggi nú fyrir að ekki verður lengra haldið með þessar viðræður í óbreyttu formi. „Samtök atvinnulífsins eru þakklát aðildarfyrirtækjum sínum sem hafa trú á að hægt sé að ná skynsamlegum kjarasamningum og sýnt það í verki með yfirlýsingum um að haldið verði aftur af verðhækkunum eins og frekast er unnt. Opinberir aðilar hafa einnig tekið stór skref og lofað því að endurskoða gjaldskrárhækkanir að því gefnu að samið verði í takt við markmið samningsaðila. Samtök atvinnulífsins trúa því að hægt sé að móta heildstæða launastefnu sem skapar skilyrði fyrir minni verðbólgu og lægri vexti. Það verður áfram verkefnið,“ segir að lokum. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Atvinnurekendur Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sagði á fimmta tímanum í dag að kjaraviðræðum breiðfylkingar ASÍ við Samtök atvinnulífsins hafi verið slitið og deilunni verði nú vísað formlega til ríkissáttasemjara. Frost sé komið í viðræðurnar. Í yfirlýsingu sem Samtök atvinnulífsins hafa sent frá sér segir að svigrúm í hagkerfinu sé ráðandi breyta ef íslenskur vinnumarkaður vill ná markmiðum sínum um efnahagslegan stöðugleika. Það sé hins vegar ekki eina breytan því það skiptir einnig höfuðmáli að mótuð verði heildstæð launastefna sem sátt ríkir um í fyrstu kjarasamningum samningalotunnar. Þá segir að þrátt fyrir að viðræðurnar hafi tekið á sig breytta mynd séu SA reiðubúin sem fyrr að halda samtalinu áfram. „Samningsmarkmið í kjaraviðræðum Samtaka atvinnulífsins og breiðfylkingar stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði hefur verið að gera kjarasamninga sem skapa skilyrði fyrir minni verðbólgu og lægri vexti,“ segir í tilkynningunni. Og að samningsaðilar hafi lagt upp með nýtt vinnulag í viðræðunum með það að markmiði að stuðla að aukinni sátt. Þrátt fyrir einlægan samningsvilja allra aðila liggi nú fyrir að ekki verður lengra haldið með þessar viðræður í óbreyttu formi. „Samtök atvinnulífsins eru þakklát aðildarfyrirtækjum sínum sem hafa trú á að hægt sé að ná skynsamlegum kjarasamningum og sýnt það í verki með yfirlýsingum um að haldið verði aftur af verðhækkunum eins og frekast er unnt. Opinberir aðilar hafa einnig tekið stór skref og lofað því að endurskoða gjaldskrárhækkanir að því gefnu að samið verði í takt við markmið samningsaðila. Samtök atvinnulífsins trúa því að hægt sé að móta heildstæða launastefnu sem skapar skilyrði fyrir minni verðbólgu og lægri vexti. Það verður áfram verkefnið,“ segir að lokum.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Atvinnurekendur Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira