Ríkið þurfi bæði að styðja við Grindvíkinga og samningsaðila Heimir Már Pétursson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 23. janúar 2024 20:09 Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands. Vísir Formaður Rafiðnaðarsambands Íslands segir mikilvægt að ríkið styðji við Grindvíkinga jafnt sem aðra í samfélaginu sem tengjast kjarasamningum. Þá sé brýnt að ná niður vöxtum sem bíti heimili félagsmanna gríðarlega fast. Fréttamaður náði tali af Kristjáni Þórði Snæbjarnarsyni formanni RSÍ hjá Ríkissáttasemjara í dag. Hann segir ekki margt skilja að kröfur fagfélaganna og breiðfylkingarinnar. „Það er auðvitað áherslumunur varðandi útfærslu launahækkunar. En við sitjum hérna í húsi og áttum fund í morgun sem við síðan frestuðum núna til fjögur. Og erum að fara að halda áfram núna í samtalinu.“ Er munurinn sá að þið leggið áherslu á prósentuhækkanir en þau krónutöluhækkanir? „Við höfum lagt áherslu á að ná einhvers konar blandaðri leið sem mun geta gengið í alla þessa hópa sem eiga eftir að semja líka. Við teljum það mikilvægt.“ Aðspurður hvort hann telji að skrifað verði undir samninga hjá bæði fagfélögunum og breiðfylkingunni á sama tíma segist hann vona að samningar náist sem fyrst. „Og það er auðvitað óskastaða að vinna í því að skrifa undir samninga á sama tíma, eða svipuðum tímapunkti allavega.“ Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur lýst því yfir að samningsaðilar þurfi að taka tillit til þess að ríkissjóður þurfi að standa með Grindavík. Kristján segist sýna því fullan skilning og að mikilvægt sé að ríkið standi við bakið á fólkinu sem nú býr við erfiðar aðstæður. „Hins vegar þarf ríkið líka að koma til móts og styðja við aðra í samfélaginu sem tengjast kjarasamningum. Og auðvitað er mjög mikilvægt að svo verði líka.“ Kristján segir félagsmenn hafa lagt mikla áherslu á að ná niður vöxtum. „Af því að vextir eru auðvitað það sem er að bíta heimili landsins, okkar félagsfólk, gríðarlega fast og við teljum að það sé mjög brýnt að ná vöxtum niður og þar af leiðandi verðbólgu í kjölfarið.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Vinnumarkaður Grindavík Stéttarfélög Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Fréttamaður náði tali af Kristjáni Þórði Snæbjarnarsyni formanni RSÍ hjá Ríkissáttasemjara í dag. Hann segir ekki margt skilja að kröfur fagfélaganna og breiðfylkingarinnar. „Það er auðvitað áherslumunur varðandi útfærslu launahækkunar. En við sitjum hérna í húsi og áttum fund í morgun sem við síðan frestuðum núna til fjögur. Og erum að fara að halda áfram núna í samtalinu.“ Er munurinn sá að þið leggið áherslu á prósentuhækkanir en þau krónutöluhækkanir? „Við höfum lagt áherslu á að ná einhvers konar blandaðri leið sem mun geta gengið í alla þessa hópa sem eiga eftir að semja líka. Við teljum það mikilvægt.“ Aðspurður hvort hann telji að skrifað verði undir samninga hjá bæði fagfélögunum og breiðfylkingunni á sama tíma segist hann vona að samningar náist sem fyrst. „Og það er auðvitað óskastaða að vinna í því að skrifa undir samninga á sama tíma, eða svipuðum tímapunkti allavega.“ Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur lýst því yfir að samningsaðilar þurfi að taka tillit til þess að ríkissjóður þurfi að standa með Grindavík. Kristján segist sýna því fullan skilning og að mikilvægt sé að ríkið standi við bakið á fólkinu sem nú býr við erfiðar aðstæður. „Hins vegar þarf ríkið líka að koma til móts og styðja við aðra í samfélaginu sem tengjast kjarasamningum. Og auðvitað er mjög mikilvægt að svo verði líka.“ Kristján segir félagsmenn hafa lagt mikla áherslu á að ná niður vöxtum. „Af því að vextir eru auðvitað það sem er að bíta heimili landsins, okkar félagsfólk, gríðarlega fast og við teljum að það sé mjög brýnt að ná vöxtum niður og þar af leiðandi verðbólgu í kjölfarið.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Vinnumarkaður Grindavík Stéttarfélög Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira