Vill sjá minnisvarða um MeToo rísa í Reykjavík Atli Ísleifsson skrifar 24. janúar 2024 14:57 Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, reynsluheimur kvenna hafi lengi verið ósýnilegur og enn séu öfl allt í kringum okkur sem vilji halda því þannig. Vísir/Vilhelm Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, vill sjá minnisvarða um MeToo rísa í Reykjavík. Tillaga Lífar um að farið verði í samkeppni um slíkan minnisvarða fyrir þolendur kynferðislegs ofbeldis, áreitni og nauðgana, hefur verið vísað til meðferðar í mannréttinda- og ofbeldisvarnarráði borgarinnar. Tillagan var lögð fyrir í borgarstjórn í gær, en í rökstuðningi Lífar segir að víða um heim séu hundruð þúsunda minnisvarða sem tileinkuð eru körlum sem hafi lagt eitthvað til mannkynssögunnar. Sjaldan sé konu eða konum og veruleika þeirra lyft upp í almannarýminu. Sífellt þaggað niður Í bókun Lífar um málið segir að með því að ávarpa kynferðislegt ofbeldi í opinberum rýmum væri verið að krefjast þess af þeim sem eigi leið hjá og virða fyrir sér verk eða minnisvarða að velta fyrir sér því kerfislega kynferðisofbeldi sem eigi sér stað í samfélaginu okkar. „Þannig getur hafist gagnrýnið samtal um þá normalíseringu sem fyrirfinnst á kynferðislegu ofbeldi, nauðgunum og áreitni í samtímanum. Í gegnum söguna hefur þetta sífellt verið þaggað niður og enn finnum við fyrir þögguninni í dag. Allt í kringum okkur, bæði hér heima og erlendis, eru styttur af merkilegum körlum. Hundruð þúsunda minnisvarða víða um heim eru tileinkuð körlum sem hafa lagt eitthvað til mannkynssögunnar. Sjaldan er konu eða konum og veruleika þeirra lyft upp í almannarýminu. Reynsluheimur kvenna hefur lengi verið ósýnilegur og enn eru öfl allt í kringum okkur sem vilja halda því þannig. Með því að búa til minnisvarða, listaverk eða minnisrými tileinkað þolendum kynferðislegs ofbeldis sendir Reykjavík skýr skilaboð: Reykjavíkurborg líður ekki kynferðislegt ofbeldi og áreitni og stendur með öllum þeim sem hafa þurft að þola það,“ segir í bókun borgarfulltrúans. Vísað til ráðs Borgarfulltrúar meirihlutaflokkanna segja í sinni bókun að kynbundið ofbeldi og áreitni sé samfélagsmein sem mikilvægt sé að vinna gegn með markvissum hætti. „Meirihluti borgarstjórnar tekur það verkefni alvarlega og mun gera áfram. Sú hugmynd að reisa minnisvarða til að minnast samstöðu kvenna gegn ofbeldi er góðra gjalda verð og því er samþykkt að senda hana til afgreiðslu í mannréttinda- ofbeldisvarnarráði þar sem kallað verður eftir umsögnum og samráði við hagsmunaaðila,“ segir í bókun borgarfulltrúa meirihlutans. Líf segir á móti að sterkast hefði verið að samþykkja tillögu Vinstri grænna í borgarstjórn frekar en að vísa henni til fagráðs „þar sem afdrif hennar verða óljós.“ Reykjavík Borgarstjórn Vinstri græn MeToo Kynferðisofbeldi Styttur og útilistaverk Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Tillagan var lögð fyrir í borgarstjórn í gær, en í rökstuðningi Lífar segir að víða um heim séu hundruð þúsunda minnisvarða sem tileinkuð eru körlum sem hafi lagt eitthvað til mannkynssögunnar. Sjaldan sé konu eða konum og veruleika þeirra lyft upp í almannarýminu. Sífellt þaggað niður Í bókun Lífar um málið segir að með því að ávarpa kynferðislegt ofbeldi í opinberum rýmum væri verið að krefjast þess af þeim sem eigi leið hjá og virða fyrir sér verk eða minnisvarða að velta fyrir sér því kerfislega kynferðisofbeldi sem eigi sér stað í samfélaginu okkar. „Þannig getur hafist gagnrýnið samtal um þá normalíseringu sem fyrirfinnst á kynferðislegu ofbeldi, nauðgunum og áreitni í samtímanum. Í gegnum söguna hefur þetta sífellt verið þaggað niður og enn finnum við fyrir þögguninni í dag. Allt í kringum okkur, bæði hér heima og erlendis, eru styttur af merkilegum körlum. Hundruð þúsunda minnisvarða víða um heim eru tileinkuð körlum sem hafa lagt eitthvað til mannkynssögunnar. Sjaldan er konu eða konum og veruleika þeirra lyft upp í almannarýminu. Reynsluheimur kvenna hefur lengi verið ósýnilegur og enn eru öfl allt í kringum okkur sem vilja halda því þannig. Með því að búa til minnisvarða, listaverk eða minnisrými tileinkað þolendum kynferðislegs ofbeldis sendir Reykjavík skýr skilaboð: Reykjavíkurborg líður ekki kynferðislegt ofbeldi og áreitni og stendur með öllum þeim sem hafa þurft að þola það,“ segir í bókun borgarfulltrúans. Vísað til ráðs Borgarfulltrúar meirihlutaflokkanna segja í sinni bókun að kynbundið ofbeldi og áreitni sé samfélagsmein sem mikilvægt sé að vinna gegn með markvissum hætti. „Meirihluti borgarstjórnar tekur það verkefni alvarlega og mun gera áfram. Sú hugmynd að reisa minnisvarða til að minnast samstöðu kvenna gegn ofbeldi er góðra gjalda verð og því er samþykkt að senda hana til afgreiðslu í mannréttinda- ofbeldisvarnarráði þar sem kallað verður eftir umsögnum og samráði við hagsmunaaðila,“ segir í bókun borgarfulltrúa meirihlutans. Líf segir á móti að sterkast hefði verið að samþykkja tillögu Vinstri grænna í borgarstjórn frekar en að vísa henni til fagráðs „þar sem afdrif hennar verða óljós.“
Reykjavík Borgarstjórn Vinstri græn MeToo Kynferðisofbeldi Styttur og útilistaverk Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira