Fór í Val til að vinna titla: „Æfa á atvinnumannatíma“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2024 09:01 Jónatan Ingi Jónsson er spenntur fyrir komandi sumri hjá Val. Vísir/Arnar Jónatan Ingi Jónsson er kominn heim úr atvinnumennsku og samdi við Valsmenn. Hann er uppalinn hjá FH og spilaði fjögur tímabil með meistaraflokki FH áður en hann fór út í atvinnumennsku eftir 2021 tímabilið. Jónatan Ingi spilaði með norska félaginu Sogndal undanfarin tvö tímabil en félagið keypti hann frá FH í marsmánuði 2022. Hann hafði áður farið ungur út til hollenska félagsins AZ Alkmaar en lék bara með unglingaliðum félagsins og kom síðan aftur heim til FH. Jónatan stóð sig vel hjá Sogndal og kom að 37 mörkum í 60 leikjum í norsku b-deildinni (16 mörk og 21 stoðsending). Nú er þessi 24 ára gamli leikmaður mættur á ný í Bestu deild karla í fótbolta en af hverju valdi hann Val? „Þetta er mjög sterkt lið sem var að berjast á toppnum í fyrra. Þeir lentu þá í öðru sæti og stefna nú á titilinn. Þeir eru í Evrópukeppni og þetta er mjög spennandi lið og spennandi tímabil,“ sagði Jónatan Ingi Jónsson í samtali við Stefán Árna Pálsson. Það skiptir hann miklu máli að vinna titla. Hann segist hafa farið í Val til að vinna titla. „Á þessum tímapunkti á ferlinum hef ég ekki unnið neitt enn þá. Ég hef tapað einum bikarúrslitaleik en ég vil fara að berjast um titla og Valur er með sterkt lið og markmið þeirra eru skýr,“ sagði Jónatan en hann gat verið áfram úti. „Það voru möguleikar í efstu deild í Noregi og Svíþjóð meðal annars. Ég tók þá ákvörðun að mér fannst það ekki nógu spennandi á þessum tímapunkti allavega. Þá langaði mig að koma heim því mig langaði ekki að vera áfram í Sogndal,“ sagði Jónatan. Hann segir samt að dvölin í Sogndal hafi samt verið skemmtileg. „Það var mjög gaman og mér gekk mjög vel. Sogndal var búið að fá tilboð síðustu ár en hafði alltaf neitað. Það var líka áhugi í janúar en mér fannst ekki rétt að fara núna, bæði út af fjölskylduaðstæðum og svoleiðis. Þetta var samt frábær reynsla,“ sagði Jónatan. Valsmenn æfa í hádeginu en hann á lítið barn og á von á öðru barni. Er þetta hlutir sem skiptir máli? „Já algjörlega. Allt í kringum klúbbinn. Þeir æfa á atvinnumannatíma og þetta er bara vinnan hjá mönnum. Það er mjög spennandi,“ sagði Jónatan. Kom ekki til greina að ganga aftur til liðs við FH þar sem hann er uppalinn og lék síðast? „Auðvitað hugsaði ég þetta alveg en að þessu sinni taldi ég þetta vera besta möguleikann fyrir mig,“ sagði Jónatan. Það má sjá allt viðtali' hér fyrir ofan. Besta deild karla Valur Mest lesið Faðir ungu skíðakonunnar sem lést: Vill ekki sjá blóm í jarðarförinni Sport Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Körfubolti Viggo Mortensen hraunar yfir Vinicius Fótbolti Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Körfubolti Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Körfubolti NFL stjarnan syrgir dóttur sína Sport Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Körfubolti Haraldur hættir hjá Víkingi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Býst við að hætta áður en VAR nær til Íslands Útiliðin hafa fagnað í öllum úrslitaleikjunum síðustu 26 ár „Ég hefði getað skorað átta eða níu mörk í þessum leik“ Einkunnir úr úrslitaleiknum: Magnaður Ísak Snær en Víkingar langt frá sínu besta Höskuldur besti leikmaður mótsins og Anton hlaut gullhanskann „Maður var eiginlega að óska þess að Víkingur myndi ekki tapa“ „Þetta kjaftæði, það stoppar ekki Kópavoginn“ „Höfum fengið að blómstra fyrir það sem við nákvæmlega erum“ „Langbesta liðið í þessari deild“ Uppgjörið: Víkingur R. - Breiðablik 0-3 | Titillinn í Kópavog eftir meistaraframmistöðu Blikar þurftu að gera breytingu eftir slæman árekstur Sjá meira
Jónatan Ingi spilaði með norska félaginu Sogndal undanfarin tvö tímabil en félagið keypti hann frá FH í marsmánuði 2022. Hann hafði áður farið ungur út til hollenska félagsins AZ Alkmaar en lék bara með unglingaliðum félagsins og kom síðan aftur heim til FH. Jónatan stóð sig vel hjá Sogndal og kom að 37 mörkum í 60 leikjum í norsku b-deildinni (16 mörk og 21 stoðsending). Nú er þessi 24 ára gamli leikmaður mættur á ný í Bestu deild karla í fótbolta en af hverju valdi hann Val? „Þetta er mjög sterkt lið sem var að berjast á toppnum í fyrra. Þeir lentu þá í öðru sæti og stefna nú á titilinn. Þeir eru í Evrópukeppni og þetta er mjög spennandi lið og spennandi tímabil,“ sagði Jónatan Ingi Jónsson í samtali við Stefán Árna Pálsson. Það skiptir hann miklu máli að vinna titla. Hann segist hafa farið í Val til að vinna titla. „Á þessum tímapunkti á ferlinum hef ég ekki unnið neitt enn þá. Ég hef tapað einum bikarúrslitaleik en ég vil fara að berjast um titla og Valur er með sterkt lið og markmið þeirra eru skýr,“ sagði Jónatan en hann gat verið áfram úti. „Það voru möguleikar í efstu deild í Noregi og Svíþjóð meðal annars. Ég tók þá ákvörðun að mér fannst það ekki nógu spennandi á þessum tímapunkti allavega. Þá langaði mig að koma heim því mig langaði ekki að vera áfram í Sogndal,“ sagði Jónatan. Hann segir samt að dvölin í Sogndal hafi samt verið skemmtileg. „Það var mjög gaman og mér gekk mjög vel. Sogndal var búið að fá tilboð síðustu ár en hafði alltaf neitað. Það var líka áhugi í janúar en mér fannst ekki rétt að fara núna, bæði út af fjölskylduaðstæðum og svoleiðis. Þetta var samt frábær reynsla,“ sagði Jónatan. Valsmenn æfa í hádeginu en hann á lítið barn og á von á öðru barni. Er þetta hlutir sem skiptir máli? „Já algjörlega. Allt í kringum klúbbinn. Þeir æfa á atvinnumannatíma og þetta er bara vinnan hjá mönnum. Það er mjög spennandi,“ sagði Jónatan. Kom ekki til greina að ganga aftur til liðs við FH þar sem hann er uppalinn og lék síðast? „Auðvitað hugsaði ég þetta alveg en að þessu sinni taldi ég þetta vera besta möguleikann fyrir mig,“ sagði Jónatan. Það má sjá allt viðtali' hér fyrir ofan.
Besta deild karla Valur Mest lesið Faðir ungu skíðakonunnar sem lést: Vill ekki sjá blóm í jarðarförinni Sport Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Körfubolti Viggo Mortensen hraunar yfir Vinicius Fótbolti Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Körfubolti Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Körfubolti NFL stjarnan syrgir dóttur sína Sport Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Körfubolti Haraldur hættir hjá Víkingi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Býst við að hætta áður en VAR nær til Íslands Útiliðin hafa fagnað í öllum úrslitaleikjunum síðustu 26 ár „Ég hefði getað skorað átta eða níu mörk í þessum leik“ Einkunnir úr úrslitaleiknum: Magnaður Ísak Snær en Víkingar langt frá sínu besta Höskuldur besti leikmaður mótsins og Anton hlaut gullhanskann „Maður var eiginlega að óska þess að Víkingur myndi ekki tapa“ „Þetta kjaftæði, það stoppar ekki Kópavoginn“ „Höfum fengið að blómstra fyrir það sem við nákvæmlega erum“ „Langbesta liðið í þessari deild“ Uppgjörið: Víkingur R. - Breiðablik 0-3 | Titillinn í Kópavog eftir meistaraframmistöðu Blikar þurftu að gera breytingu eftir slæman árekstur Sjá meira