Fór í Val til að vinna titla: „Æfa á atvinnumannatíma“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2024 09:01 Jónatan Ingi Jónsson er spenntur fyrir komandi sumri hjá Val. Vísir/Arnar Jónatan Ingi Jónsson er kominn heim úr atvinnumennsku og samdi við Valsmenn. Hann er uppalinn hjá FH og spilaði fjögur tímabil með meistaraflokki FH áður en hann fór út í atvinnumennsku eftir 2021 tímabilið. Jónatan Ingi spilaði með norska félaginu Sogndal undanfarin tvö tímabil en félagið keypti hann frá FH í marsmánuði 2022. Hann hafði áður farið ungur út til hollenska félagsins AZ Alkmaar en lék bara með unglingaliðum félagsins og kom síðan aftur heim til FH. Jónatan stóð sig vel hjá Sogndal og kom að 37 mörkum í 60 leikjum í norsku b-deildinni (16 mörk og 21 stoðsending). Nú er þessi 24 ára gamli leikmaður mættur á ný í Bestu deild karla í fótbolta en af hverju valdi hann Val? „Þetta er mjög sterkt lið sem var að berjast á toppnum í fyrra. Þeir lentu þá í öðru sæti og stefna nú á titilinn. Þeir eru í Evrópukeppni og þetta er mjög spennandi lið og spennandi tímabil,“ sagði Jónatan Ingi Jónsson í samtali við Stefán Árna Pálsson. Það skiptir hann miklu máli að vinna titla. Hann segist hafa farið í Val til að vinna titla. „Á þessum tímapunkti á ferlinum hef ég ekki unnið neitt enn þá. Ég hef tapað einum bikarúrslitaleik en ég vil fara að berjast um titla og Valur er með sterkt lið og markmið þeirra eru skýr,“ sagði Jónatan en hann gat verið áfram úti. „Það voru möguleikar í efstu deild í Noregi og Svíþjóð meðal annars. Ég tók þá ákvörðun að mér fannst það ekki nógu spennandi á þessum tímapunkti allavega. Þá langaði mig að koma heim því mig langaði ekki að vera áfram í Sogndal,“ sagði Jónatan. Hann segir samt að dvölin í Sogndal hafi samt verið skemmtileg. „Það var mjög gaman og mér gekk mjög vel. Sogndal var búið að fá tilboð síðustu ár en hafði alltaf neitað. Það var líka áhugi í janúar en mér fannst ekki rétt að fara núna, bæði út af fjölskylduaðstæðum og svoleiðis. Þetta var samt frábær reynsla,“ sagði Jónatan. Valsmenn æfa í hádeginu en hann á lítið barn og á von á öðru barni. Er þetta hlutir sem skiptir máli? „Já algjörlega. Allt í kringum klúbbinn. Þeir æfa á atvinnumannatíma og þetta er bara vinnan hjá mönnum. Það er mjög spennandi,“ sagði Jónatan. Kom ekki til greina að ganga aftur til liðs við FH þar sem hann er uppalinn og lék síðast? „Auðvitað hugsaði ég þetta alveg en að þessu sinni taldi ég þetta vera besta möguleikann fyrir mig,“ sagði Jónatan. Það má sjá allt viðtali' hér fyrir ofan. Besta deild karla Valur Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Sjá meira
Jónatan Ingi spilaði með norska félaginu Sogndal undanfarin tvö tímabil en félagið keypti hann frá FH í marsmánuði 2022. Hann hafði áður farið ungur út til hollenska félagsins AZ Alkmaar en lék bara með unglingaliðum félagsins og kom síðan aftur heim til FH. Jónatan stóð sig vel hjá Sogndal og kom að 37 mörkum í 60 leikjum í norsku b-deildinni (16 mörk og 21 stoðsending). Nú er þessi 24 ára gamli leikmaður mættur á ný í Bestu deild karla í fótbolta en af hverju valdi hann Val? „Þetta er mjög sterkt lið sem var að berjast á toppnum í fyrra. Þeir lentu þá í öðru sæti og stefna nú á titilinn. Þeir eru í Evrópukeppni og þetta er mjög spennandi lið og spennandi tímabil,“ sagði Jónatan Ingi Jónsson í samtali við Stefán Árna Pálsson. Það skiptir hann miklu máli að vinna titla. Hann segist hafa farið í Val til að vinna titla. „Á þessum tímapunkti á ferlinum hef ég ekki unnið neitt enn þá. Ég hef tapað einum bikarúrslitaleik en ég vil fara að berjast um titla og Valur er með sterkt lið og markmið þeirra eru skýr,“ sagði Jónatan en hann gat verið áfram úti. „Það voru möguleikar í efstu deild í Noregi og Svíþjóð meðal annars. Ég tók þá ákvörðun að mér fannst það ekki nógu spennandi á þessum tímapunkti allavega. Þá langaði mig að koma heim því mig langaði ekki að vera áfram í Sogndal,“ sagði Jónatan. Hann segir samt að dvölin í Sogndal hafi samt verið skemmtileg. „Það var mjög gaman og mér gekk mjög vel. Sogndal var búið að fá tilboð síðustu ár en hafði alltaf neitað. Það var líka áhugi í janúar en mér fannst ekki rétt að fara núna, bæði út af fjölskylduaðstæðum og svoleiðis. Þetta var samt frábær reynsla,“ sagði Jónatan. Valsmenn æfa í hádeginu en hann á lítið barn og á von á öðru barni. Er þetta hlutir sem skiptir máli? „Já algjörlega. Allt í kringum klúbbinn. Þeir æfa á atvinnumannatíma og þetta er bara vinnan hjá mönnum. Það er mjög spennandi,“ sagði Jónatan. Kom ekki til greina að ganga aftur til liðs við FH þar sem hann er uppalinn og lék síðast? „Auðvitað hugsaði ég þetta alveg en að þessu sinni taldi ég þetta vera besta möguleikann fyrir mig,“ sagði Jónatan. Það má sjá allt viðtali' hér fyrir ofan.
Besta deild karla Valur Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Sjá meira