Salah þurfti að fara af velli í 2-2 jafntefli gegn Gana í riðlakeppni Afríkumótsins, en Egyptar vonuðust til þess að leikmaðurinn yrði klár í slaginn í undanúrslitum ef liðið kæmist svo langt.
Nú er hins vegar orðið ljóst að Salah verður frá keppni í þrjár til fjórar vikur og getur hann því í allra besta falli náð úrslitaleik Afríkumótsins þann 11. febrúar ef liðsfélagar hans koma Egyptum alla leið.
Salah flýgur til Englands á morgun til að ganga í gegnum endurhæfingu á æfingasvæði Liverpool og segir Pep Lijnders, aðstoðarþjálfari félagsins, að Egyptinn sé með „alvöru rifu í lærvöðva.“
„Við búumst við því að hann verði klár eftir þrjár til fjórar vikur ef allt gengur að óskum,“ sagði Lijnders.
„Það mun allt ganga að óskum og þetta mun ganga vel af því að við höfum gert þetta áður,“ bætti Lijnders við.
🗣️ Liverpool assistant manager Pep Lijnders says Mo Salah has a "proper tear in his hamstring" and will be out for "three to four weeks if everything goes smooth." 🇪🇬 pic.twitter.com/qchC3G9ubT
— Ben Jacobs (@JacobsBen) January 23, 2024
Fari hins vegar allt á versta veg og Salah verður frá í fjórar vikur mun hann ekki aðeins missa af restinni af Afríkumótinu með Egyptum, heldur mun hann einnig missa af næstu sex leikjum með Liverpool. Þar af mun hann missa af seinni undanúrslitaleik liðsins gegn Fulham í enska deildarbikarnum á morgun og leik gegn Norwich í FA-bikarnum um helgina. Þá gæti hann einnig misst af næstu fjórum deildarleikjum sem eru gegn Chelsea, Arsenal, Burnley og Arsenal.