Kaldar kveðjur til Þróttar og KR Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. janúar 2024 16:03 Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. Vísir Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn segir ekki nægilega skýrt hvernig eða hvort brugðist sé við þeim bráðavanda sem myndast hafi í aðstöðumálum íþróttafélaga og grunnskóla í Laugardal með nýrri þjóðarhöll. Þetta er meðal þess sem fram kom á borgarstjórnarfundi í dag. Þar var sérstök umræða um þjóðarhöllina svokölluðu, sem stefnt er að því að rísi í Laugardal árið 2027. Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkur, sagði framkvæmdirnar verða lyftistöng fyrir íþróttastarf í dalnum. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segist í samtali við Vísi fagna áfanganum. Hún hafi þó áhyggjur af því að verkefnið muni ekki verða til þess að leysa úr aðstöðumálum og þá hefur hún áhyggjur af fjármögnun verkefnisins af hálfu borgarinnar. Fyrirséð að 49 æfingadagar falli niður „Af því að þó að áformin segi til um að þarna eigi að vera aðstaða fyrir íþróttafélögin og skólaíþróttir þá viljum við sjá nákvæmlega hvernig það á að útfæra. Íþróttafélögin hafa lýst áhyggjum af þessu og líka foreldrar í dalnum og skólastjórnendur.“ Ástæðuna segir Hildur vera þá að upp sé kominn bráðavandi í aðstöðumálum hverfisins. Íþróttafélögin hafi ítrekað bent á það. Hún bendir á að fyrir áramót, frá september og fram í desember hafi samtals 26 æfingadagar fallið niður hjá félögunum í höllinni vegna viðburða. Fyrirséð er að þeir dagar verði 49 eftir áramót og fram í maí. Tal um uppbyggingarskeið kaldar kveðjur „Við fögnum sannarlega uppbyggingu þjóðarhallar en ítrekum mikilvægi þess að aðstöðumál barna og ungmenna verði leyst samhliða. Við höfum jafnframt áhyggjur af því hvernig borgin hyggst greiða sinn hluta framkvæmdarinnar eins og fjárhag borgarinnar er fyrir komið. Og hvoru tveggja er á ábyrgð þessa meirihluta, og síðustu meirihluta, sem hafa haldið illa á annars vegar fjármálum borgarinnar og hins vegar aðstöðumálum íþróttafélaganna“, sagði Hildur í ræðu sinni í borgarstjórn. Formaður borgarráðs, Dagur B. Eggertsson brást við ræðu Hildar og sagði borgina hafa lyft grettistaki í aðstöðumálum íþróttafélaganna í hans borgarstjóratíð. Það væri því alrangt að þessum málum væri illa fyrir komið enda væri að baki eitt mesta uppbyggingarskeið í aðstöðumálum íþróttafélaga í sögu borgarinnar. Taldi hann upp ýmis verkefni máli sínu til stuðnings. Hildur sagði í ræðustól á borgarstjórnarfundi að um montsalat væri að ræða. Þá sérstaklega til íþróttafélaga sem lengi hefðu beðið eftir bættri aðstöðu. „Þetta montsalat eru kaldar kveðjur til íþróttafélaganna. Hér mætti sérstaklega nefna KR og Þrótt. Lítið sem ekkert hefur gerst í aðstöðumálum þessara félaga síðastliðinn áratug enda getur formaður borgarráðs ekki í upptalningu sinni nefnt eitt einasta mál sem einhverju breytir í þágu þessara félaga. Það er til háborinnar skammar að börnum og ungmennum í þessum borgarhlutum sé ekki sinnt betur,“ sagði Hildur. Ný þjóðarhöll Reykjavík Borgarstjórn Þróttur Reykjavík KR Íþróttir barna Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Fleiri fréttir Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom á borgarstjórnarfundi í dag. Þar var sérstök umræða um þjóðarhöllina svokölluðu, sem stefnt er að því að rísi í Laugardal árið 2027. Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkur, sagði framkvæmdirnar verða lyftistöng fyrir íþróttastarf í dalnum. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segist í samtali við Vísi fagna áfanganum. Hún hafi þó áhyggjur af því að verkefnið muni ekki verða til þess að leysa úr aðstöðumálum og þá hefur hún áhyggjur af fjármögnun verkefnisins af hálfu borgarinnar. Fyrirséð að 49 æfingadagar falli niður „Af því að þó að áformin segi til um að þarna eigi að vera aðstaða fyrir íþróttafélögin og skólaíþróttir þá viljum við sjá nákvæmlega hvernig það á að útfæra. Íþróttafélögin hafa lýst áhyggjum af þessu og líka foreldrar í dalnum og skólastjórnendur.“ Ástæðuna segir Hildur vera þá að upp sé kominn bráðavandi í aðstöðumálum hverfisins. Íþróttafélögin hafi ítrekað bent á það. Hún bendir á að fyrir áramót, frá september og fram í desember hafi samtals 26 æfingadagar fallið niður hjá félögunum í höllinni vegna viðburða. Fyrirséð er að þeir dagar verði 49 eftir áramót og fram í maí. Tal um uppbyggingarskeið kaldar kveðjur „Við fögnum sannarlega uppbyggingu þjóðarhallar en ítrekum mikilvægi þess að aðstöðumál barna og ungmenna verði leyst samhliða. Við höfum jafnframt áhyggjur af því hvernig borgin hyggst greiða sinn hluta framkvæmdarinnar eins og fjárhag borgarinnar er fyrir komið. Og hvoru tveggja er á ábyrgð þessa meirihluta, og síðustu meirihluta, sem hafa haldið illa á annars vegar fjármálum borgarinnar og hins vegar aðstöðumálum íþróttafélaganna“, sagði Hildur í ræðu sinni í borgarstjórn. Formaður borgarráðs, Dagur B. Eggertsson brást við ræðu Hildar og sagði borgina hafa lyft grettistaki í aðstöðumálum íþróttafélaganna í hans borgarstjóratíð. Það væri því alrangt að þessum málum væri illa fyrir komið enda væri að baki eitt mesta uppbyggingarskeið í aðstöðumálum íþróttafélaga í sögu borgarinnar. Taldi hann upp ýmis verkefni máli sínu til stuðnings. Hildur sagði í ræðustól á borgarstjórnarfundi að um montsalat væri að ræða. Þá sérstaklega til íþróttafélaga sem lengi hefðu beðið eftir bættri aðstöðu. „Þetta montsalat eru kaldar kveðjur til íþróttafélaganna. Hér mætti sérstaklega nefna KR og Þrótt. Lítið sem ekkert hefur gerst í aðstöðumálum þessara félaga síðastliðinn áratug enda getur formaður borgarráðs ekki í upptalningu sinni nefnt eitt einasta mál sem einhverju breytir í þágu þessara félaga. Það er til háborinnar skammar að börnum og ungmennum í þessum borgarhlutum sé ekki sinnt betur,“ sagði Hildur.
Ný þjóðarhöll Reykjavík Borgarstjórn Þróttur Reykjavík KR Íþróttir barna Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Fleiri fréttir Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst Sjá meira