Felldu tuttugu og einn hermann í umsátri Samúel Karl Ólason skrifar 23. janúar 2024 10:15 Ísraelskir hermenn við Khan Younis. Ísraelski herinn Ráðamenn í Ísrael segja 24 ísraelska hermenn hafa fallið í átökum við Hamas-liða á Gasaströndinni í gær. Þar af féllu 21 þeirra í sömu árás Hamas en gærdagurinn var sá mannskæðasti fyrir ísraelska herinn frá 7. október. Daniel Hagari, einn talsmanna ísraelska hersins, sagði frá umræddri árás í morgun. Hermenn voru að koma fyrir sprengjum í tveimur byggingum, með því markmiði að jafna þær við jörðu, þegar Hamas-liðar skutu sprengjum að skriðdreka sem var þar nærri. Þetta var nærri landamærum Gasastrandarinnar, þar sem herinn vinnur að því að mynda ákveðið einskismannsland og eru hús nærri landamærunum því jöfnuð við jörðu. Þegar sprengjunni var skotið að skriðdrekanum lítur út fyrir að sprengjurnar í byggingunum tveimur hafi einnig sprungið, samkvæmt Hagari, og hrundu húsin á hermenn sem voru þar inni og nærri þeim. Þrír hermenn til viðbótar féllu í öðrum átökum á Gasaströndinni í gær. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, skrifaði á X (áður Twitter) í morgun að gærdagurinn hefði verið einhver sá erfiðasti frá því stríð Ísrael og Hamas hófst á Gasaströndinni. Hernaðinum yrðu þó haldið áfram. Forsætisráðherrann hét fullnaðarsigri og samkvæmt frétt Reuters hefur hann einnig heitið því að frelsa þá rúmlega hundrað gísla sem enn eru í haldi Hamas-liða. Netanjahú er þó undir miklum þrýstingi frá almenningi í Ísrael en AP fréttaveitan segir Ísraela efast sífellt meira um það að mögulegt sé að ná þessum tveimur markmiðum. Til marks um þann þrýsting sem Netanjahú stendur frammi fyrir ruddust aðstandendur gísla í haldi Hamas inn í ísraelska þingið, þar sem þau hvöttu þingmenn til að beita sér fyrir friði og viðræðum. Hernaður Ísraela á Gasaströndinni hefur valdið því að flestir af 2,3 milljón íbúum svæðisins eru á vergangi og áætla Sameinuðu þjóðirnar að einn af hverjum fjórum standi frammi fyrir hungursneyð. Ástandið sé gífurlega alvarlegt. Þá er áætlað að minnst 25 þúsund Palestínumenn liggi í valnum. Þar á meðal eru bæði óbreyttir borgarar og Hamas-liðar. Telja þúsundir vígamanna liggja í valnum Wall Street Journal sagði nýverið frá því að sérfræðingar leyniþjónusta Bandaríkjanna teldu að ísraelskir hermenn hefðu fellt um tuttugu til þrjátíu prósent allra Hamas-liða en þeir eru taldir hafa verið um tuttugu og fimm til þrjátíu þúsund talsins þegar átökin hófust. Bandaríkjamenn áætla að Ísraelar hafi sært milli 10.500 og 11.700 vígamenn. Ísraelar telja sig hafa fellt um níu þúsund Hamas-liða í átökunum og rúmlega þúsund sem réðust á Ísrael þann 7. október. Þeir telja allt að sextán þúsund Hamas-liða hafa særst og að um helmingur þeirra hafi særst svo alvarlega að þeir geti ekki barist áfram. Rúmlega tvö hundruð ísraelskir hermenn hafa fallið frá því innrásin á Gasa hófst og um 1.200 hafa særst. Starfa í smærri hópum Hamas-liðar eru sagðir hafa brugðist við mannfallinu með því að starfa í smærri hópum og vera í felum, milli þess sem þeir reyna að sitja fyrir ísraelskum hermönnum í umsátrum. Þeir nota umfangsmikil göng undir Gasaströndinni til að sitja fyrir ísraelskum hermönnum. Göngin geta þeir notað til að komast hjá eftirliti í lofti og stinga upp kollinum bakvið víglínuna og skjóta sprengjum aftan að hermönnum. Útgangar geta verið í kjöllurum bygginga, þar sem Hamas-liðar koma upp, skjóta út um glugga og flýja svo aftur ofan í göngin, sem dæmi. Hamas birti meðfylgjandi myndband í gær, sem á að sýna vígamenn sitja fyrir hermönnum í og við Jabalia Al-Balad, sem er á norðurhluta Gasastrandarinnar. Annað en svipað myndband frá því í nóvember má sjá hér. Það sýnir jafnvel betur hvernig göngin eru notuð. Harðir bardagar hafa geysað víða á Gasaströndinni en Ísraelar hafa beitt sér hvað mest við borgina Khan Younis á suðurhluta Gasa, þar sem þeir segjast hafa svo gott sem sigrað Hamas á norðurhlutanum. Ísraelar segja leiðtoga Hamas-samtakanna mögulega vera í felum í umfangsmiklu gangnakerfi undir Khan Younis, sem er heimabær Yehya Sinwar, æðsta leiðtoga samtakanna á Gasaströndinni. Þessir leiðtogar eru einnig taldir halda gíslum. Talsmenn hersins segja tugi Hamas-liða hafa verið fellda í átökum í Khan Younis í nótt. The IDF says that overnight it completed the encirclement of southern Gaza's Khan Younis, killing dozens of Hamas operatives in the process.The 98th Division led a major push into the western part of Khan Younis over the past day, with the 7th Armored Brigade and Givati Brigade pic.twitter.com/vJeCQrVZHk— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) January 23, 2024 Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Tengdar fréttir Réðust aftur gegn Hútum í Jemen í nótt Bandaríkjamenn og Bretar skutu aftur á skotmörk í Jemen sem þeir telja tengjast Hútum. Í tilkynningu frá varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna í Pentagon í gær kom fram að skotið hefði verið á átta skotmörk. 23. janúar 2024 06:23 Myndir: Kröftug mótmæli þegar þing kom saman Mikill fjöldi mótmælenda var samankominn á Austurvelli síðdegis í dag, þegar Alþingi koma saman eftir jólafrí. Krafan var sú sama og undanfarna mánuði; að stjórnvöld beiti sér fyrir tafarlausu vopnahléi fyrir botni Miðjarðarhafs. 22. janúar 2024 15:15 Búa sig undir langvarandi aðgerðir gegn Hútum Meðlimir ríkisstjórnar Joe Biden, forseta Bandaríkjanan, eru að undirbúa áætlanir fyrir mögulegar langvarandi hernaðaraðgerðir gegn Hútum í Jemen. Markmið Bandaríkjamanna er að stöðva árásir Húta á fraktskip sem verið er að sigla um Rauða hafið og gegnum Súesskurðinn. 21. janúar 2024 14:49 Felldu háttsettan byltingarvörð í loftárás í Damaskus Ísraelar gerðu í morgun loftárás á Damaskus, höfuðborg Sýrlands, og eru þeir sagðir hafa fellt minnst einn háttsettan meðlim byltingarvarða íranska hersins. Ísraelar gera reglulega árásir í Sýrlandi, sem beinast iðulega gegn Írönum þar, en árásir að degi til eru sjaldgæfar. 20. janúar 2024 10:03 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Daniel Hagari, einn talsmanna ísraelska hersins, sagði frá umræddri árás í morgun. Hermenn voru að koma fyrir sprengjum í tveimur byggingum, með því markmiði að jafna þær við jörðu, þegar Hamas-liðar skutu sprengjum að skriðdreka sem var þar nærri. Þetta var nærri landamærum Gasastrandarinnar, þar sem herinn vinnur að því að mynda ákveðið einskismannsland og eru hús nærri landamærunum því jöfnuð við jörðu. Þegar sprengjunni var skotið að skriðdrekanum lítur út fyrir að sprengjurnar í byggingunum tveimur hafi einnig sprungið, samkvæmt Hagari, og hrundu húsin á hermenn sem voru þar inni og nærri þeim. Þrír hermenn til viðbótar féllu í öðrum átökum á Gasaströndinni í gær. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, skrifaði á X (áður Twitter) í morgun að gærdagurinn hefði verið einhver sá erfiðasti frá því stríð Ísrael og Hamas hófst á Gasaströndinni. Hernaðinum yrðu þó haldið áfram. Forsætisráðherrann hét fullnaðarsigri og samkvæmt frétt Reuters hefur hann einnig heitið því að frelsa þá rúmlega hundrað gísla sem enn eru í haldi Hamas-liða. Netanjahú er þó undir miklum þrýstingi frá almenningi í Ísrael en AP fréttaveitan segir Ísraela efast sífellt meira um það að mögulegt sé að ná þessum tveimur markmiðum. Til marks um þann þrýsting sem Netanjahú stendur frammi fyrir ruddust aðstandendur gísla í haldi Hamas inn í ísraelska þingið, þar sem þau hvöttu þingmenn til að beita sér fyrir friði og viðræðum. Hernaður Ísraela á Gasaströndinni hefur valdið því að flestir af 2,3 milljón íbúum svæðisins eru á vergangi og áætla Sameinuðu þjóðirnar að einn af hverjum fjórum standi frammi fyrir hungursneyð. Ástandið sé gífurlega alvarlegt. Þá er áætlað að minnst 25 þúsund Palestínumenn liggi í valnum. Þar á meðal eru bæði óbreyttir borgarar og Hamas-liðar. Telja þúsundir vígamanna liggja í valnum Wall Street Journal sagði nýverið frá því að sérfræðingar leyniþjónusta Bandaríkjanna teldu að ísraelskir hermenn hefðu fellt um tuttugu til þrjátíu prósent allra Hamas-liða en þeir eru taldir hafa verið um tuttugu og fimm til þrjátíu þúsund talsins þegar átökin hófust. Bandaríkjamenn áætla að Ísraelar hafi sært milli 10.500 og 11.700 vígamenn. Ísraelar telja sig hafa fellt um níu þúsund Hamas-liða í átökunum og rúmlega þúsund sem réðust á Ísrael þann 7. október. Þeir telja allt að sextán þúsund Hamas-liða hafa særst og að um helmingur þeirra hafi særst svo alvarlega að þeir geti ekki barist áfram. Rúmlega tvö hundruð ísraelskir hermenn hafa fallið frá því innrásin á Gasa hófst og um 1.200 hafa særst. Starfa í smærri hópum Hamas-liðar eru sagðir hafa brugðist við mannfallinu með því að starfa í smærri hópum og vera í felum, milli þess sem þeir reyna að sitja fyrir ísraelskum hermönnum í umsátrum. Þeir nota umfangsmikil göng undir Gasaströndinni til að sitja fyrir ísraelskum hermönnum. Göngin geta þeir notað til að komast hjá eftirliti í lofti og stinga upp kollinum bakvið víglínuna og skjóta sprengjum aftan að hermönnum. Útgangar geta verið í kjöllurum bygginga, þar sem Hamas-liðar koma upp, skjóta út um glugga og flýja svo aftur ofan í göngin, sem dæmi. Hamas birti meðfylgjandi myndband í gær, sem á að sýna vígamenn sitja fyrir hermönnum í og við Jabalia Al-Balad, sem er á norðurhluta Gasastrandarinnar. Annað en svipað myndband frá því í nóvember má sjá hér. Það sýnir jafnvel betur hvernig göngin eru notuð. Harðir bardagar hafa geysað víða á Gasaströndinni en Ísraelar hafa beitt sér hvað mest við borgina Khan Younis á suðurhluta Gasa, þar sem þeir segjast hafa svo gott sem sigrað Hamas á norðurhlutanum. Ísraelar segja leiðtoga Hamas-samtakanna mögulega vera í felum í umfangsmiklu gangnakerfi undir Khan Younis, sem er heimabær Yehya Sinwar, æðsta leiðtoga samtakanna á Gasaströndinni. Þessir leiðtogar eru einnig taldir halda gíslum. Talsmenn hersins segja tugi Hamas-liða hafa verið fellda í átökum í Khan Younis í nótt. The IDF says that overnight it completed the encirclement of southern Gaza's Khan Younis, killing dozens of Hamas operatives in the process.The 98th Division led a major push into the western part of Khan Younis over the past day, with the 7th Armored Brigade and Givati Brigade pic.twitter.com/vJeCQrVZHk— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) January 23, 2024
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Tengdar fréttir Réðust aftur gegn Hútum í Jemen í nótt Bandaríkjamenn og Bretar skutu aftur á skotmörk í Jemen sem þeir telja tengjast Hútum. Í tilkynningu frá varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna í Pentagon í gær kom fram að skotið hefði verið á átta skotmörk. 23. janúar 2024 06:23 Myndir: Kröftug mótmæli þegar þing kom saman Mikill fjöldi mótmælenda var samankominn á Austurvelli síðdegis í dag, þegar Alþingi koma saman eftir jólafrí. Krafan var sú sama og undanfarna mánuði; að stjórnvöld beiti sér fyrir tafarlausu vopnahléi fyrir botni Miðjarðarhafs. 22. janúar 2024 15:15 Búa sig undir langvarandi aðgerðir gegn Hútum Meðlimir ríkisstjórnar Joe Biden, forseta Bandaríkjanan, eru að undirbúa áætlanir fyrir mögulegar langvarandi hernaðaraðgerðir gegn Hútum í Jemen. Markmið Bandaríkjamanna er að stöðva árásir Húta á fraktskip sem verið er að sigla um Rauða hafið og gegnum Súesskurðinn. 21. janúar 2024 14:49 Felldu háttsettan byltingarvörð í loftárás í Damaskus Ísraelar gerðu í morgun loftárás á Damaskus, höfuðborg Sýrlands, og eru þeir sagðir hafa fellt minnst einn háttsettan meðlim byltingarvarða íranska hersins. Ísraelar gera reglulega árásir í Sýrlandi, sem beinast iðulega gegn Írönum þar, en árásir að degi til eru sjaldgæfar. 20. janúar 2024 10:03 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Réðust aftur gegn Hútum í Jemen í nótt Bandaríkjamenn og Bretar skutu aftur á skotmörk í Jemen sem þeir telja tengjast Hútum. Í tilkynningu frá varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna í Pentagon í gær kom fram að skotið hefði verið á átta skotmörk. 23. janúar 2024 06:23
Myndir: Kröftug mótmæli þegar þing kom saman Mikill fjöldi mótmælenda var samankominn á Austurvelli síðdegis í dag, þegar Alþingi koma saman eftir jólafrí. Krafan var sú sama og undanfarna mánuði; að stjórnvöld beiti sér fyrir tafarlausu vopnahléi fyrir botni Miðjarðarhafs. 22. janúar 2024 15:15
Búa sig undir langvarandi aðgerðir gegn Hútum Meðlimir ríkisstjórnar Joe Biden, forseta Bandaríkjanan, eru að undirbúa áætlanir fyrir mögulegar langvarandi hernaðaraðgerðir gegn Hútum í Jemen. Markmið Bandaríkjamanna er að stöðva árásir Húta á fraktskip sem verið er að sigla um Rauða hafið og gegnum Súesskurðinn. 21. janúar 2024 14:49
Felldu háttsettan byltingarvörð í loftárás í Damaskus Ísraelar gerðu í morgun loftárás á Damaskus, höfuðborg Sýrlands, og eru þeir sagðir hafa fellt minnst einn háttsettan meðlim byltingarvarða íranska hersins. Ísraelar gera reglulega árásir í Sýrlandi, sem beinast iðulega gegn Írönum þar, en árásir að degi til eru sjaldgæfar. 20. janúar 2024 10:03