Tilfinningaþrunginn Freyr í fyrsta leik sínum í Belgíu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. janúar 2024 23:01 Ástríðan skein í gegn þegar flautað var til leiksloka. @kvkofficieel Freyr Alexandersson byrjaði þjálfunarferil sinn í Belgíu með látum þegar lið hans KV Kortrijk vann óvæntan 1-0 útisigur á Standard Liege. Nú hefur félag hans birt gríðarlega tilfinningaþrungið myndband frá sigrinum þar sem heyra má hvað Freyr sagði við mannskapinn fyrir leikinn. Það kom verulega á óvart þegar Freyr skipti Lyngby út fyrir Kortrijk. Eftir að hafa á einhvern ótrúlegan hátt haldið Lyngby í efstu deild Danmerkur á síðustu leiktíð þá var liðið að gera fínt mót þegar yfirstandandi tímabil er hálfnað. Freyr fékk hins vegar tilboð frá Kortrijk, sem situr í botnsæti Belgíu og þarf á álíka kraftaverki að halda og Lyngby framkvæmdi á síðustu leiktíð. Freyr virðist elska áskoranir og hélt til Belgíu. Þar byrjar hann með látum. „Níu mínútur strákar, níu mínútur í byrjunina á nýju upphafi. Við förum út á völl saman og við yfirgefum völlinn saman. Vinnið fyrir hvern annan, njótið þess. Farið út og brosið, njótið og farið út saman, komið inn saman og trúið því að við förum heim með þrjú stig. Njótið þess,“ sagði Freyr í ræðu sinni fyrir leik við mikið lófaklapp. "Met deze attitude & werklust kunnen we mooie dingen laten zien!" Op naar zaterdag, Kerels! #STAKVK #AltijdEenKerel pic.twitter.com/DnytHEatAq— KV Kortrijk (@kvkofficieel) January 22, 2024 „Allt getur gerst, búist við hinum óvænta eins og þegar við skoruðum markið. Við komum saman og við förum saman. Trúið, vinnið fyrir hvern annan og klárið þetta verkefni,“ sagði Freyr ástríðufullur í hálfleik. „Til hamingju, þið eigið þetta virkilega skilið. Með þessu hugarfari og þessari vinnusemi getum við gert magnaða hluti,“ sagði Breiðhyltingurinn Freyr að leik loknum. Ræðuna og myndband Kortrijk í tilefni sigursins má sjá hér að ofan. Happy Monday #STAKVK #AltijdEenKerel pic.twitter.com/ygxfQgXUSa— KV Kortrijk (@kvkofficieel) January 22, 2024 Kortrijk er sem fyrr í neðsta sæti deildarinnar, nú með 13 stig eða átta frá öruggu sæti. Neðstu fjögur lið belgísku úrvalsdeildarinnar fara í sérstakt umspil um hvaða lið fellur. Neðstu tvö liðin falla á meðan liðið í 14. sæti – því þriðja neðsta – fer í umspil við liðið í 3. sæti í B-deildinni um sæti í efstu deild. Fótbolti Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Fótbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira
Það kom verulega á óvart þegar Freyr skipti Lyngby út fyrir Kortrijk. Eftir að hafa á einhvern ótrúlegan hátt haldið Lyngby í efstu deild Danmerkur á síðustu leiktíð þá var liðið að gera fínt mót þegar yfirstandandi tímabil er hálfnað. Freyr fékk hins vegar tilboð frá Kortrijk, sem situr í botnsæti Belgíu og þarf á álíka kraftaverki að halda og Lyngby framkvæmdi á síðustu leiktíð. Freyr virðist elska áskoranir og hélt til Belgíu. Þar byrjar hann með látum. „Níu mínútur strákar, níu mínútur í byrjunina á nýju upphafi. Við förum út á völl saman og við yfirgefum völlinn saman. Vinnið fyrir hvern annan, njótið þess. Farið út og brosið, njótið og farið út saman, komið inn saman og trúið því að við förum heim með þrjú stig. Njótið þess,“ sagði Freyr í ræðu sinni fyrir leik við mikið lófaklapp. "Met deze attitude & werklust kunnen we mooie dingen laten zien!" Op naar zaterdag, Kerels! #STAKVK #AltijdEenKerel pic.twitter.com/DnytHEatAq— KV Kortrijk (@kvkofficieel) January 22, 2024 „Allt getur gerst, búist við hinum óvænta eins og þegar við skoruðum markið. Við komum saman og við förum saman. Trúið, vinnið fyrir hvern annan og klárið þetta verkefni,“ sagði Freyr ástríðufullur í hálfleik. „Til hamingju, þið eigið þetta virkilega skilið. Með þessu hugarfari og þessari vinnusemi getum við gert magnaða hluti,“ sagði Breiðhyltingurinn Freyr að leik loknum. Ræðuna og myndband Kortrijk í tilefni sigursins má sjá hér að ofan. Happy Monday #STAKVK #AltijdEenKerel pic.twitter.com/ygxfQgXUSa— KV Kortrijk (@kvkofficieel) January 22, 2024 Kortrijk er sem fyrr í neðsta sæti deildarinnar, nú með 13 stig eða átta frá öruggu sæti. Neðstu fjögur lið belgísku úrvalsdeildarinnar fara í sérstakt umspil um hvaða lið fellur. Neðstu tvö liðin falla á meðan liðið í 14. sæti – því þriðja neðsta – fer í umspil við liðið í 3. sæti í B-deildinni um sæti í efstu deild.
Fótbolti Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Fótbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira