Tilfinningaþrunginn Freyr í fyrsta leik sínum í Belgíu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. janúar 2024 23:01 Ástríðan skein í gegn þegar flautað var til leiksloka. @kvkofficieel Freyr Alexandersson byrjaði þjálfunarferil sinn í Belgíu með látum þegar lið hans KV Kortrijk vann óvæntan 1-0 útisigur á Standard Liege. Nú hefur félag hans birt gríðarlega tilfinningaþrungið myndband frá sigrinum þar sem heyra má hvað Freyr sagði við mannskapinn fyrir leikinn. Það kom verulega á óvart þegar Freyr skipti Lyngby út fyrir Kortrijk. Eftir að hafa á einhvern ótrúlegan hátt haldið Lyngby í efstu deild Danmerkur á síðustu leiktíð þá var liðið að gera fínt mót þegar yfirstandandi tímabil er hálfnað. Freyr fékk hins vegar tilboð frá Kortrijk, sem situr í botnsæti Belgíu og þarf á álíka kraftaverki að halda og Lyngby framkvæmdi á síðustu leiktíð. Freyr virðist elska áskoranir og hélt til Belgíu. Þar byrjar hann með látum. „Níu mínútur strákar, níu mínútur í byrjunina á nýju upphafi. Við förum út á völl saman og við yfirgefum völlinn saman. Vinnið fyrir hvern annan, njótið þess. Farið út og brosið, njótið og farið út saman, komið inn saman og trúið því að við förum heim með þrjú stig. Njótið þess,“ sagði Freyr í ræðu sinni fyrir leik við mikið lófaklapp. "Met deze attitude & werklust kunnen we mooie dingen laten zien!" Op naar zaterdag, Kerels! #STAKVK #AltijdEenKerel pic.twitter.com/DnytHEatAq— KV Kortrijk (@kvkofficieel) January 22, 2024 „Allt getur gerst, búist við hinum óvænta eins og þegar við skoruðum markið. Við komum saman og við förum saman. Trúið, vinnið fyrir hvern annan og klárið þetta verkefni,“ sagði Freyr ástríðufullur í hálfleik. „Til hamingju, þið eigið þetta virkilega skilið. Með þessu hugarfari og þessari vinnusemi getum við gert magnaða hluti,“ sagði Breiðhyltingurinn Freyr að leik loknum. Ræðuna og myndband Kortrijk í tilefni sigursins má sjá hér að ofan. Happy Monday #STAKVK #AltijdEenKerel pic.twitter.com/ygxfQgXUSa— KV Kortrijk (@kvkofficieel) January 22, 2024 Kortrijk er sem fyrr í neðsta sæti deildarinnar, nú með 13 stig eða átta frá öruggu sæti. Neðstu fjögur lið belgísku úrvalsdeildarinnar fara í sérstakt umspil um hvaða lið fellur. Neðstu tvö liðin falla á meðan liðið í 14. sæti – því þriðja neðsta – fer í umspil við liðið í 3. sæti í B-deildinni um sæti í efstu deild. Fótbolti Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Virtus | Hálfur milljarður undir í umspilinu Í beinni: Þór/KA - FHL | Tekst nýliðunum að tengja saman sigra? Í beinni: Stjarnan - FH | Nágrannaslagur í Garðabænum Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Sjá meira
Það kom verulega á óvart þegar Freyr skipti Lyngby út fyrir Kortrijk. Eftir að hafa á einhvern ótrúlegan hátt haldið Lyngby í efstu deild Danmerkur á síðustu leiktíð þá var liðið að gera fínt mót þegar yfirstandandi tímabil er hálfnað. Freyr fékk hins vegar tilboð frá Kortrijk, sem situr í botnsæti Belgíu og þarf á álíka kraftaverki að halda og Lyngby framkvæmdi á síðustu leiktíð. Freyr virðist elska áskoranir og hélt til Belgíu. Þar byrjar hann með látum. „Níu mínútur strákar, níu mínútur í byrjunina á nýju upphafi. Við förum út á völl saman og við yfirgefum völlinn saman. Vinnið fyrir hvern annan, njótið þess. Farið út og brosið, njótið og farið út saman, komið inn saman og trúið því að við förum heim með þrjú stig. Njótið þess,“ sagði Freyr í ræðu sinni fyrir leik við mikið lófaklapp. "Met deze attitude & werklust kunnen we mooie dingen laten zien!" Op naar zaterdag, Kerels! #STAKVK #AltijdEenKerel pic.twitter.com/DnytHEatAq— KV Kortrijk (@kvkofficieel) January 22, 2024 „Allt getur gerst, búist við hinum óvænta eins og þegar við skoruðum markið. Við komum saman og við förum saman. Trúið, vinnið fyrir hvern annan og klárið þetta verkefni,“ sagði Freyr ástríðufullur í hálfleik. „Til hamingju, þið eigið þetta virkilega skilið. Með þessu hugarfari og þessari vinnusemi getum við gert magnaða hluti,“ sagði Breiðhyltingurinn Freyr að leik loknum. Ræðuna og myndband Kortrijk í tilefni sigursins má sjá hér að ofan. Happy Monday #STAKVK #AltijdEenKerel pic.twitter.com/ygxfQgXUSa— KV Kortrijk (@kvkofficieel) January 22, 2024 Kortrijk er sem fyrr í neðsta sæti deildarinnar, nú með 13 stig eða átta frá öruggu sæti. Neðstu fjögur lið belgísku úrvalsdeildarinnar fara í sérstakt umspil um hvaða lið fellur. Neðstu tvö liðin falla á meðan liðið í 14. sæti – því þriðja neðsta – fer í umspil við liðið í 3. sæti í B-deildinni um sæti í efstu deild.
Fótbolti Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Virtus | Hálfur milljarður undir í umspilinu Í beinni: Þór/KA - FHL | Tekst nýliðunum að tengja saman sigra? Í beinni: Stjarnan - FH | Nágrannaslagur í Garðabænum Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Sjá meira