Tilfinningaþrunginn Freyr í fyrsta leik sínum í Belgíu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. janúar 2024 23:01 Ástríðan skein í gegn þegar flautað var til leiksloka. @kvkofficieel Freyr Alexandersson byrjaði þjálfunarferil sinn í Belgíu með látum þegar lið hans KV Kortrijk vann óvæntan 1-0 útisigur á Standard Liege. Nú hefur félag hans birt gríðarlega tilfinningaþrungið myndband frá sigrinum þar sem heyra má hvað Freyr sagði við mannskapinn fyrir leikinn. Það kom verulega á óvart þegar Freyr skipti Lyngby út fyrir Kortrijk. Eftir að hafa á einhvern ótrúlegan hátt haldið Lyngby í efstu deild Danmerkur á síðustu leiktíð þá var liðið að gera fínt mót þegar yfirstandandi tímabil er hálfnað. Freyr fékk hins vegar tilboð frá Kortrijk, sem situr í botnsæti Belgíu og þarf á álíka kraftaverki að halda og Lyngby framkvæmdi á síðustu leiktíð. Freyr virðist elska áskoranir og hélt til Belgíu. Þar byrjar hann með látum. „Níu mínútur strákar, níu mínútur í byrjunina á nýju upphafi. Við förum út á völl saman og við yfirgefum völlinn saman. Vinnið fyrir hvern annan, njótið þess. Farið út og brosið, njótið og farið út saman, komið inn saman og trúið því að við förum heim með þrjú stig. Njótið þess,“ sagði Freyr í ræðu sinni fyrir leik við mikið lófaklapp. "Met deze attitude & werklust kunnen we mooie dingen laten zien!" Op naar zaterdag, Kerels! #STAKVK #AltijdEenKerel pic.twitter.com/DnytHEatAq— KV Kortrijk (@kvkofficieel) January 22, 2024 „Allt getur gerst, búist við hinum óvænta eins og þegar við skoruðum markið. Við komum saman og við förum saman. Trúið, vinnið fyrir hvern annan og klárið þetta verkefni,“ sagði Freyr ástríðufullur í hálfleik. „Til hamingju, þið eigið þetta virkilega skilið. Með þessu hugarfari og þessari vinnusemi getum við gert magnaða hluti,“ sagði Breiðhyltingurinn Freyr að leik loknum. Ræðuna og myndband Kortrijk í tilefni sigursins má sjá hér að ofan. Happy Monday #STAKVK #AltijdEenKerel pic.twitter.com/ygxfQgXUSa— KV Kortrijk (@kvkofficieel) January 22, 2024 Kortrijk er sem fyrr í neðsta sæti deildarinnar, nú með 13 stig eða átta frá öruggu sæti. Neðstu fjögur lið belgísku úrvalsdeildarinnar fara í sérstakt umspil um hvaða lið fellur. Neðstu tvö liðin falla á meðan liðið í 14. sæti – því þriðja neðsta – fer í umspil við liðið í 3. sæti í B-deildinni um sæti í efstu deild. Fótbolti Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Sjá meira
Það kom verulega á óvart þegar Freyr skipti Lyngby út fyrir Kortrijk. Eftir að hafa á einhvern ótrúlegan hátt haldið Lyngby í efstu deild Danmerkur á síðustu leiktíð þá var liðið að gera fínt mót þegar yfirstandandi tímabil er hálfnað. Freyr fékk hins vegar tilboð frá Kortrijk, sem situr í botnsæti Belgíu og þarf á álíka kraftaverki að halda og Lyngby framkvæmdi á síðustu leiktíð. Freyr virðist elska áskoranir og hélt til Belgíu. Þar byrjar hann með látum. „Níu mínútur strákar, níu mínútur í byrjunina á nýju upphafi. Við förum út á völl saman og við yfirgefum völlinn saman. Vinnið fyrir hvern annan, njótið þess. Farið út og brosið, njótið og farið út saman, komið inn saman og trúið því að við förum heim með þrjú stig. Njótið þess,“ sagði Freyr í ræðu sinni fyrir leik við mikið lófaklapp. "Met deze attitude & werklust kunnen we mooie dingen laten zien!" Op naar zaterdag, Kerels! #STAKVK #AltijdEenKerel pic.twitter.com/DnytHEatAq— KV Kortrijk (@kvkofficieel) January 22, 2024 „Allt getur gerst, búist við hinum óvænta eins og þegar við skoruðum markið. Við komum saman og við förum saman. Trúið, vinnið fyrir hvern annan og klárið þetta verkefni,“ sagði Freyr ástríðufullur í hálfleik. „Til hamingju, þið eigið þetta virkilega skilið. Með þessu hugarfari og þessari vinnusemi getum við gert magnaða hluti,“ sagði Breiðhyltingurinn Freyr að leik loknum. Ræðuna og myndband Kortrijk í tilefni sigursins má sjá hér að ofan. Happy Monday #STAKVK #AltijdEenKerel pic.twitter.com/ygxfQgXUSa— KV Kortrijk (@kvkofficieel) January 22, 2024 Kortrijk er sem fyrr í neðsta sæti deildarinnar, nú með 13 stig eða átta frá öruggu sæti. Neðstu fjögur lið belgísku úrvalsdeildarinnar fara í sérstakt umspil um hvaða lið fellur. Neðstu tvö liðin falla á meðan liðið í 14. sæti – því þriðja neðsta – fer í umspil við liðið í 3. sæti í B-deildinni um sæti í efstu deild.
Fótbolti Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Sjá meira