Innlent

Opna þjónustu­mið­stöð fyrir Grind­víkinga í Reykja­nes­bæ

Árni Sæberg skrifar
Þjónustumiðstöðin verður opnuð í húsnæði Rauða krossins í Reykjanesbæ.
Þjónustumiðstöðin verður opnuð í húsnæði Rauða krossins í Reykjanesbæ. Já.is

Ríkislögreglustjóri, í samstarfi við Rauða krossinn og Grindavíkurbæ, mun opna þjónustumiðstöð á morgun, þriðjudaginn 23. janúar klukkan 14. Þjónustumiðstöðin verður til húsa í húsi Rauða krossins að Smiðjuvöllum 9 í Reykjanesbæ. Opnunartími verður á mánudögum, þriðjudögum og föstudögum milli klukkan 14 og 17.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Grindavíkurbæjar. Þar segir að verkefni þjónustumiðstöðvar felist í stuðningi við íbúa Grindavíkurbæjar og aðra sem á einhvern hátt hafa orðið fyrir áhrifum jarðhræringanna á Reykjanesi. 

Þar verði boðið upp á samveru og kaffibolla. Ráðgjöf verði veitt af starfsfólki Grindavíkurbæjar og Rauði krossinn bjóði upp á sálfélagslegan stuðning.

Þjónustumiðstöðin í Tollhúsinu í Reykjavík verði áfram opin alla virka daga milli klukkan 10 og 17. Einnig sé hægt að hafa samband í síma 855 2787 og í netfangið fyrirspurnir@almannavarnir.is.


Tengdar fréttir

Opna þjónustu­mið­stöð fyrir Grind­víkinga í Toll­húsinu

Á morgun verður opnuð þjónustumiðstöð í Tollhúsinu við Tryggvagötu, fyrir Grindvíkinga og aðra sem hafa orðið fyrir áhrifum jarðhræringanna á Reykjanesskaga. Boðið verður upp á samveru, stuðning, ráðgjöf og fræðslu. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×