Ein starfhæf fæðingardeild á Gasa Sunna Sæmundsdóttir skrifar 19. janúar 2024 19:15 Um tuttugu þúsund börn hafa komið í heiminn á Gasa frá upphafi átakanna. AP Sameinuðu þjóðirnar ítreka ákall um vopnahlé á Gaza. Einungis ein fæðingardeild er starfhæf á svæðinu og starfsfólk segir ástandið grafalvarlegt. Nærri tuttugu þúsund börn hafa komið í heiminn á Gasa frá því að átökin brutust út fyrir ríflega hundrað dögum - í síversnandi aðstæður. Einungis ein fæðingardeild er enn starfhæf og þar dvelja einnig fyrirburar, nýburar og stundum mæður þeirra sem hafa verið flutt frá öðrum sjúkrahúsum. Ein móðirin sem dvelur þar ásamt nýfæddri stúlku segir aðstæðurnar martraðakenndar. „Ég fékk hríðar, varð að undirgangast keisaraskurð og fæddi dóttur. Þegar ég vaknaði eftir uppskurðinn var mér sagt að ég þyrfti að yfirgefa sjúkrahúsið án tafar,“ segir Wisam Al Masri sem var flutt yfir á fæðingardeildina á Al-Helal Al-Emarati-sjúkrahúsinu í Rafah. Læknar og hjálparstarfsmenn segja brýna þörf á öllum nauðsynjum þrátt fyrir að lyfjum og sjúkragögnum hafi verið hleypt inn á svæðið síðustu daga. Aðeins ein fæðingardeild er sögð starfhæf á Gasa.vísir/AP „Ástandið er grafalvarlegt. Hjúkrunarfræðingarnir sem við töluðum við sögðu að fjöldi barnshafandi mæðra sem komu á sjúkrahúsið hafi tuttugufaldast undanfarið og að mörg barnanna væru veik sökum loftmengunar sem mæður þeirra hefðu mátt þola af völdum sprengiárásanna. Sumar mæðranna lifðu barnsburðinn ekki af,“ segir Tess Ingram, talskona UNICEF, sem skoðaði aðstæður á fæðingardeildinni. Yfirmaður palestínsku flóttamannastofnunar SÞ segir börn á svæðinu hafa orðið fyrir miklu áfalli og auk þess séu skólar sundursprengdir. Jafnvel þótt átökunum linni á morgun sé langt í að lífið komist í nokkuð eðlilegt horf.vísir/AP Talið er að um sextíu prósent af öllu húsnæði á Gasa sé ýmist ónýtt eða skemmt og níu af hverjum tíu skólum hafa orðið fyrir töluverðum skemmdum. Sameinuðu þjóðirnar ítrekuðu í dag ákall um vopnahlé og yfirmaður palestínsku flóttamannastofnunar SÞ lýsti í dag miklum áhyggjum af framtíð svæðisins. Um tuttugu og fjögur þúsund manns hafa látist í árásum Ísraelshers á Gasa.vísir/AP „Jafnvel þótt hernaðaraðgerðum yrði hætt á morgun yrði ekki hægt að hefja kennslu á ný. Börnin hér á svæðinu hafa orðið fyrir alvarlegu áfalli og glíma við áfallastreituröskun. Fjölskyldurnar hafa mátt þola margvísleg áföll og kennararnir hafa mátt þola stórkostleg áföll. Við höfum ekki í öruggt skjól að venda og við höfum ekki aðgang að nauðsynlegum grunnvirkjum. Það tekur sinn tíma að bæta úr þessu. Eftir því sem tíminn líður grefur reiði og gremja um sig síðar meir. Einnig biturleiki og jafnvel hatur,“ segir Philippe Lazzarin iyfirmaður palestínsku flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Pallborðið: Síðasta einvígið Innlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Sjá meira
Nærri tuttugu þúsund börn hafa komið í heiminn á Gasa frá því að átökin brutust út fyrir ríflega hundrað dögum - í síversnandi aðstæður. Einungis ein fæðingardeild er enn starfhæf og þar dvelja einnig fyrirburar, nýburar og stundum mæður þeirra sem hafa verið flutt frá öðrum sjúkrahúsum. Ein móðirin sem dvelur þar ásamt nýfæddri stúlku segir aðstæðurnar martraðakenndar. „Ég fékk hríðar, varð að undirgangast keisaraskurð og fæddi dóttur. Þegar ég vaknaði eftir uppskurðinn var mér sagt að ég þyrfti að yfirgefa sjúkrahúsið án tafar,“ segir Wisam Al Masri sem var flutt yfir á fæðingardeildina á Al-Helal Al-Emarati-sjúkrahúsinu í Rafah. Læknar og hjálparstarfsmenn segja brýna þörf á öllum nauðsynjum þrátt fyrir að lyfjum og sjúkragögnum hafi verið hleypt inn á svæðið síðustu daga. Aðeins ein fæðingardeild er sögð starfhæf á Gasa.vísir/AP „Ástandið er grafalvarlegt. Hjúkrunarfræðingarnir sem við töluðum við sögðu að fjöldi barnshafandi mæðra sem komu á sjúkrahúsið hafi tuttugufaldast undanfarið og að mörg barnanna væru veik sökum loftmengunar sem mæður þeirra hefðu mátt þola af völdum sprengiárásanna. Sumar mæðranna lifðu barnsburðinn ekki af,“ segir Tess Ingram, talskona UNICEF, sem skoðaði aðstæður á fæðingardeildinni. Yfirmaður palestínsku flóttamannastofnunar SÞ segir börn á svæðinu hafa orðið fyrir miklu áfalli og auk þess séu skólar sundursprengdir. Jafnvel þótt átökunum linni á morgun sé langt í að lífið komist í nokkuð eðlilegt horf.vísir/AP Talið er að um sextíu prósent af öllu húsnæði á Gasa sé ýmist ónýtt eða skemmt og níu af hverjum tíu skólum hafa orðið fyrir töluverðum skemmdum. Sameinuðu þjóðirnar ítrekuðu í dag ákall um vopnahlé og yfirmaður palestínsku flóttamannastofnunar SÞ lýsti í dag miklum áhyggjum af framtíð svæðisins. Um tuttugu og fjögur þúsund manns hafa látist í árásum Ísraelshers á Gasa.vísir/AP „Jafnvel þótt hernaðaraðgerðum yrði hætt á morgun yrði ekki hægt að hefja kennslu á ný. Börnin hér á svæðinu hafa orðið fyrir alvarlegu áfalli og glíma við áfallastreituröskun. Fjölskyldurnar hafa mátt þola margvísleg áföll og kennararnir hafa mátt þola stórkostleg áföll. Við höfum ekki í öruggt skjól að venda og við höfum ekki aðgang að nauðsynlegum grunnvirkjum. Það tekur sinn tíma að bæta úr þessu. Eftir því sem tíminn líður grefur reiði og gremja um sig síðar meir. Einnig biturleiki og jafnvel hatur,“ segir Philippe Lazzarin iyfirmaður palestínsku flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Pallborðið: Síðasta einvígið Innlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“