Mótmælir stofnun Palestínuríkis að loknum átökum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. janúar 2024 06:27 Benjamín Netanjahú segir ekki koma til greina að taka upp tveggja ríkja lausnina að loknum átökum. AP Photo/Ohad Zwigenberg Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísrael segist hafa mótmælt því við Bandaríkin að Palestínuríki verði stofnað þegar átökunum á Gasaströndinni lýkur. Um 25 þúsund Palestínumenn hafa verið drepnir á Gasa frá því í október. Netanjahú tilkynnti þess afstöðu sína á blaðamannafundi í gær þar sem hann hét því jafnframt að innrásin á Gasa haldi áfram þar til „alger sigur“ hefur náðst. Hann bætti því við að það fælist í því að uppræta Hamas-samtökin alveg og endurheimta ísraelska gísla, sem gæti tekið marga mánuði í viðbót. Samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Gasa hafa nærri 25 þúsund fallið frá upphafi árása Ísrael í október og 85% prósent íbúa strandarinnar eru sögð á vergangi. Ísraelar hafa sætt nokkrum þrýstingi, sérstaklega undanfarnar vikur, að setjast við samningsborðið og draga fram tveggja ríkja lausnina. Bæði andstæðingar Ísrael hafa verið í þessum flokki en líka bestu bandamenn, það er að segja Bandaríkin. Tveggja ríkja lausnin felst í því að Ísrael og Palestína lifi í sátt og samlyndi og hefur þessi lausn verið til umræðu í nokkra áratugi. Flestir hafa vonast til þess að ráðamenn í Ísrael sjái það að tveggja ríkja lausnin sé sú eina, í bili að minnsta kosti, sem er í boði til að stöðva blóðbaðið sem nú er á Gasa. Netanjahú virðist þó síður en svo viljugur til að láta undan. Hann sagði á blaðamannafundinum í gær að Ísrael verði að ráða ríkjum á öllu því landi sem finna megi vestan Jórdanár, sem telur auðvitað landsvæði Palestínu. „Þetta er nauðsynleg krafa og er í andstöðu við hugmyndina um palestínskt fullveldi. Hvað annað á að gera? Ég hef sagt amerískum vinum okkar þetta og ég hef líka lokað á allar tilraunir þeirra til þvinga okkur í aðstæður sem myndu stofna öryggi Ísraels í hættu,“ sagði Netanjahú. Orð Netanjahú koma ekkert sérstaklega á óvart enda hefur hann á öllum sínum stjórnmálaferli mótmælt Palestínuríki. Í síðasta mánuði lýsti hann því til dæmis stoltur yfir að hann hefði komið í veg fyrir stofnun Palestínuríkis hefði hann getað það. Það kemur hins vegar á óvart að hann skuli mótmæla afstöðu Bandaríkjanna svo harkalega opinberlega. Bandaríkin hafa undanfarna mánuði verið fremst í flokki til að verja rétt Ísraels til varna en eftir því sem mannfall á Gasaströndinni hefur aukist og aðstæður þar verða skelfilegri hafa vestræn stjórnvöld kallað eftir því að Ísrael haldi aftur af sér. Ísrael Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Tengdar fréttir Án aðgerða verði útrýming palestínsku þjóðarinnar algjör Málflutningur hófst í dag í máli Suður-Afríku gegn Ísrael, sem rekið er fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag. Suður-Afríka sakar Ísrael um þjóðarmorð á Palestínumönnum og biðlar til dómstólsins að skipa Ísraelsmönnum að hætta tafarlaust hernaði í Gasa. Dómsmálaráðherra Suður-Afríku sparaði ekki orðin í ræðu sinni. 11. janúar 2024 21:47 Enn eykst mannfall á Gasa og átök milli Hezbollah og Ísrael harðna Ísrael og líbönsku hernaðarsamtökin Hezbollah hafa skipst á loftárásum í dag í hörðustu landamæraátökum milli landanna í nokkrar vikur. Í Gaza einbeitir Ísraelsher árásum sínum nú að suðurhlutanum þar sem 2,3 milljónir Palestínubúa hírast á litlu svæði. 7. janúar 2024 00:14 Gantz hótar átökum við Hezbollah Benny Ganz, ráðherra í ríkisstjórn Ísraels, segir að ísraelski herinn muni ráðast gegn hersveitum Hezbollah samtakanna í Líbanon ef árásir á Ísrael frá landamærunum halda áfram. 28. desember 2023 07:33 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Netanjahú tilkynnti þess afstöðu sína á blaðamannafundi í gær þar sem hann hét því jafnframt að innrásin á Gasa haldi áfram þar til „alger sigur“ hefur náðst. Hann bætti því við að það fælist í því að uppræta Hamas-samtökin alveg og endurheimta ísraelska gísla, sem gæti tekið marga mánuði í viðbót. Samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Gasa hafa nærri 25 þúsund fallið frá upphafi árása Ísrael í október og 85% prósent íbúa strandarinnar eru sögð á vergangi. Ísraelar hafa sætt nokkrum þrýstingi, sérstaklega undanfarnar vikur, að setjast við samningsborðið og draga fram tveggja ríkja lausnina. Bæði andstæðingar Ísrael hafa verið í þessum flokki en líka bestu bandamenn, það er að segja Bandaríkin. Tveggja ríkja lausnin felst í því að Ísrael og Palestína lifi í sátt og samlyndi og hefur þessi lausn verið til umræðu í nokkra áratugi. Flestir hafa vonast til þess að ráðamenn í Ísrael sjái það að tveggja ríkja lausnin sé sú eina, í bili að minnsta kosti, sem er í boði til að stöðva blóðbaðið sem nú er á Gasa. Netanjahú virðist þó síður en svo viljugur til að láta undan. Hann sagði á blaðamannafundinum í gær að Ísrael verði að ráða ríkjum á öllu því landi sem finna megi vestan Jórdanár, sem telur auðvitað landsvæði Palestínu. „Þetta er nauðsynleg krafa og er í andstöðu við hugmyndina um palestínskt fullveldi. Hvað annað á að gera? Ég hef sagt amerískum vinum okkar þetta og ég hef líka lokað á allar tilraunir þeirra til þvinga okkur í aðstæður sem myndu stofna öryggi Ísraels í hættu,“ sagði Netanjahú. Orð Netanjahú koma ekkert sérstaklega á óvart enda hefur hann á öllum sínum stjórnmálaferli mótmælt Palestínuríki. Í síðasta mánuði lýsti hann því til dæmis stoltur yfir að hann hefði komið í veg fyrir stofnun Palestínuríkis hefði hann getað það. Það kemur hins vegar á óvart að hann skuli mótmæla afstöðu Bandaríkjanna svo harkalega opinberlega. Bandaríkin hafa undanfarna mánuði verið fremst í flokki til að verja rétt Ísraels til varna en eftir því sem mannfall á Gasaströndinni hefur aukist og aðstæður þar verða skelfilegri hafa vestræn stjórnvöld kallað eftir því að Ísrael haldi aftur af sér.
Ísrael Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Tengdar fréttir Án aðgerða verði útrýming palestínsku þjóðarinnar algjör Málflutningur hófst í dag í máli Suður-Afríku gegn Ísrael, sem rekið er fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag. Suður-Afríka sakar Ísrael um þjóðarmorð á Palestínumönnum og biðlar til dómstólsins að skipa Ísraelsmönnum að hætta tafarlaust hernaði í Gasa. Dómsmálaráðherra Suður-Afríku sparaði ekki orðin í ræðu sinni. 11. janúar 2024 21:47 Enn eykst mannfall á Gasa og átök milli Hezbollah og Ísrael harðna Ísrael og líbönsku hernaðarsamtökin Hezbollah hafa skipst á loftárásum í dag í hörðustu landamæraátökum milli landanna í nokkrar vikur. Í Gaza einbeitir Ísraelsher árásum sínum nú að suðurhlutanum þar sem 2,3 milljónir Palestínubúa hírast á litlu svæði. 7. janúar 2024 00:14 Gantz hótar átökum við Hezbollah Benny Ganz, ráðherra í ríkisstjórn Ísraels, segir að ísraelski herinn muni ráðast gegn hersveitum Hezbollah samtakanna í Líbanon ef árásir á Ísrael frá landamærunum halda áfram. 28. desember 2023 07:33 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Án aðgerða verði útrýming palestínsku þjóðarinnar algjör Málflutningur hófst í dag í máli Suður-Afríku gegn Ísrael, sem rekið er fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag. Suður-Afríka sakar Ísrael um þjóðarmorð á Palestínumönnum og biðlar til dómstólsins að skipa Ísraelsmönnum að hætta tafarlaust hernaði í Gasa. Dómsmálaráðherra Suður-Afríku sparaði ekki orðin í ræðu sinni. 11. janúar 2024 21:47
Enn eykst mannfall á Gasa og átök milli Hezbollah og Ísrael harðna Ísrael og líbönsku hernaðarsamtökin Hezbollah hafa skipst á loftárásum í dag í hörðustu landamæraátökum milli landanna í nokkrar vikur. Í Gaza einbeitir Ísraelsher árásum sínum nú að suðurhlutanum þar sem 2,3 milljónir Palestínubúa hírast á litlu svæði. 7. janúar 2024 00:14
Gantz hótar átökum við Hezbollah Benny Ganz, ráðherra í ríkisstjórn Ísraels, segir að ísraelski herinn muni ráðast gegn hersveitum Hezbollah samtakanna í Líbanon ef árásir á Ísrael frá landamærunum halda áfram. 28. desember 2023 07:33
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent