Fótbolti

Atletico fleygði Real úr keppni

Dagur Lárusson skrifar
Leikmenn Atletico fagna.
Leikmenn Atletico fagna. Vísir/Getty

Atletico Madrid gerði sér lítið fyrir og fleygði grönnum sínum í Real Madrid úr keppni í spænska Konungsbikarnum eftir framlengdann leik

Þetta var annar leikur liðanna í keppninni þar sem liðin skildu jöfn í hádramatísku janftefli í síðustu viku en það var Samuel Lino sem kom Atletico Madrid á bragðið á 39. mínútu í þessum leik.

Allt stefndi í að Atletico færi með forystuna í hálfleikinn en þá skoraði markvörður liðsins, Jan Oblak, sjálfsmark og var staðan því 1-1 í hálfleik.

Alvaru Morata kom síðan Atletico aftur yfir á 57. mínútu en Joselu jafnaði metin fyrir Real Madrid þegar skammt var til leiksloka.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í venjulegum leiktíma og því þurfti að grípa til framlengingar en þar höfðu leikmenn Atletico yfirhöndina og skoruðu tvö mörk gegn engu frá Real. Fyrst var það Antoine Griezmann sem skoraði á 100. mínútu og svo var það Rodrigo Riquelme sem skoraði á 119. mínútu.

Leikmenn sem og stuðningsmenn Atletico fögnuðu vel og innilega í leikslok en liðið er nú komið í átta liða úrslit spænska Konungsbikarsins á meðan grannar þeirra í Real Madrid sitja eftir með sárt ennið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×