Íslenski boltinn

Grind­víkingar fá Laugar­dals­völl að öllum líkindum

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Karla- og kvennalið knattspyrnudeildar Grindavíkur munu að öllum líkindum spila heimaleiki sína á Laugardalsvelli.
Karla- og kvennalið knattspyrnudeildar Grindavíkur munu að öllum líkindum spila heimaleiki sína á Laugardalsvelli. Vísir/Vilhelm

Knattspyrnulið Grindavíkur mun að öllum líkindum spila heimaleiki sína á Laugardalsvelli í sumar en endanlega ákvörðun verður tekin í næstu viku.

Haukur Guðberg Einarsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Grindavíkur, greinir frá þessu í samtali við Vísi.

„Við vorum á leiðinni heim og ég var búinn að ákveða að hafa heimavöllinn í Grindavík í sumar en það breyttist heldur betur í seinni atrennunni sem við lentum í,“ segir hann og á þar við seinna eldgosið við Grindavík.

„Þá átti ég góðan fund með Vöndu og Klöru og við þurftum að fá núllpunkt í heimavöll þannig það verður mjög líklega Laugardalsvöllur hjá bæði meistaraflokki karla og kvenna,“ segir Haukur Guðberg og bætir við „við þurftum bara að taka formlega ákvörðun um að hafa Grindavíkurvöll ekki sem heimavöll.“

Þú segir mjög líklegt, ertu með prósentu á því?

„Það er 90 prósent,“ segir hann um líkurnar á að Laugardalsvöllur verði heimavöllur liðsins.

Hvenær heldurðu að það verði endanlega staðfest?

„Það verður eftir einhverja daga, viku, eitthvað svoleiðis,“ segir hann og bætir við að undirbúningsvinna hvað varðar heimaleiki barna- og unglingastarfs Grindavíkur sé í fullum gangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×