Byggð verið skipulögð án þess að huga að náttúruvá Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. janúar 2024 09:59 Þorvaldur segir að huga þurfi betur að náttúruvá þegar verið að er að byggja upp mannvirki og byggð. Vísir/Arnar Eldfjallafræðingur segir ekki hafa verið hugað nógu vel að náttúruvá þegar byggð og innviðir hafi verið byggð upp á undanförnum áratugum. Huga þurfi að vörnum áður en til neyðarástands komi. „Þetta er spurning um vilja en það er mikilvægt að við förum að hugsa aðeins um forvarnir og hvernig við getum búið okkur undir þessa atburði því að þeir munu endurtaka sig. Við erum í umbrotahrinu núna og þessir atburðir eru tíðir í augnablikinu,“ segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. Hann var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þetta getur haldið áfram í einhvern tíma, eins og hefur komið fram. Þetta sem er í gangi akkúrat núna getur endurtekið sig á næstu vikum og mánuðum nokkrum sinnum og síðan getur sá fasi varað töluvert lengur, jafnvel einhver ár. Svo þegar það er búið þá fáum við kannski pásu í einhvern tíma en svo getur það byrjað aftur á annarri gosrein á Reykjanesskaganum og þetta mun endurtaka sig þannig.“ Ekki tekið tillit til náttúruvár Er Reykjanesskaginn algjört ólíkindatól? „Ekki svo mikið ólíkindartól. Við vitum nokkurn veginn hvað hann mun gera og hvert mynstrið almennt verður. En við vitum ekki nákvæma tímasetningu eða nákvæma staðsetningu fyrir fram. Það er ákveðin óvissa sem fylgir sem ég veit að er erfitt fyrir fólk að takast á við.“ Inntur eftir því hvort mannvirki hafi á undanförnum áratugum verið reist á „vitlausum stöðum“ á Reykjanesi, miðað við það sem vitað er, segir Þorvaldur það ekki endilega málið. „Við vorum kannski að reisa mannvirki og skipuleggja byggð án þess að hugsa um náttúruvána eða náttúruna, hvað hún getur gert á Reykjanesskaga. Við tókum ekki tillit til þess.“ Þurfi að plana betur til framtíðar Búið sé að kortleggja sprungur og fleira á landinu öllu, sem hægt sé að taka tillit til þegar innviðir og byggð er byggð upp. „Það er búið að gera heilmikið og við höfum notað þessi gögn. Það er hægt að vinna mat á vánni, gera hættumat og áhættumat, og við höfum gert langtímamat fyrir Reykjanesið. Það er til og hvar er líklegast að gjósi. Við vitum um það bil tíðni gosa,“ segir Þorvaldur. „Auðvitað þurfum við að plana til framtíðar og hugsa þetta fyrir fram. Sem dæmi, ef við teljum að einhverjir ákveðnir innviðir séu í hættu vegna hraunflæðis þá erum við búin að gera herma og spá fyrir um líklegustu leiðir, þá getum við farið að hugsa að setja þurfi upp einhverjar leiðavarnir hér og þar til að leiða hraunið frá innviðum og reyna að koma því í sjó fram, þar sem það veldur minnstum skaða.“ Hlusta má á viðtalið við Þorvald í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Bítið Almannavarnir Skipulag Tengdar fréttir Telur ríkið eiga að kaupa allt íbúðarhúsnæði í Grindavík Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að ríkið eigi að kaupa Grindvíkinga út og tekur þannig undir hugmyndir Vilhjálms Árnasonar, þingmanns sama flokks og íbúa í Grindavík. Þetta segir Óli Björn í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. 17. janúar 2024 09:03 Heitt vatn og rafmagn komið á í Grindavík að mestu Aðgerðir gengu vel í dag hjá HS Veitum í Grindavík og er nú komið heitt vatn og rafmagn á stóran hluta bæjarins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Veitum. 16. janúar 2024 19:42 Kvikusöfnun heldur áfram Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi með svipuðum hraða og fyrir tvö síðustu gos. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu íslands, en þar segir að um sé að ræða niðurstöðu samráðsfundar vísindamanna sem haldinn var í morgun. 16. janúar 2024 17:27 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent Fleiri fréttir „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Sjá meira
„Þetta er spurning um vilja en það er mikilvægt að við förum að hugsa aðeins um forvarnir og hvernig við getum búið okkur undir þessa atburði því að þeir munu endurtaka sig. Við erum í umbrotahrinu núna og þessir atburðir eru tíðir í augnablikinu,“ segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. Hann var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þetta getur haldið áfram í einhvern tíma, eins og hefur komið fram. Þetta sem er í gangi akkúrat núna getur endurtekið sig á næstu vikum og mánuðum nokkrum sinnum og síðan getur sá fasi varað töluvert lengur, jafnvel einhver ár. Svo þegar það er búið þá fáum við kannski pásu í einhvern tíma en svo getur það byrjað aftur á annarri gosrein á Reykjanesskaganum og þetta mun endurtaka sig þannig.“ Ekki tekið tillit til náttúruvár Er Reykjanesskaginn algjört ólíkindatól? „Ekki svo mikið ólíkindartól. Við vitum nokkurn veginn hvað hann mun gera og hvert mynstrið almennt verður. En við vitum ekki nákvæma tímasetningu eða nákvæma staðsetningu fyrir fram. Það er ákveðin óvissa sem fylgir sem ég veit að er erfitt fyrir fólk að takast á við.“ Inntur eftir því hvort mannvirki hafi á undanförnum áratugum verið reist á „vitlausum stöðum“ á Reykjanesi, miðað við það sem vitað er, segir Þorvaldur það ekki endilega málið. „Við vorum kannski að reisa mannvirki og skipuleggja byggð án þess að hugsa um náttúruvána eða náttúruna, hvað hún getur gert á Reykjanesskaga. Við tókum ekki tillit til þess.“ Þurfi að plana betur til framtíðar Búið sé að kortleggja sprungur og fleira á landinu öllu, sem hægt sé að taka tillit til þegar innviðir og byggð er byggð upp. „Það er búið að gera heilmikið og við höfum notað þessi gögn. Það er hægt að vinna mat á vánni, gera hættumat og áhættumat, og við höfum gert langtímamat fyrir Reykjanesið. Það er til og hvar er líklegast að gjósi. Við vitum um það bil tíðni gosa,“ segir Þorvaldur. „Auðvitað þurfum við að plana til framtíðar og hugsa þetta fyrir fram. Sem dæmi, ef við teljum að einhverjir ákveðnir innviðir séu í hættu vegna hraunflæðis þá erum við búin að gera herma og spá fyrir um líklegustu leiðir, þá getum við farið að hugsa að setja þurfi upp einhverjar leiðavarnir hér og þar til að leiða hraunið frá innviðum og reyna að koma því í sjó fram, þar sem það veldur minnstum skaða.“ Hlusta má á viðtalið við Þorvald í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Bítið Almannavarnir Skipulag Tengdar fréttir Telur ríkið eiga að kaupa allt íbúðarhúsnæði í Grindavík Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að ríkið eigi að kaupa Grindvíkinga út og tekur þannig undir hugmyndir Vilhjálms Árnasonar, þingmanns sama flokks og íbúa í Grindavík. Þetta segir Óli Björn í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. 17. janúar 2024 09:03 Heitt vatn og rafmagn komið á í Grindavík að mestu Aðgerðir gengu vel í dag hjá HS Veitum í Grindavík og er nú komið heitt vatn og rafmagn á stóran hluta bæjarins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Veitum. 16. janúar 2024 19:42 Kvikusöfnun heldur áfram Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi með svipuðum hraða og fyrir tvö síðustu gos. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu íslands, en þar segir að um sé að ræða niðurstöðu samráðsfundar vísindamanna sem haldinn var í morgun. 16. janúar 2024 17:27 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent Fleiri fréttir „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Sjá meira
Telur ríkið eiga að kaupa allt íbúðarhúsnæði í Grindavík Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að ríkið eigi að kaupa Grindvíkinga út og tekur þannig undir hugmyndir Vilhjálms Árnasonar, þingmanns sama flokks og íbúa í Grindavík. Þetta segir Óli Björn í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. 17. janúar 2024 09:03
Heitt vatn og rafmagn komið á í Grindavík að mestu Aðgerðir gengu vel í dag hjá HS Veitum í Grindavík og er nú komið heitt vatn og rafmagn á stóran hluta bæjarins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Veitum. 16. janúar 2024 19:42
Kvikusöfnun heldur áfram Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi með svipuðum hraða og fyrir tvö síðustu gos. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu íslands, en þar segir að um sé að ræða niðurstöðu samráðsfundar vísindamanna sem haldinn var í morgun. 16. janúar 2024 17:27