Telur ríkið eiga að kaupa allt íbúðarhúsnæði í Grindavík Lovísa Arnardóttir skrifar 17. janúar 2024 09:03 Óli Björn segir það tryggja fjárhagslegt og andlegt sjálfstæði Grindvíkinga að ríkið kaupi þau út. Vísir/Vilhelm Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að ríkið eigi að kaupa Grindvíkinga út og tekur þannig undir hugmyndir Vilhjálms Árnasonar, þingmanns sama flokks og íbúa í Grindavík. Þetta segir Óli Björn í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Hann segir að það sé ljóst eftir atburði sunnudags, þegar eldgos hófst við bæinn, að við þurfum að aðlaga okkur að nýjum veruleika. Grindvíkingar séu líklega ekki á leið heim í bráð og það þurfi að taka á því. „Þetta er verkefni sem Íslendingar komast ekki undan og það verður ekki leyst nema í samvinnu íbúa, sveitarfélaga, ríkisins og vísindamanna. Og það mun taka mörg ár,“ segir Óli Björn í grein sinni. Andlega tjónið erfitt líka Hann segir það ljóst að eignatjónið sé verulegt, en það sé andlega tjónið líka. Það sé erfiðara að vinna á því. „Nagandi óvissa um framtíðina fer illa með okkur öll. Grindvíkingar vita ekkert hvað framtíðin ber í skauti sér – hvenær og hvort þeir geta snúið aftur til síns heima. Einhverjir hafa þegar tekið ákvörðun um koma ekki aftur til baka. Slíka ákvörðun ber að virða og allt barnafólk hefur á henni skilning,“ segir hann og að yfirvöldum beri skylda til þess að veita Grindvíkingum von og gefa þeim tækifæri til að ráða örlögum sínum. „Ríkið á að bjóðast til að kaupa allt íbúðarhúsnæði í Grindavík fyrir utan það sem Náttúruhamfaratrygging hefur dæmt ónýtt og mun því bæta,“ segir Óli Björn í grein sinni og að um leið eigi að tryggja eigendum forkaupsrétt að eignum sínum ef og þegar þessu óvissuástandi lýkur og þeir ákveði að snúa aftur til Grindavíkur. Þannig fái þau fjárhagslegt og andlegt svigrúm til að koma lífi sínu í fastari skorður. Greinina er hægt að lesa í Morgunblaðinu í dag. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Rekstur hins opinbera Húsnæðismál Tengdar fréttir Landris heldur áfram við Svartsengi Landris heldur áfram við Svartsengi og kvika safnast enn upp. Tæplega sextíu jarðskjálftar hafa mælst í kvikuganginum frá miðnætti. Staðan er þó meira og minna óbreytt. 17. janúar 2024 07:47 Svona var íbúafundur Grindvíkinga í kvöld Íbúafundur íbúa Grindavíkurbæjar í Laugardalshöll fór fram í dag. Margar spurningar brunnu á Grindvíkingum, og sneru margar að skorti á langtímaáætlunum þeim til stuðnings, nú þegar ljóst virðist orðið að hættan á eldsumbrotum inni í bænum er ekki á förum. 16. janúar 2024 20:39 Heitt vatn og rafmagn komið á í Grindavík að mestu Aðgerðir gengu vel í dag hjá HS Veitum í Grindavík og er nú komið heitt vatn og rafmagn á stóran hluta bæjarins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Veitum. 16. janúar 2024 19:42 Erfiðast að sjá eigið hús ekki brunnið Íbúi Grindavíkur segir að erfiðasti dagurinn frá því að bærinn var rýmdur þann 10. nóvember síðastliðinn hafa verið þegar hún vaknaði einn morguninn í vikunni og sá að húsið hennar var ekki brunnið. 16. janúar 2024 19:03 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Hann segir að það sé ljóst eftir atburði sunnudags, þegar eldgos hófst við bæinn, að við þurfum að aðlaga okkur að nýjum veruleika. Grindvíkingar séu líklega ekki á leið heim í bráð og það þurfi að taka á því. „Þetta er verkefni sem Íslendingar komast ekki undan og það verður ekki leyst nema í samvinnu íbúa, sveitarfélaga, ríkisins og vísindamanna. Og það mun taka mörg ár,“ segir Óli Björn í grein sinni. Andlega tjónið erfitt líka Hann segir það ljóst að eignatjónið sé verulegt, en það sé andlega tjónið líka. Það sé erfiðara að vinna á því. „Nagandi óvissa um framtíðina fer illa með okkur öll. Grindvíkingar vita ekkert hvað framtíðin ber í skauti sér – hvenær og hvort þeir geta snúið aftur til síns heima. Einhverjir hafa þegar tekið ákvörðun um koma ekki aftur til baka. Slíka ákvörðun ber að virða og allt barnafólk hefur á henni skilning,“ segir hann og að yfirvöldum beri skylda til þess að veita Grindvíkingum von og gefa þeim tækifæri til að ráða örlögum sínum. „Ríkið á að bjóðast til að kaupa allt íbúðarhúsnæði í Grindavík fyrir utan það sem Náttúruhamfaratrygging hefur dæmt ónýtt og mun því bæta,“ segir Óli Björn í grein sinni og að um leið eigi að tryggja eigendum forkaupsrétt að eignum sínum ef og þegar þessu óvissuástandi lýkur og þeir ákveði að snúa aftur til Grindavíkur. Þannig fái þau fjárhagslegt og andlegt svigrúm til að koma lífi sínu í fastari skorður. Greinina er hægt að lesa í Morgunblaðinu í dag.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Rekstur hins opinbera Húsnæðismál Tengdar fréttir Landris heldur áfram við Svartsengi Landris heldur áfram við Svartsengi og kvika safnast enn upp. Tæplega sextíu jarðskjálftar hafa mælst í kvikuganginum frá miðnætti. Staðan er þó meira og minna óbreytt. 17. janúar 2024 07:47 Svona var íbúafundur Grindvíkinga í kvöld Íbúafundur íbúa Grindavíkurbæjar í Laugardalshöll fór fram í dag. Margar spurningar brunnu á Grindvíkingum, og sneru margar að skorti á langtímaáætlunum þeim til stuðnings, nú þegar ljóst virðist orðið að hættan á eldsumbrotum inni í bænum er ekki á förum. 16. janúar 2024 20:39 Heitt vatn og rafmagn komið á í Grindavík að mestu Aðgerðir gengu vel í dag hjá HS Veitum í Grindavík og er nú komið heitt vatn og rafmagn á stóran hluta bæjarins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Veitum. 16. janúar 2024 19:42 Erfiðast að sjá eigið hús ekki brunnið Íbúi Grindavíkur segir að erfiðasti dagurinn frá því að bærinn var rýmdur þann 10. nóvember síðastliðinn hafa verið þegar hún vaknaði einn morguninn í vikunni og sá að húsið hennar var ekki brunnið. 16. janúar 2024 19:03 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Landris heldur áfram við Svartsengi Landris heldur áfram við Svartsengi og kvika safnast enn upp. Tæplega sextíu jarðskjálftar hafa mælst í kvikuganginum frá miðnætti. Staðan er þó meira og minna óbreytt. 17. janúar 2024 07:47
Svona var íbúafundur Grindvíkinga í kvöld Íbúafundur íbúa Grindavíkurbæjar í Laugardalshöll fór fram í dag. Margar spurningar brunnu á Grindvíkingum, og sneru margar að skorti á langtímaáætlunum þeim til stuðnings, nú þegar ljóst virðist orðið að hættan á eldsumbrotum inni í bænum er ekki á förum. 16. janúar 2024 20:39
Heitt vatn og rafmagn komið á í Grindavík að mestu Aðgerðir gengu vel í dag hjá HS Veitum í Grindavík og er nú komið heitt vatn og rafmagn á stóran hluta bæjarins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Veitum. 16. janúar 2024 19:42
Erfiðast að sjá eigið hús ekki brunnið Íbúi Grindavíkur segir að erfiðasti dagurinn frá því að bærinn var rýmdur þann 10. nóvember síðastliðinn hafa verið þegar hún vaknaði einn morguninn í vikunni og sá að húsið hennar var ekki brunnið. 16. janúar 2024 19:03