Milljarðamæringar vilja borga meiri skatta Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 17. janúar 2024 07:34 Valerie Rockefeller (t.v.), Abigail Disney (f.m.) og Brian Cox (t.h.) eru meðal þeirra sem kalla eftir hærri sköttu á hina allra ríkustu. Vísir/Getty Rúmlega 250 milljarða- og milljónamæringar í dollurum talið hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þess er krafist að ríkisstjórnir heims hækki skattana þeirra. Yfirlýsingin sem birtist í helstu miðlum heims og ber titilinn stolt af því að borga, verður afhent valdamesta fólki heims á World Economic Forum ráðstefnunni í Davos sem nú stendur yfir. „Okkar beiðni er einföld, að þið skattleggið okkur, ríkasta fólk samfélagsins,“ segir í yfirlýsingunni. Auðmennirnir eru frá sautján ríkjum heimsins og þar á meðal má finna Valerie Rockefeller, Abigail Disney og leikara á borð við Simon Pegg og Brian Cox, en sá síðarnefndi lék milljarðamæringinn Logan Roy í sjónvarpsþáttaröðinni vinsælu Succession. Milljónamæringarnir segja í bréfinu að ójöfnuður nálgist nú suðupunkt sem hafi alvarlegar afleiðingar fyrir hagkerfi heimsins samfélög og umhverfi. Guardian fjallar um málið í dag og vísar í nýja könnun sem gerð var á meðal hinna ofurríku í heiminum þar sem fram kemur að 74% þeirra styðji við hærri skatta á þá ríkustu. Um 2300 einstaklingar svöruðu könnuninni en þeir eiga allir eignir yfir einum milljarði dollara. Fram kemur í niðurstöðum könnunarinnar að 58% studdu tillögu um 2% auðlegðarskatt fyrir fólk sem ætti meira en 10 milljónir dala, eða um 1,4 milljarða. Þá töldu 54% svarenda könnunarinnar að ójöfnuður væri hættulegur lýðræðinu. „Þessi könnun bendir til þess að allir í heiminum, þar á meðal þeir ríkustu, vilji að auðjöfrar borgi meiri skatta. Hvar eru leiðtogarnir okkar sem hafa völd til að gera þetta? Við, ríkasta fólkið, erum orðin þreytt á því að ekkert gerist og það er ekki að undra að venjulegt fólk sem lýtur lægra haldi í samfélaginu hafi misst alla þolinmæði,“ segir Guy Singh-Watson, breskur bóndi sem stofnaði matvælaþjónustuna Riverford, í samtali við Guardian. Breska stéttarfélagið TUC komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að ef ríkustu 140 þúsund mennirnir á Bretlandi þyrftu að borga aukalega 1,7% skatta myndu 10 milljarðar punda bætast við ríkissjóð á ári. Það nemur 1.7 billjónum íslenskra króna (1.743.600.000.000 kr). Verðlag Skattar og tollar Bandaríkin Bretland Tengdar fréttir Hafa tvöfaldað auð sinn á fjórum árum Fimm ríkustu menn í heimi hafa rúmlega tvöfaldað auð sinn frá árinu 2020. Á sama tíma hefur staða sextíu prósenta jarðarbúa versnað, en það eru næstum því fimm milljarðar manna. 15. janúar 2024 07:49 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Yfirlýsingin sem birtist í helstu miðlum heims og ber titilinn stolt af því að borga, verður afhent valdamesta fólki heims á World Economic Forum ráðstefnunni í Davos sem nú stendur yfir. „Okkar beiðni er einföld, að þið skattleggið okkur, ríkasta fólk samfélagsins,“ segir í yfirlýsingunni. Auðmennirnir eru frá sautján ríkjum heimsins og þar á meðal má finna Valerie Rockefeller, Abigail Disney og leikara á borð við Simon Pegg og Brian Cox, en sá síðarnefndi lék milljarðamæringinn Logan Roy í sjónvarpsþáttaröðinni vinsælu Succession. Milljónamæringarnir segja í bréfinu að ójöfnuður nálgist nú suðupunkt sem hafi alvarlegar afleiðingar fyrir hagkerfi heimsins samfélög og umhverfi. Guardian fjallar um málið í dag og vísar í nýja könnun sem gerð var á meðal hinna ofurríku í heiminum þar sem fram kemur að 74% þeirra styðji við hærri skatta á þá ríkustu. Um 2300 einstaklingar svöruðu könnuninni en þeir eiga allir eignir yfir einum milljarði dollara. Fram kemur í niðurstöðum könnunarinnar að 58% studdu tillögu um 2% auðlegðarskatt fyrir fólk sem ætti meira en 10 milljónir dala, eða um 1,4 milljarða. Þá töldu 54% svarenda könnunarinnar að ójöfnuður væri hættulegur lýðræðinu. „Þessi könnun bendir til þess að allir í heiminum, þar á meðal þeir ríkustu, vilji að auðjöfrar borgi meiri skatta. Hvar eru leiðtogarnir okkar sem hafa völd til að gera þetta? Við, ríkasta fólkið, erum orðin þreytt á því að ekkert gerist og það er ekki að undra að venjulegt fólk sem lýtur lægra haldi í samfélaginu hafi misst alla þolinmæði,“ segir Guy Singh-Watson, breskur bóndi sem stofnaði matvælaþjónustuna Riverford, í samtali við Guardian. Breska stéttarfélagið TUC komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að ef ríkustu 140 þúsund mennirnir á Bretlandi þyrftu að borga aukalega 1,7% skatta myndu 10 milljarðar punda bætast við ríkissjóð á ári. Það nemur 1.7 billjónum íslenskra króna (1.743.600.000.000 kr).
Verðlag Skattar og tollar Bandaríkin Bretland Tengdar fréttir Hafa tvöfaldað auð sinn á fjórum árum Fimm ríkustu menn í heimi hafa rúmlega tvöfaldað auð sinn frá árinu 2020. Á sama tíma hefur staða sextíu prósenta jarðarbúa versnað, en það eru næstum því fimm milljarðar manna. 15. janúar 2024 07:49 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Hafa tvöfaldað auð sinn á fjórum árum Fimm ríkustu menn í heimi hafa rúmlega tvöfaldað auð sinn frá árinu 2020. Á sama tíma hefur staða sextíu prósenta jarðarbúa versnað, en það eru næstum því fimm milljarðar manna. 15. janúar 2024 07:49