Innlent

Þrír fluttir á slysa­deild eftir al­var­legt bíl­slys í Hval­fjarðar­sveit

Bjarki Sigurðsson skrifar
Töluverð bílaröð er á veginum.
Töluverð bílaröð er á veginum. Vísir/RAX

Gatnamótum Hvalfjarðarvegar og Hringvegar hefur verið lokað eftir að umferðarslys. Um er að ræða nyrðri gatnamót veganna, nær Akranesi. Tveir bílar lentu þar í árekstri. 

Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að hjáleiðir séu um Leirársveitarveg og Svínadalsveg. Ekki er vitað hvenær vegurinn verður opnaður á ný. 

Tveir bílar lentu í árekstri við gatnamótin, einn fólksbíll og einn flutningabíll. Einn einstaklingur var í flutningabílnum en í fólksbílnum var einn farþegi auk bílstjóra. Öll þrjú hafa verið flutt á slysadeild til aðhlynningar en ekki er vitað um líðan þeirra. Mbl.is segir slysið vera alvarlegt. 

Jens Heiðar Ragnarsson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar, segir í samtali við fréttastofu að veginum verði haldið lokuðum á meðan unnið er að hreinsistarfi á vettvangi. 

Fréttin hefur verið uppfærð. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×