Ten Hag pirraður yfir aulamörkum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. janúar 2024 23:31 Ten Hag á hliðarlínunni í dag. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, var ósáttur með mörkin sem hans menn fengu á sig í 2-2 jafntefli dagsins við Tottenham Hotspur. Man United tók á móti Tottenham á Old Trafford og komst yfir snemma leiks. Gestirnir jöfnuðu með marki eftir hornspyrnu en heimamenn leiddu 2-1 í hálfleik. Gestirnir jöfnuðu metin í upphafi síðari hálfleiks þegar þeir löbbuðu einfaldlega í gegnum vörn heimaliðsins. Ten Hag var allt annað en sáttur með mörkin sem hans menn fengu á sig í dag. „Ég tel okkur hafa skorað tvö frábær mörk en við fengum á okkur tvö aulamörk. Síðara markið kemur efir markspyrnu, við hefðum átt að verjast betur. Við áttum góða kafla, skorum tvö mörk og sköpum færi.“ Það kom á óvart að Diogo Dalot hafi verið í hægri bakverði og Aaron Wan-Bissaka vinstra megin. „Við reiknuðum með að Luke Shaw myndi spila í dag og stilltum því upp þannig. Hann dró sig síðan úr hóp í morgun því hann var ekki leikfær. Til að þurfa ekki að breyta of miklu ákváðum við að setja Wan-Bissaka í vinstri bakvörð.“ Ten Hag vildi vítaspyrnu þegar Alejandro Garnacho féll í teignum. „Hvað getur maður gert? Ég er vanur þessu, þetta hefur verið svona allt tímabilið.“ Þjálfarinn sagði einnig að Scott McTominay hafi brennt af færi sem hann skorar úr í 10 skipti af 10 á venjulegum degi. Þá hrósaði hann Rasmus Höjlund og Marcus Rashford. „Ég vona að þeir haldi áfram, þeir eru að tengjast betri böndum og það þarftu framarlega á vellinum þar sem ákvarðanir eru teknar á örskotsstundu.“ „Ég held það hafi áhrif á öll lið þegar framherjar þess eru ekki að skora. Það hefur áhrif á allt liðið og gerir alla óörugga,“ sagði Ten Hag að endingu. Eftir leik dagsins er Man United í 7. sæti með 32 stig. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ange hrósaði leikmönnum sínum í hástert „Ég er hæstánægður, við spiluðum virkilega vel. Auðvitað byrjuðum við ekki vel, fengum á okkur mark, og vitum í hvaða stöðu Manchester United er hvað varðar að þurfa að ná í úrslit,“ sagði Ange Postecoglou, þjálfari Tottenham Hotspur, eftir 2-2 jafntefli liðsins á Old Trafford í dag. 14. janúar 2024 20:25 Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira
Man United tók á móti Tottenham á Old Trafford og komst yfir snemma leiks. Gestirnir jöfnuðu með marki eftir hornspyrnu en heimamenn leiddu 2-1 í hálfleik. Gestirnir jöfnuðu metin í upphafi síðari hálfleiks þegar þeir löbbuðu einfaldlega í gegnum vörn heimaliðsins. Ten Hag var allt annað en sáttur með mörkin sem hans menn fengu á sig í dag. „Ég tel okkur hafa skorað tvö frábær mörk en við fengum á okkur tvö aulamörk. Síðara markið kemur efir markspyrnu, við hefðum átt að verjast betur. Við áttum góða kafla, skorum tvö mörk og sköpum færi.“ Það kom á óvart að Diogo Dalot hafi verið í hægri bakverði og Aaron Wan-Bissaka vinstra megin. „Við reiknuðum með að Luke Shaw myndi spila í dag og stilltum því upp þannig. Hann dró sig síðan úr hóp í morgun því hann var ekki leikfær. Til að þurfa ekki að breyta of miklu ákváðum við að setja Wan-Bissaka í vinstri bakvörð.“ Ten Hag vildi vítaspyrnu þegar Alejandro Garnacho féll í teignum. „Hvað getur maður gert? Ég er vanur þessu, þetta hefur verið svona allt tímabilið.“ Þjálfarinn sagði einnig að Scott McTominay hafi brennt af færi sem hann skorar úr í 10 skipti af 10 á venjulegum degi. Þá hrósaði hann Rasmus Höjlund og Marcus Rashford. „Ég vona að þeir haldi áfram, þeir eru að tengjast betri böndum og það þarftu framarlega á vellinum þar sem ákvarðanir eru teknar á örskotsstundu.“ „Ég held það hafi áhrif á öll lið þegar framherjar þess eru ekki að skora. Það hefur áhrif á allt liðið og gerir alla óörugga,“ sagði Ten Hag að endingu. Eftir leik dagsins er Man United í 7. sæti með 32 stig.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ange hrósaði leikmönnum sínum í hástert „Ég er hæstánægður, við spiluðum virkilega vel. Auðvitað byrjuðum við ekki vel, fengum á okkur mark, og vitum í hvaða stöðu Manchester United er hvað varðar að þurfa að ná í úrslit,“ sagði Ange Postecoglou, þjálfari Tottenham Hotspur, eftir 2-2 jafntefli liðsins á Old Trafford í dag. 14. janúar 2024 20:25 Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira
Ange hrósaði leikmönnum sínum í hástert „Ég er hæstánægður, við spiluðum virkilega vel. Auðvitað byrjuðum við ekki vel, fengum á okkur mark, og vitum í hvaða stöðu Manchester United er hvað varðar að þurfa að ná í úrslit,“ sagði Ange Postecoglou, þjálfari Tottenham Hotspur, eftir 2-2 jafntefli liðsins á Old Trafford í dag. 14. janúar 2024 20:25