Fótbolti

Sjáðu fyrsta lands­liðs­mark Ísaks Snæs

Smári Jökull Jónsson skrifar
Ísak Snær Þorvaldsson og Eggert Aron Guðmundsson fagna marki Íslands í nótt.
Ísak Snær Þorvaldsson og Eggert Aron Guðmundsson fagna marki Íslands í nótt. Knattspyrnusamband Íslands

Ísland vann 1-0 sigur á Gvatemala í æfingaleik sem spilaður var á Flórída í gær. Ísak Snær Þorvaldsson skoraði eina mark leiksins en þetta var hans fyrsta landsliðsmark.

Æfingaleikur Íslands og Gvatemala var sá fyrri af tveimur sem Ísland spilar á meðan á æfingaferð liðsins stendur í Bandaríkjunum nú í upphafi árs.

Fyrri hálfleikur í gær var fremur bragðdaufur og þó íslenska liðið hafi verið sterkari aðilinn á vellinum gekk liðinu illa að skapa sér hættuleg færi. Þrír nýliðar voru í byrjunarliði íslenska liðsins í gær en liðið er skipað leikmönnum sem spila í Bestu deildinni og á Norðurlöndunum.

Í síðari hálfleik lék íslenska liðið betur. Sigurmarkið kom á 79. mínútu. Eggert Aron Guðmundsson gerði þá vel í að finna Loga Tómasson í fyrirgjafastöðu vinstra megin. Fyrirgjöf Loga var góð og rataði á kollinn á varamanninum Jasoni Daða Svanþórssyni. Hann skallaði boltann fyrir fætur Ísask Snæs Þorvaldssonar sem kláraði frábærlega með vinstri fæti. Staðan orðin 1-0 fyrir Ísland.

Þetta var fyrsta landsliðsmark Ísaks Snæs sem leikur með Rosenborg í Noregi en þaðan kom hann eftir frábæra frammistöðu með liði Breiðabliks í Bestu deildinni.

Mark Ísaks Snæs má sjá í spilaranum hér að neðan. Ísland mætir Hondúras aðfaranótt fimmtudags en sá verður einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Klippa: Mark Ísak Snæs gegn Gvatemala



Fleiri fréttir

Sjá meira


×