Mikil hálka á vegum og íbúar í Grindavík hvattir til að fara varlega Atli Ísleifsson skrifar 14. janúar 2024 05:34 Þyrla Landhelgisgæslunnar er í viðbragðsstöðu vegan yfirvofandi eldgoss. Vísir/Arnar Samhæfingarstöð Almannavarna var virkjuð á fjórða tímanum í nótt og vinnur lögreglan á Suðurnesjum nú að því að rýma Grindavík og gengur það vel. Í tilkynningu frá almannavörnum kemur fram að mikil hálka sé á vegum frá Grindavík og er því beint til íbúa að fara varlega. Talið er að eldgos sé yfirvofandi í Sundhnúkagígsröðinni og hefur virknin verið að færst í suður, í átt nær Grindavík. „Hótelgestir sem gistu í Svartsengissvæðinu hafa yfirgefið svæðið og hefur fjöldahjálparstöð verið opnuð í Efstaleiti 9 í Reykjavík. Þyrla Landhelgisgæslunnar er í viðbragðsstöðu. Eldgos er ekki hafið en allt viðbragð miðar við að það sé yfirvofandi,“ segir í tilkynningunni. Hófst rétt fyrir klukkan þrjú Gögn frá Veðurstofunni sýna að það hafi hafist jarðskjálftahrina við Sundhnúksgíga rétt fyrir klukkan þrjú í nótt þegar hátt í tvö hundruð jarðskjálftar voru mældir á svæðinu. „Virknin hefur færst í átt að Grindavík. Bæði borholuþrýstingsmælingar (frá HS Orku) og rauntíma GPS stöðvar á svæðinu sýna einnig breytingar og því er líklegt að kvikuhlaup sé að eiga sér stað. Túlkun á þessum gögnum bendir til þess að eldgos sé yfirvofandi og er hraungos líklegasta sviðsmyndin.“ Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Færð á vegum Tengdar fréttir Eldgos talið á leiðinni og Grindavík rýmd strax Eldgos er talið yfirvofandi í grennd við Grindavík og bærinn verður rýmdur tafarlaust. Samhæfingarmiðstöð hefur verið virkjuð. 14. janúar 2024 04:29 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Í tilkynningu frá almannavörnum kemur fram að mikil hálka sé á vegum frá Grindavík og er því beint til íbúa að fara varlega. Talið er að eldgos sé yfirvofandi í Sundhnúkagígsröðinni og hefur virknin verið að færst í suður, í átt nær Grindavík. „Hótelgestir sem gistu í Svartsengissvæðinu hafa yfirgefið svæðið og hefur fjöldahjálparstöð verið opnuð í Efstaleiti 9 í Reykjavík. Þyrla Landhelgisgæslunnar er í viðbragðsstöðu. Eldgos er ekki hafið en allt viðbragð miðar við að það sé yfirvofandi,“ segir í tilkynningunni. Hófst rétt fyrir klukkan þrjú Gögn frá Veðurstofunni sýna að það hafi hafist jarðskjálftahrina við Sundhnúksgíga rétt fyrir klukkan þrjú í nótt þegar hátt í tvö hundruð jarðskjálftar voru mældir á svæðinu. „Virknin hefur færst í átt að Grindavík. Bæði borholuþrýstingsmælingar (frá HS Orku) og rauntíma GPS stöðvar á svæðinu sýna einnig breytingar og því er líklegt að kvikuhlaup sé að eiga sér stað. Túlkun á þessum gögnum bendir til þess að eldgos sé yfirvofandi og er hraungos líklegasta sviðsmyndin.“
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Færð á vegum Tengdar fréttir Eldgos talið á leiðinni og Grindavík rýmd strax Eldgos er talið yfirvofandi í grennd við Grindavík og bærinn verður rýmdur tafarlaust. Samhæfingarmiðstöð hefur verið virkjuð. 14. janúar 2024 04:29 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Eldgos talið á leiðinni og Grindavík rýmd strax Eldgos er talið yfirvofandi í grennd við Grindavík og bærinn verður rýmdur tafarlaust. Samhæfingarmiðstöð hefur verið virkjuð. 14. janúar 2024 04:29