Þrenna hjá Pedersen og Fylkir valtaði yfir Fjölni Smári Jökull Jónsson skrifar 13. janúar 2024 14:22 Pedersen skoraði þrennu í dag. Vísir/Anton Brink Valur og Fylkir unnu stóra sigra í Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu í dag. Patrick Pedersen var á skotskónum hjá Val gegn Þrótti. Reykjavíkurmótið í knattspyrnu hófst um síðustu helgi með leikjum í A-riðli. B-riðill hófst síðan í gær þegar KR vann sigur á Fram. Í dag hélt keppni í B-riðli áfram þegar Valsmenn tóku á móti Þrótti. Leikurinn var ójafn og voru Valsmenn strax komnir í 3-0 í fyrri hálfleik. Patrick Pedersen skoraði fyrstu tvö mörkin og Tryggvi Hrafn Haraldsson bætti því þriðja við skömmu fyrir hálfleik. Guðmundur Andri Tryggvason kom Val í 4-0 á 47. mínútu og Birkir Heimisson bætti fimmta markinu við sex mínútum síðar. Kári Kristjánsson minnkaði muninn fyrir Þrótt skömmu seinna en Patrick Pedersen fullkomnaði þrennu sína á 69. mínútu. Adam Ægir Pálsson rak smiðshöggið í uppbótartíma eftir að hafa komið inn sem varamaður í hálfleik. Lokatölur 7-1. Öruggt hjá Fylki Í Árbænum mættust Fylkir og Fjölnir en bæði lið léku um síðustu helgi. Fjölnir gerði þá 2-2 jafntefli við Leikni en Fylkismenn töpuðu fyrir Íslands- og bikarmeisturum Víkinga 4-2. Í dag voru það hins vegar Fylkismenn sem náðu í sinn fyrsta sigur. Fyrirliðinn Orri Sveinn Stefánsson og Unnar Steinn Ingvarsson komu Fylki í 2-0 og þannig var staðan í hálfleik. Guðmundur Tyrfingsson, Theodór Ingi Óskarsson og Ásgeir Eyþórsson bættu allir við mörkum í síðari hálfleik og tryggðu Fylki 5-0 sigur. Valur Þróttur Reykjavík Fylkir Fjölnir Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira
Reykjavíkurmótið í knattspyrnu hófst um síðustu helgi með leikjum í A-riðli. B-riðill hófst síðan í gær þegar KR vann sigur á Fram. Í dag hélt keppni í B-riðli áfram þegar Valsmenn tóku á móti Þrótti. Leikurinn var ójafn og voru Valsmenn strax komnir í 3-0 í fyrri hálfleik. Patrick Pedersen skoraði fyrstu tvö mörkin og Tryggvi Hrafn Haraldsson bætti því þriðja við skömmu fyrir hálfleik. Guðmundur Andri Tryggvason kom Val í 4-0 á 47. mínútu og Birkir Heimisson bætti fimmta markinu við sex mínútum síðar. Kári Kristjánsson minnkaði muninn fyrir Þrótt skömmu seinna en Patrick Pedersen fullkomnaði þrennu sína á 69. mínútu. Adam Ægir Pálsson rak smiðshöggið í uppbótartíma eftir að hafa komið inn sem varamaður í hálfleik. Lokatölur 7-1. Öruggt hjá Fylki Í Árbænum mættust Fylkir og Fjölnir en bæði lið léku um síðustu helgi. Fjölnir gerði þá 2-2 jafntefli við Leikni en Fylkismenn töpuðu fyrir Íslands- og bikarmeisturum Víkinga 4-2. Í dag voru það hins vegar Fylkismenn sem náðu í sinn fyrsta sigur. Fyrirliðinn Orri Sveinn Stefánsson og Unnar Steinn Ingvarsson komu Fylki í 2-0 og þannig var staðan í hálfleik. Guðmundur Tyrfingsson, Theodór Ingi Óskarsson og Ásgeir Eyþórsson bættu allir við mörkum í síðari hálfleik og tryggðu Fylki 5-0 sigur.
Valur Þróttur Reykjavík Fylkir Fjölnir Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira