Erlent

Banamanninum átt­ræða sleppt úr gæslu­varð­haldi

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Atvikið átti sér stað í Frederiksberghverfi Kaupmannahafnar í síðasta mánuði.
Atvikið átti sér stað í Frederiksberghverfi Kaupmannahafnar í síðasta mánuði. Getty/Ole Jensen

Hinn 81 árs gamla Ebbe Preisler sem hefur verið handtekinn fyrir að drepa eiginkonu sína og reyna að fyrirfara sér í Kaupmannahöfn í síðasta mánuði hefur verið látinn laus úr gæsluvarðhaldi.

Vísir fjallaði um málið í síðasta mánuði en hjónin tóku ítarlegt viðtal við danska miðilinn Politiken þar sem þau óskuðu eftir því að fá að deyja í sátt. Eiginkona Ebbe, Mariann Preisler, var þungt haldin af elliglöpum og verkjum. Komið var að henni látinni á hjúkrunarheimilinu þar sem hún dvaldi og eiginmanni hennar rænulausum hjá henni. Honum var þó bjargað og var handtekinnn í kjölfarið.

Ebbe hafði verið í gæsluvarðhaldi frá 27. desember síðastliðnum en í gær var ákvað dómari í héraðsdómi Kaupmannahafnar að hann skyldi látinn laus. Ákæruvaldið áfrýjaði þeirri ákvörðun en áfrýjunardómstólinn staðfesti niðurstöðuna.

Viðurkennir málsatvik en neitar sök

Ebbe Preisler hrósaði meðföngum sínum hástert í samtali við DR og sagði að þeir hefðu stutt mjög við hann. „Þú átt sko ekkert að vera hér,“ eiga þeir sumir að hafa sagt við hann.

Hann segir einnig að presturinn í fangelsinu þar sem honum var haldinn hafi útvegað honum leslampa svo hann geti lesið og skrifað á kvöldin.

Ebbe Preisler hefur viðurkennt að málin hafi atvikast þennan örlagaríka dag eins og ákæruvaldið lýsir því en neitar því að hans sé sekur um morð. Hann heldur því fram að Mariann Preisler kona sín hafi verið með í ráðum og veitt honum upplýst samþykki.

Það að hann hafi verið látinn laus úr gæsluvarðhaldi þýðir ekki að hann sæti engri refsingu fyrir athæfi sitt. Hann á eftir að verða ákærður fyrir manndráp á næstunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×