Rólan telst samþykkt Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. janúar 2024 06:45 Húsfélögin töldu róluna ekki hafa verið samþykkta. Íbúi var ósammála og skaut málinu til kærunefndar. Vísir/Rakel Kærunefnd húsamál telur rólu á sameiginlegri lóð tveggja fjöleignarhúsa ekki þurfa samþykki 2/3 hluta eigenda húsanna. Rólan var samþykkt af einföldum meirihluta og telur nefndin það nóg. Þetta kemur fram í úrskurði nefndarinnar á vef stjórnarráðsins. Þar kemur fram að í húsunum tveimur séu annars vegar 71 íbúðir og hinsvegar 58 íbúðir. Íbúðareigandi í einu húsanna skaut málinu til nefndarinnar og krafðist þess að viðurkennt yrði að samþykki einfalds meirihluta eigenda miðað við hlutfallstölur, samanber lög um fjöleignarhús, þyrfti fyrir uppsetningu á rólum á sameiginlegri lóð. Húsfélögin töldu róluna ekki samþykkta Fram kemur í úrskurði nefndarinnar að húsfélög í báðum húsum hafi talið að 2/3 atkvæða íbúa hafi þurft til þess að samþykkja staðsetningu rólunnar á sameiginlegri lóð. Haldinn hafi verið húsfundur beggja húsfélaga þann 21. júní 2023. Þangað hafi alls mætt 65 eigendur. 36 íbúar hafi greitt atkvæði með því að setja upp rólur á lóðinni, 25 gegn tillögunni og þá sátu fjórir hjá. Stjórn beggja húsfélaga taldi óljóst hvort krafa væri um 50 prósent fundarsókn og samþykki 2/3 til að kosningin teldist löglega samþykkt. Leituðu félögin því til fyrirtækis sem þau hafa rekstrarsamning við. Niðurstaða þess var sú að erfitt væri að lesa skýrt úr lögum um fjöleignahús og álitum kærunefndar húsamála hvað ætti við um málið. Því hafi verið ákveðið að fara varkárari leiðina, það er að fara fram á samþykki 2/3 hluta fundargesta. 40 fermetrar af 2000 Fram kemur í áliti nefndarinnar að húsfélögin hafi valið staðsetningu leiktækjanna eftir skoðun á lóðinni. Ákvörðunin hafi byggt á því að engin staðsetning væri fullkomin heldur hafi skásta staðsetningin verið lögð fram. Sú staðsetning hafi þó reynst umdeild meðal íbúa og sé í grennd við ákveðnar íbúðir á jarðhæð eins stigagangs. Orsök óánægju séu nálægð leiktækjanna, áhrif þeirra á breytt útsýni og ásýnd margra íbúða út um stofuglugga. Afstaða eigenda sé breytileg eftir því hvar eign þeirra sé með tilliti til mögulegs leiksvæðis. Kosningin hafi verið jöfn um leiktækin og með tilliti til erinda sem borist hafi húsfélögum gegn uppsetningu þeirra sé ekki hægt að staðhæfa um að fá eigendur sé að ræða. Kærunefnd fellst hinsvegar á kröfu íbúa um að það nægi samþykki einfalds meirihluta eigenda miðað við hlutfallstölur á húsfundi. Fyrirhugað leiksvæði sé aðeins um 40 fermetrar af 2000 fermetra sameiginlegri lóð. Því telur nefndin of íþyngjandi að krafist sé samþykki 2/3 íbúa. Þá telur nefndin það jafnframt hafa þýðingu að um sé að ræða tillögu um framkvæmd sem sérstaklega sé tekið fram í skilalýsingu hússins að sé möguleg, þó hún hafi ekki verið innifalin við byggingu þess. Húsnæðismál Hús og heimili Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Þetta kemur fram í úrskurði nefndarinnar á vef stjórnarráðsins. Þar kemur fram að í húsunum tveimur séu annars vegar 71 íbúðir og hinsvegar 58 íbúðir. Íbúðareigandi í einu húsanna skaut málinu til nefndarinnar og krafðist þess að viðurkennt yrði að samþykki einfalds meirihluta eigenda miðað við hlutfallstölur, samanber lög um fjöleignarhús, þyrfti fyrir uppsetningu á rólum á sameiginlegri lóð. Húsfélögin töldu róluna ekki samþykkta Fram kemur í úrskurði nefndarinnar að húsfélög í báðum húsum hafi talið að 2/3 atkvæða íbúa hafi þurft til þess að samþykkja staðsetningu rólunnar á sameiginlegri lóð. Haldinn hafi verið húsfundur beggja húsfélaga þann 21. júní 2023. Þangað hafi alls mætt 65 eigendur. 36 íbúar hafi greitt atkvæði með því að setja upp rólur á lóðinni, 25 gegn tillögunni og þá sátu fjórir hjá. Stjórn beggja húsfélaga taldi óljóst hvort krafa væri um 50 prósent fundarsókn og samþykki 2/3 til að kosningin teldist löglega samþykkt. Leituðu félögin því til fyrirtækis sem þau hafa rekstrarsamning við. Niðurstaða þess var sú að erfitt væri að lesa skýrt úr lögum um fjöleignahús og álitum kærunefndar húsamála hvað ætti við um málið. Því hafi verið ákveðið að fara varkárari leiðina, það er að fara fram á samþykki 2/3 hluta fundargesta. 40 fermetrar af 2000 Fram kemur í áliti nefndarinnar að húsfélögin hafi valið staðsetningu leiktækjanna eftir skoðun á lóðinni. Ákvörðunin hafi byggt á því að engin staðsetning væri fullkomin heldur hafi skásta staðsetningin verið lögð fram. Sú staðsetning hafi þó reynst umdeild meðal íbúa og sé í grennd við ákveðnar íbúðir á jarðhæð eins stigagangs. Orsök óánægju séu nálægð leiktækjanna, áhrif þeirra á breytt útsýni og ásýnd margra íbúða út um stofuglugga. Afstaða eigenda sé breytileg eftir því hvar eign þeirra sé með tilliti til mögulegs leiksvæðis. Kosningin hafi verið jöfn um leiktækin og með tilliti til erinda sem borist hafi húsfélögum gegn uppsetningu þeirra sé ekki hægt að staðhæfa um að fá eigendur sé að ræða. Kærunefnd fellst hinsvegar á kröfu íbúa um að það nægi samþykki einfalds meirihluta eigenda miðað við hlutfallstölur á húsfundi. Fyrirhugað leiksvæði sé aðeins um 40 fermetrar af 2000 fermetra sameiginlegri lóð. Því telur nefndin of íþyngjandi að krafist sé samþykki 2/3 íbúa. Þá telur nefndin það jafnframt hafa þýðingu að um sé að ræða tillögu um framkvæmd sem sérstaklega sé tekið fram í skilalýsingu hússins að sé möguleg, þó hún hafi ekki verið innifalin við byggingu þess.
Húsnæðismál Hús og heimili Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira