Hjón létust á Grindavíkurvegi Árni Sæberg skrifar 8. janúar 2024 12:23 Frímann og Margrét létust þann 5. janúar. Fólkið sem lést í umferðarslysi á Grindavíkurvegi hét Frímann Grímsson og Margrét Á. Hrafnsdóttir. Þau voru hjón og láta eftir sig tvö uppkomin börn, tengdabörn og barnabörn. Þetta segir í tilkynningu frá aðstandendum hjónanna, sem send var Ríkisútvarpinu. Þar segir að Margrét hafi verið fædd árið 1960 og Frímann árið 1958. Hjónin voru búsett í Sandgerði. Tilkynnt var um slys á Grindavíkurvegi um klukkan 11:35 þann 5. janúar og fóru viðbragðsaðilar strax á vettvang. Tvö ökutæki voru utan vegar þegar lögregla og viðbragðsaðilar komu að. Frímann og Margrét voru í öðrum bílnum og voru úrskurðuð látin á vettvangi. Hitt ökutækið var steypubíll á vegum Steypustöðvarinnar, sem hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna slyssins. Í aðalhlutverki í Björgunarsveitinni Suðurnes Björgunarsveitin Suðurnes minnist Frímanns og Margrétar og segir sárt að sjá á eftir hjónunum öflugu. „Frímann hefur starfað í björgunarsveit í langan tíma eða í yfir 40 ár. Hann starfaði sem formaður björgunarsveitarinnar Stakks, sem er ein af stofnsveitum Björgunarsveitarinnar Suðurnes. Hann fluttist því yfir og starfaði hér síðan,“ segir í færslu Björgunarsveitarinnar Suðurnesja á Facebook. Stakkur var upphaflega björgunarsveit í Keflavík. „Þegar Frímann flutti austur á Bakkafjörð vegna vinnu árið 2000, þá starfaði hann með björgunarsveitinni þar. Hann var fulltrúi okkar í svæðisstjórn í mörg ár, starfaði sem umsjónarmaður björgunarskipsins Hannesar Þ. Hafstein í Sandgerði og var í nefnd um hönnun og smíði á nýjum björgunarskipum Slysavarnafélagsins Landsbjargar.“ Sveitin sendir fjölskyldu Frímanns og Margrétar innilegar samúðarkveðjur. Grindavík Samgönguslys Suðurnesjabær Tengdar fréttir Tveir létust á Grindavíkurvegi Tveir létust í alvarlegu umferðarslysi sem átti sér stað á tólfta tímanum í dag á Grindavíkurvegi. Lögreglan á Suðurnesjum hefur tildrög slyssins til rannsóknar. 5. janúar 2024 16:02 Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Fleiri fréttir Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu frá aðstandendum hjónanna, sem send var Ríkisútvarpinu. Þar segir að Margrét hafi verið fædd árið 1960 og Frímann árið 1958. Hjónin voru búsett í Sandgerði. Tilkynnt var um slys á Grindavíkurvegi um klukkan 11:35 þann 5. janúar og fóru viðbragðsaðilar strax á vettvang. Tvö ökutæki voru utan vegar þegar lögregla og viðbragðsaðilar komu að. Frímann og Margrét voru í öðrum bílnum og voru úrskurðuð látin á vettvangi. Hitt ökutækið var steypubíll á vegum Steypustöðvarinnar, sem hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna slyssins. Í aðalhlutverki í Björgunarsveitinni Suðurnes Björgunarsveitin Suðurnes minnist Frímanns og Margrétar og segir sárt að sjá á eftir hjónunum öflugu. „Frímann hefur starfað í björgunarsveit í langan tíma eða í yfir 40 ár. Hann starfaði sem formaður björgunarsveitarinnar Stakks, sem er ein af stofnsveitum Björgunarsveitarinnar Suðurnes. Hann fluttist því yfir og starfaði hér síðan,“ segir í færslu Björgunarsveitarinnar Suðurnesja á Facebook. Stakkur var upphaflega björgunarsveit í Keflavík. „Þegar Frímann flutti austur á Bakkafjörð vegna vinnu árið 2000, þá starfaði hann með björgunarsveitinni þar. Hann var fulltrúi okkar í svæðisstjórn í mörg ár, starfaði sem umsjónarmaður björgunarskipsins Hannesar Þ. Hafstein í Sandgerði og var í nefnd um hönnun og smíði á nýjum björgunarskipum Slysavarnafélagsins Landsbjargar.“ Sveitin sendir fjölskyldu Frímanns og Margrétar innilegar samúðarkveðjur.
Grindavík Samgönguslys Suðurnesjabær Tengdar fréttir Tveir létust á Grindavíkurvegi Tveir létust í alvarlegu umferðarslysi sem átti sér stað á tólfta tímanum í dag á Grindavíkurvegi. Lögreglan á Suðurnesjum hefur tildrög slyssins til rannsóknar. 5. janúar 2024 16:02 Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Fleiri fréttir Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Sjá meira
Tveir létust á Grindavíkurvegi Tveir létust í alvarlegu umferðarslysi sem átti sér stað á tólfta tímanum í dag á Grindavíkurvegi. Lögreglan á Suðurnesjum hefur tildrög slyssins til rannsóknar. 5. janúar 2024 16:02