Innlent

Senda frá sér yfir­lýsingu vegna bana­slyssins á Grinda­víkur­vegi

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Slysið átti sér stað á Grindavíkurvegi á tólfta tímanum í gærmorgun. Tveir létust í slysinu.
Slysið átti sér stað á Grindavíkurvegi á tólfta tímanum í gærmorgun. Tveir létust í slysinu. Aðsend

Steypustöðin hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna banaslyssins á Grindavíkurvegi í gær. Í tilkynningunni segir að hugur Steypustöðvarinnar sé hjá aðstandendum hinna látnu og að fyrirtækið vinni með rannsóknaraðilum til að veita allar tiltækar upplýsingar.

Slysið átti sér stað upp úr ellefu í gærmorgun þegar tveir bílar, fólksbíll og steypubíll á vegum Steypustöðvarinnar, rákust saman í hálku. Ökumaður og farþegi fólksbílsins voru úrskurðuð látin á vettvangi en ökumaður Steypustöðvarinnar var fluttur til aðhlynningar á sjúkrahús.

„Gærdagurinn var mikill sorgardagur í sögu Steypustöðvarinnar og er starfsfólk okkar harmi slegið vegna atburðarins. Hugur okkar er hjá aðstandendum hinna látnu, þar sem margir eiga nú um sárt að binda,“ segir í tilkynningunni sem Björn Ingi Victorsson, forstjóri Steypustöðvarinnar, skrifar undir.

„Sem stendur leggjum við áherslu á að hlúa að starfsfólki okkar, þar sem öllum er mjög brugðið. Aðhlynning okkar á ekki síst við um ökumanninn sem var við störf á vegum félagsins. Við vinnum einnig með þeim aðilum sem koma að rannsókn slyssins til að veita allar tiltækar upplýsingar sem við mögulega getum,“ segir einnig í tilkynningunni.


Tengdar fréttir

Tveir létust á Grindavíkurvegi

Tveir létust í alvarlegu umferðarslysi sem átti sér stað á tólfta tímanum í dag á Grindavíkurvegi. Lögreglan á Suðurnesjum hefur tildrög slyssins til rannsóknar. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×