Innlent

Tveir létust á Grindavíkurvegi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Slysið varð á tólfta tímanum í dag.
Slysið varð á tólfta tímanum í dag.

Tveir létust í alvarlegu umferðarslysi sem átti sér stað á tólfta tímanum í dag á Grindavíkurvegi. Lögreglan á Suðurnesjum hefur tildrög slyssins til rannsóknar. 

Tilkynnt var um slysið til Neyðarlínu um klukkan 11:35 og fóru viðbragðsaðilar strax á vettvang. Tvö ökutæki voru utan vegar þegar lögregla og viðbragðsaðilar komu að. Ökumaður og farþegi annars ökutækisins voru úrskurðuð látin á vettvangi.

Rannsókn lögreglu er á frumstigi en miðar að því að upplýsa um tildrög slyssins. Rannsóknarnefnd samgönguslysa var upplýst og tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fengin til aðstoðar vettvangsrannsóknar. Grindavíkurvegi var lokað um tíma á meðan vettvangsrannsókn fór fram og hefur vegurinn verið opnaður á ný.

Mikil hálka var á slysstað, en veðuraðstæður góðar. Unnið er að því að tilkynna aðstandendum og veitir lögreglan ekki frekari upplýsingar að svo stöddu.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×