Íslenskir aðgerðasinnar tjalda með Palestínumönnum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. janúar 2024 12:24 Fjölga mun í hópi þeirra sem tjalda á Austurvelli. Íslenskir aðgerðasinnar ætla sér að sýna Palestínumönnum samstöðu með því að tjalda á Austurvelli eins lengi og þarf. Mótmæli við utanríkisráðuneytið og samstöðufundur á Austurvelli fara fram í dag. Um er að ræða fjórðu mótmælin við Utanríkisráðuneytið frá því árásir Ísraels á Gasa hófust. Þaðan verður gengin samstöðuganga á Austurvöll þar sem fram fer samstöðufundur. Mótmælin við ráðuneytið hefjast klukkan 14. „Tilefnið er að nú erum við að þrýsta á ríkisstjórn Íslands, vegna þess að hér á landi eru Gasabúar sem eru komnir með öll réttindi til fjölskyldusameiningar, en það eru ættingjar þeirra sem eru strandaðir á Gasa í stórri lífshættu. Og það hefur ekki gengið að fá ríkisstjórnina til þess að gera nægilegt í málinu til þess að þetta fólk geti komist hingað,“ segir Hjálmtýr Heiðdal, formaður félagsins Ísland-Palestína. Hjálmtýr Heiðdal, formaður félagsins Ísland-Palestína.Vísir/Steingrímur Dúi Nokkrir Palestínumenn sem rétt eiga á fjölskyldusameiningu hafa dvalið í tjöldum á Austurvelli í meira en viku, til þess að knýja á um að hreyfing komist á mál þeirra. Íslenskir aðgerðasinnar hyggjast nú gera slíkt hið sama. „Það er þarna hópurinn No Borders. Þeir eru með plön um það að sýna þeim samstöðu með því að vera þarna líka. Þeir verða þarna svo lengi sem ríkisstjórnin gerir ekki, eins og margar ríkisstjórnir Norðurlanda og ýmissa Evrópuríkja, hafa sótt fólk til Gasa sem hefur rétt á fjölskyldusameiningu. Íslenska ríkisstjórnin virðist ekki ætla gera neitt í því máli. Dregur lappirnar.“ Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Alþingi Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Fá leyfi til að vera áfram: „Baráttuviljinn það síðasta sem má missa“ Aðgerðasinnar, sem hafa staðið fyrir mótmælum til að knýja á um að stjórnvöld hjálpi dvalarleyfishöfum á Gasa að komast út af svæðinu, fengu í dag leyfi frá Reykjavíkurborg til að vera áfram með tjaldbúðirnar á Austurvelli. Fólkið hefur almennt mætt velvild en þó með tveimur alvarlegum undantekningum. 3. janúar 2024 13:28 Skemmdarverk og fúkyrði á Austurvelli: „Farið heim til ykkar, Hamas-rottur“ Palestínskur maður sem haldið hefur til í tjaldi á Austurvelli segist hafa fengið tvær miður skemmtilegar heimsóknir í nótt og morgun. Myndbönd sýna tvo karlmenn, á sitthvorum tímanum, með ógnandi tilburði og fúkyrðaflaum í garð fólks á svæðinu. 2. janúar 2024 21:09 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Um er að ræða fjórðu mótmælin við Utanríkisráðuneytið frá því árásir Ísraels á Gasa hófust. Þaðan verður gengin samstöðuganga á Austurvöll þar sem fram fer samstöðufundur. Mótmælin við ráðuneytið hefjast klukkan 14. „Tilefnið er að nú erum við að þrýsta á ríkisstjórn Íslands, vegna þess að hér á landi eru Gasabúar sem eru komnir með öll réttindi til fjölskyldusameiningar, en það eru ættingjar þeirra sem eru strandaðir á Gasa í stórri lífshættu. Og það hefur ekki gengið að fá ríkisstjórnina til þess að gera nægilegt í málinu til þess að þetta fólk geti komist hingað,“ segir Hjálmtýr Heiðdal, formaður félagsins Ísland-Palestína. Hjálmtýr Heiðdal, formaður félagsins Ísland-Palestína.Vísir/Steingrímur Dúi Nokkrir Palestínumenn sem rétt eiga á fjölskyldusameiningu hafa dvalið í tjöldum á Austurvelli í meira en viku, til þess að knýja á um að hreyfing komist á mál þeirra. Íslenskir aðgerðasinnar hyggjast nú gera slíkt hið sama. „Það er þarna hópurinn No Borders. Þeir eru með plön um það að sýna þeim samstöðu með því að vera þarna líka. Þeir verða þarna svo lengi sem ríkisstjórnin gerir ekki, eins og margar ríkisstjórnir Norðurlanda og ýmissa Evrópuríkja, hafa sótt fólk til Gasa sem hefur rétt á fjölskyldusameiningu. Íslenska ríkisstjórnin virðist ekki ætla gera neitt í því máli. Dregur lappirnar.“
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Alþingi Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Fá leyfi til að vera áfram: „Baráttuviljinn það síðasta sem má missa“ Aðgerðasinnar, sem hafa staðið fyrir mótmælum til að knýja á um að stjórnvöld hjálpi dvalarleyfishöfum á Gasa að komast út af svæðinu, fengu í dag leyfi frá Reykjavíkurborg til að vera áfram með tjaldbúðirnar á Austurvelli. Fólkið hefur almennt mætt velvild en þó með tveimur alvarlegum undantekningum. 3. janúar 2024 13:28 Skemmdarverk og fúkyrði á Austurvelli: „Farið heim til ykkar, Hamas-rottur“ Palestínskur maður sem haldið hefur til í tjaldi á Austurvelli segist hafa fengið tvær miður skemmtilegar heimsóknir í nótt og morgun. Myndbönd sýna tvo karlmenn, á sitthvorum tímanum, með ógnandi tilburði og fúkyrðaflaum í garð fólks á svæðinu. 2. janúar 2024 21:09 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Fá leyfi til að vera áfram: „Baráttuviljinn það síðasta sem má missa“ Aðgerðasinnar, sem hafa staðið fyrir mótmælum til að knýja á um að stjórnvöld hjálpi dvalarleyfishöfum á Gasa að komast út af svæðinu, fengu í dag leyfi frá Reykjavíkurborg til að vera áfram með tjaldbúðirnar á Austurvelli. Fólkið hefur almennt mætt velvild en þó með tveimur alvarlegum undantekningum. 3. janúar 2024 13:28
Skemmdarverk og fúkyrði á Austurvelli: „Farið heim til ykkar, Hamas-rottur“ Palestínskur maður sem haldið hefur til í tjaldi á Austurvelli segist hafa fengið tvær miður skemmtilegar heimsóknir í nótt og morgun. Myndbönd sýna tvo karlmenn, á sitthvorum tímanum, með ógnandi tilburði og fúkyrðaflaum í garð fólks á svæðinu. 2. janúar 2024 21:09