Skemmdarverk og fúkyrði á Austurvelli: „Farið heim til ykkar, Hamas-rottur“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. janúar 2024 21:09 Fyrri maðurinn mætti á Austurvöll um klukkan tvö í nótt, en sá seinni klukkan níu í morgun. Naji segir lögreglu hafa verið kallaða til vegna fyrri mannsins. Palestínskur maður sem haldið hefur til í tjaldi á Austurvelli segist hafa fengið tvær miður skemmtilegar heimsóknir í nótt og morgun. Myndbönd sýna tvo karlmenn, á sitthvorum tímanum, með ógnandi tilburði og fúkyrðaflaum í garð fólks á svæðinu. Í samtali við fréttastofu segir Naji Asar, sem er einn þeirra sem reistu hafa tjöld fyrir utan Alþingi til að minna á fjölskyldur sínar sem hafast við í tjöldum á götum Gasa við skelfilegar aðstæður, að fyrri maðurinn hafi mætt á svæðið um klukkan tvö í nótt. Það er maðurinn sem sést fyrr í myndbandinu. „Við sátum saman inni í stóru tjaldi nokkrir vinir. Þá kemur hann inn og byrjar að tala við okkur, en ég svara ekki fyrr en hann spyr hvort ég skilji hann. Þá spyr ég hann hvort ég geti aðstoðað, en hann segir mér að þegja,“ segir Naji. Maðurinn hafi í kjölfar orðið afar ógnandi og hlaupið gólandi út úr tjaldinu. Hann hafi meðal annars skemmt síma vinar hans og tekið niður eitt tjaldanna. Hið síðarnefnda sést í upphafi myndskeiðsins í spilaranum hér að neðan. Naji segir að hringt hafi verið á lögreglu vegna mannsins, og hann handtekinn. „Farið heim til ykkar, Hamas-rottur“ Seinni maðurinn, sem Naji segir hafa verið leigubílstjóra að bíða eftir farþegum á hóteli í grenndinni, hafi komið á svæðið um klukkan níu í morgun. „Hann kom inn í tjaldið og spurði hvort við værum með leyfi til að vera á svæðinu. Ég játti því og spurði hvort hann vildi sjá. Þá fengum við fúkyrðaflauminn yfir okkur,“ segir Naji. Maðurinn hafi látið afar ljót orð falla. „Hann sagði að Ísrael myndi drepa alla frá Palestínu. Það var áður en ég byrjaði að taka upp, en eftir að ég byrjaði að taka upp hélt hann áfram,“ segir Naji. Í myndbandinu heyrist maðurinn meðal annars segja „Go home Hamas rats“ sem útlista mætti sem „Farið heim til ykkar, Hamas-rottur“. Auk þess sem heyrist hann segja Naji að fara til fjandans, og að hann hafi ekki gefið leyfi til að láta mynda sig og því væri Naji það óheimilt. Málið er afar óþægilegt segir Naji, en stundum hafa börnin hans þrjú, sem eru á aldrinum sex til fjórtán ára, verið hjá honum á Austurvelli. „Ég er hræddur um að einhver geri þeim eitthvað,“ segir Naji. Naji hefur haldið til í tjaldi á Austurvelli í viku.Vísir/Sigurjón Hefur ekki áhyggjur af atvinnumissinum Líkt og áður segir er Naji einn þeirra Palestínumanna með samþykkta fjölskyldusameiningu sem dvalið hafa í tjöldum á Austurvelli til að minna þingheim á þær ömurlegu aðstæður sem fólk býr við á Gasa. Sjá einnig: „Við fylgjumst bara með fjölskyldu okkar deyja smám saman“ Naji hefur nú dvalið í sjö daga við Austurvöll, ásamt nokkrum fleirum. Einhverjir hafi þurft frá að hverfa vegna vinnu, en Naji hefur sjálfur misst vinnuna þar sem hann hafi verið önnum kafinn í mótmælunum. „Ég mun aldrei gefast upp á þessu, á fólkinu mínu,“ segir Naji. Hann segist litlar áhyggjur hafa af atvinnumissinum. „Ég finn aðra vinnu. Ég missti ekki vinnuna, þau misstu mig,“ segir Naji. Reykjavík Palestína Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Í samtali við fréttastofu segir Naji Asar, sem er einn þeirra sem reistu hafa tjöld fyrir utan Alþingi til að minna á fjölskyldur sínar sem hafast við í tjöldum á götum Gasa við skelfilegar aðstæður, að fyrri maðurinn hafi mætt á svæðið um klukkan tvö í nótt. Það er maðurinn sem sést fyrr í myndbandinu. „Við sátum saman inni í stóru tjaldi nokkrir vinir. Þá kemur hann inn og byrjar að tala við okkur, en ég svara ekki fyrr en hann spyr hvort ég skilji hann. Þá spyr ég hann hvort ég geti aðstoðað, en hann segir mér að þegja,“ segir Naji. Maðurinn hafi í kjölfar orðið afar ógnandi og hlaupið gólandi út úr tjaldinu. Hann hafi meðal annars skemmt síma vinar hans og tekið niður eitt tjaldanna. Hið síðarnefnda sést í upphafi myndskeiðsins í spilaranum hér að neðan. Naji segir að hringt hafi verið á lögreglu vegna mannsins, og hann handtekinn. „Farið heim til ykkar, Hamas-rottur“ Seinni maðurinn, sem Naji segir hafa verið leigubílstjóra að bíða eftir farþegum á hóteli í grenndinni, hafi komið á svæðið um klukkan níu í morgun. „Hann kom inn í tjaldið og spurði hvort við værum með leyfi til að vera á svæðinu. Ég játti því og spurði hvort hann vildi sjá. Þá fengum við fúkyrðaflauminn yfir okkur,“ segir Naji. Maðurinn hafi látið afar ljót orð falla. „Hann sagði að Ísrael myndi drepa alla frá Palestínu. Það var áður en ég byrjaði að taka upp, en eftir að ég byrjaði að taka upp hélt hann áfram,“ segir Naji. Í myndbandinu heyrist maðurinn meðal annars segja „Go home Hamas rats“ sem útlista mætti sem „Farið heim til ykkar, Hamas-rottur“. Auk þess sem heyrist hann segja Naji að fara til fjandans, og að hann hafi ekki gefið leyfi til að láta mynda sig og því væri Naji það óheimilt. Málið er afar óþægilegt segir Naji, en stundum hafa börnin hans þrjú, sem eru á aldrinum sex til fjórtán ára, verið hjá honum á Austurvelli. „Ég er hræddur um að einhver geri þeim eitthvað,“ segir Naji. Naji hefur haldið til í tjaldi á Austurvelli í viku.Vísir/Sigurjón Hefur ekki áhyggjur af atvinnumissinum Líkt og áður segir er Naji einn þeirra Palestínumanna með samþykkta fjölskyldusameiningu sem dvalið hafa í tjöldum á Austurvelli til að minna þingheim á þær ömurlegu aðstæður sem fólk býr við á Gasa. Sjá einnig: „Við fylgjumst bara með fjölskyldu okkar deyja smám saman“ Naji hefur nú dvalið í sjö daga við Austurvöll, ásamt nokkrum fleirum. Einhverjir hafi þurft frá að hverfa vegna vinnu, en Naji hefur sjálfur misst vinnuna þar sem hann hafi verið önnum kafinn í mótmælunum. „Ég mun aldrei gefast upp á þessu, á fólkinu mínu,“ segir Naji. Hann segist litlar áhyggjur hafa af atvinnumissinum. „Ég finn aðra vinnu. Ég missti ekki vinnuna, þau misstu mig,“ segir Naji.
Reykjavík Palestína Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira