Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða á slaginu 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða á slaginu 12. vísir

Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir sláandi að hvelveiðabann hafi ekki átt sér lagastoð. Varað hafi verið við því síðan í sumar. Ráðherra verði að gera upp við sig sjálfur hvernig hann hyggist axla ábyrgð.

Íslenskir aðgerðasinnar ætla sér að sýna Palestínumönnum samstöðu með því að tjalda á Austurvelli eins lengi og þarf. Mótmæli við utanríkisráðuneytið og samstöðufundur á Austurvelli fara fram í dag.

Landsmenn kveðja jólahátíðina í dag á þrettándanum þegar síðasti jólasveinninn heldur til fjalla. Brennur og flugeldasýningar fara víða fram með fjölbreyttri dagskrá.

Þá fjöllum við um nýjan þjóðarpúls Gallup sem snýr að jólahaldi og tökum púlsinn á auknum áhuga á skipulögðum gönguferðum um landið.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12:00.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×