Réttarhöldum yfir árásarmanni Rushdie frestað vegna nýrrar bókar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. janúar 2024 07:02 Rushdie hefur ritað bók um árásina sem kemur út á næstunni. Hann segist vilja horfa fram á við og halda áfram með líf sitt. Getty/Thomas Lohnes Réttarhöldum yfir manninum sem réðist á rithöfundinn Salman Rushdie í ágúst 2022 hefur verið frestar vegna útgáfu nýrrar bókar Rushdie um árásina og eftirmála hennar. Til stóð að réttarhöldin hæfust 8. janúar næstkomandi en dómari í New York féllst á umleitan verjenda árásarmannsins, Hadi Matar, um að þeim yrði frestað þannig að þeir fengju tækifæri til að kynna sér efni bókarinnar. Hún yrði mögulega lögð fram sem sönnunargagn í málinu. Bókin ber titilinn „Hnífur: Hugleiðingar eftir morðtilraun“ og fjallar um það þegar Matar, 26 ára íbúi New Jersey, réðist upp á svið þar sem Rushie stóð og stakk hann ítrekað. Rushdie blindaðist á öðru auga og hlaut skaða á hendi. Verjendur eru sagðir munu krefjast þess að fá afrit af handriti bókarinnar áður en hún kemur út en saksóknarinn í málinu segir bókina ekki munu hafa áhrif á niðurstöðu málsins. Eins og þekkt er varði Rushdie mörgum árum í felum eftir útgáfu bókarinnar „Söngvar Satans“ árið 1988 en hann var úrskurðaður réttdræpur í kjölfarið af þáverandi leiðtoga Íran. Öfgamenn hafa ítrekað vísað til bókarinnar sem hvatans á bak við voðaverk sín. Rushdie sagðist í samtali við BBC í fyrra vera óviss um það hvort hann vildi mæta Matar í dómsal; hluti af honum vildi vera viðstaddur og horfa í augu árásarmannsins en hluti af honum vildi hreinlega ekki verja meiri orku í málið. Bandaríkin Erlend sakamál Bókmenntir Mál Salman Rushdie Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Richard Attenborough allur Erlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fleiri fréttir Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Sjá meira
Til stóð að réttarhöldin hæfust 8. janúar næstkomandi en dómari í New York féllst á umleitan verjenda árásarmannsins, Hadi Matar, um að þeim yrði frestað þannig að þeir fengju tækifæri til að kynna sér efni bókarinnar. Hún yrði mögulega lögð fram sem sönnunargagn í málinu. Bókin ber titilinn „Hnífur: Hugleiðingar eftir morðtilraun“ og fjallar um það þegar Matar, 26 ára íbúi New Jersey, réðist upp á svið þar sem Rushie stóð og stakk hann ítrekað. Rushdie blindaðist á öðru auga og hlaut skaða á hendi. Verjendur eru sagðir munu krefjast þess að fá afrit af handriti bókarinnar áður en hún kemur út en saksóknarinn í málinu segir bókina ekki munu hafa áhrif á niðurstöðu málsins. Eins og þekkt er varði Rushdie mörgum árum í felum eftir útgáfu bókarinnar „Söngvar Satans“ árið 1988 en hann var úrskurðaður réttdræpur í kjölfarið af þáverandi leiðtoga Íran. Öfgamenn hafa ítrekað vísað til bókarinnar sem hvatans á bak við voðaverk sín. Rushdie sagðist í samtali við BBC í fyrra vera óviss um það hvort hann vildi mæta Matar í dómsal; hluti af honum vildi vera viðstaddur og horfa í augu árásarmannsins en hluti af honum vildi hreinlega ekki verja meiri orku í málið.
Bandaríkin Erlend sakamál Bókmenntir Mál Salman Rushdie Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Richard Attenborough allur Erlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fleiri fréttir Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Sjá meira