Vill eldgosavarnir við Hafnarfjörð Bjarki Sigurðsson og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 3. janúar 2024 18:59 Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur. Vísir/Sigurjón Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir að nú verði að fara að skoða að reisa eldgosavarnir í byggðunum vestast í Hafnarfirði en þar má finna Vellina og Hvaleyri. Eldgos geti hafist nánast hvar sem er á Brennisteins-Bláfjallakerfinu, Krýsuvíkurkerfinu og í Eldvörpum á Reykjanesi. Hann segir að skjálftinn stóri sem varð í dag merki að spennulosun á Reykjanesinu sé komin hressilega í gang. „Þar af leiðandi fer það að gera sig klárt fyrir næstu hrinu því við verðum að byrja að losa spennuna áður en kvika kemst til yfirborðs,“ segir Ármann. Hann segir að verði eldsumbrot á þessu svæði sem skjálftinn varð á er hætt við að hraun geti runnið í átt til Hafnarfjarðar. Því sé næsta skref að fara að skoða hverskonar eldgosavarnir sé hægt að setja þarna upp. „Ég held að það sé engin spurning. Það er alltof mikið byggð þarna, bæði mikilvægt iðnaðarsvæði og svo stór íbúðabyggð. Menn verða að skoða það líka,“ segir Ármann. Klippa: Vill varnargarða við Hafnarfjörð Ármann er ekki fyrsti eldfjallafræðingurinn til þess að kalla eftir því að hugað verði að höfuðborgarsvæðinu á þessum eldsumbrotatímum sem eru í gangi núna. Haraldur Sigurðsson kallaði nýlega eftir því aðg ert yrði hættumat fyrir allt höfuðborgarsvæðið. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Hafnarfjörður Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Gikkskjálfti að stærð 4,5 skók suðvesturhornið Stór skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu og víðar um klukkan 10:50 í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni benda fyrstu tölur til að skjálftinn hafi verið 4,5 að stærð og að upptök hans hafi verið við Trölladyngju, nærri Keili, á um fimm kílómetra dýpi. Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið. 3. janúar 2024 10:52 Skjálftinn líklega ekki merki um kvika sé að brjótast upp Tveir nokkuð stórir skjálftar riðu yfir suðvesturhorn landsins rétt fyrir klukkan ellefu í morgun. Sérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir þá líklega ekki til marks um að kvika sé að brjóta sér leið til yfirborðsins heldur afleiðing spennubreytinga á Reykjanesi. 3. janúar 2024 12:24 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Sjá meira
Hann segir að skjálftinn stóri sem varð í dag merki að spennulosun á Reykjanesinu sé komin hressilega í gang. „Þar af leiðandi fer það að gera sig klárt fyrir næstu hrinu því við verðum að byrja að losa spennuna áður en kvika kemst til yfirborðs,“ segir Ármann. Hann segir að verði eldsumbrot á þessu svæði sem skjálftinn varð á er hætt við að hraun geti runnið í átt til Hafnarfjarðar. Því sé næsta skref að fara að skoða hverskonar eldgosavarnir sé hægt að setja þarna upp. „Ég held að það sé engin spurning. Það er alltof mikið byggð þarna, bæði mikilvægt iðnaðarsvæði og svo stór íbúðabyggð. Menn verða að skoða það líka,“ segir Ármann. Klippa: Vill varnargarða við Hafnarfjörð Ármann er ekki fyrsti eldfjallafræðingurinn til þess að kalla eftir því að hugað verði að höfuðborgarsvæðinu á þessum eldsumbrotatímum sem eru í gangi núna. Haraldur Sigurðsson kallaði nýlega eftir því aðg ert yrði hættumat fyrir allt höfuðborgarsvæðið.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Hafnarfjörður Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Gikkskjálfti að stærð 4,5 skók suðvesturhornið Stór skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu og víðar um klukkan 10:50 í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni benda fyrstu tölur til að skjálftinn hafi verið 4,5 að stærð og að upptök hans hafi verið við Trölladyngju, nærri Keili, á um fimm kílómetra dýpi. Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið. 3. janúar 2024 10:52 Skjálftinn líklega ekki merki um kvika sé að brjótast upp Tveir nokkuð stórir skjálftar riðu yfir suðvesturhorn landsins rétt fyrir klukkan ellefu í morgun. Sérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir þá líklega ekki til marks um að kvika sé að brjóta sér leið til yfirborðsins heldur afleiðing spennubreytinga á Reykjanesi. 3. janúar 2024 12:24 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Sjá meira
Gikkskjálfti að stærð 4,5 skók suðvesturhornið Stór skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu og víðar um klukkan 10:50 í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni benda fyrstu tölur til að skjálftinn hafi verið 4,5 að stærð og að upptök hans hafi verið við Trölladyngju, nærri Keili, á um fimm kílómetra dýpi. Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið. 3. janúar 2024 10:52
Skjálftinn líklega ekki merki um kvika sé að brjótast upp Tveir nokkuð stórir skjálftar riðu yfir suðvesturhorn landsins rétt fyrir klukkan ellefu í morgun. Sérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir þá líklega ekki til marks um að kvika sé að brjóta sér leið til yfirborðsins heldur afleiðing spennubreytinga á Reykjanesi. 3. janúar 2024 12:24