Skjálftinn líklega ekki merki um kvika sé að brjótast upp Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. janúar 2024 12:24 Benedikt Halldórsson, sérfræðingur á sviði jarðskjálftafræði á Veðurstofunni. Vísir Tveir nokkuð stórir skjálftar riðu yfir suðvesturhorn landsins rétt fyrir klukkan ellefu í morgun. Sérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir þá líklega ekki til marks um að kvika sé að brjóta sér leið til yfirborðsins heldur afleiðing spennubreytinga á Reykjanesi. Stærri skjálftinn af stærðinni 4,5 reið yfir klukkan tíu mínútur í ellefu og sá seinni sem mældist 3,9 fjórum mínútum síðar. Fjöldi eftirskjálfta hefur mælst í kjölfarið. Benedikt Halldórsson, sérfræðingur á sviði jarðskjálftafræði á Veðurstofunni, segir upptökin vera við Trölladyngju. „Í raun og veru má segja að þetta sé vægur skjálfti en við fundum vel fyrir honum hérna í höfuðborginni og það sem stýrir því er bara fyrst og fremst það að hann er nær heldur en atburðirnir í Svartsengi og Grindavík hafa verið,“ segir Benedikt Upptök tveggja stærstu skjálftanna í morgun samkvæmt korti á vef Veðurstofunnar. Upptökin voru nærri Trölladyngju.vísir/sara Skjálftinn sé á flekamótum og afleiðing spenngubreytinga á Reykjanesskaga. „Spurning hvort við köllum þetta gikkskjálfta eða brotskjálfta á flekamótunum. Kvikuinnskotin sem hafa verið í Fagradasfjalli og nú í Svartsengi hafa áhrif og breyta spennuástandinu. Við sjáum það til dæmis að eftir atburðina eða gangainnskotin í Svartsengi hafa afleiddir skjálftar eða gikkskjálftar verið á þessu svæði, þar sem þessi skjálfti er. Þannig þetta kemur ekki á óvart en ég viðurkenni að það eru allir á tánum yfir því hvort eitthvað sé að fara gerast og hvar, þannig manni brá aðeins.“ Skjálftinn virðist ekki merki um að kvika sé að brjóta sér leið til yfirborðisins. „Við þekkjum það ágætlega þegar kvika er að hlaupa til í skorpunni og þetta virðist ekki með slík einkenni. Og þetta er það langt frá kvikusöfnuninni að það er ekki hægt að segja að þetta tengist beint.“ Gera ráð fyrir að það styttist í gos GPS gögn Veðurstofunnar staðfesta aftur á móti að dregið hafi úr hraðanum á landrisi, sem gæti verið vísbending um að kvikuþrýstingur sé að byggjast upp og gos þar með að verða líklegra. Benedikt Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofunni, segir það enn eiga við. „Ég held að við eigum að gera ráð fyrir að það sé að styttast í gos, allavega í bili,“ segir Benedikt. Hann segir líklegasta upptakasvæðið enn vera á milli Stóra Skógfells og Hagafells. „Það er það svæði sem bæði jarðfræðilega og vöktunargögnin okkar benda á sem líklegasta upptakastað.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Sjá meira
Stærri skjálftinn af stærðinni 4,5 reið yfir klukkan tíu mínútur í ellefu og sá seinni sem mældist 3,9 fjórum mínútum síðar. Fjöldi eftirskjálfta hefur mælst í kjölfarið. Benedikt Halldórsson, sérfræðingur á sviði jarðskjálftafræði á Veðurstofunni, segir upptökin vera við Trölladyngju. „Í raun og veru má segja að þetta sé vægur skjálfti en við fundum vel fyrir honum hérna í höfuðborginni og það sem stýrir því er bara fyrst og fremst það að hann er nær heldur en atburðirnir í Svartsengi og Grindavík hafa verið,“ segir Benedikt Upptök tveggja stærstu skjálftanna í morgun samkvæmt korti á vef Veðurstofunnar. Upptökin voru nærri Trölladyngju.vísir/sara Skjálftinn sé á flekamótum og afleiðing spenngubreytinga á Reykjanesskaga. „Spurning hvort við köllum þetta gikkskjálfta eða brotskjálfta á flekamótunum. Kvikuinnskotin sem hafa verið í Fagradasfjalli og nú í Svartsengi hafa áhrif og breyta spennuástandinu. Við sjáum það til dæmis að eftir atburðina eða gangainnskotin í Svartsengi hafa afleiddir skjálftar eða gikkskjálftar verið á þessu svæði, þar sem þessi skjálfti er. Þannig þetta kemur ekki á óvart en ég viðurkenni að það eru allir á tánum yfir því hvort eitthvað sé að fara gerast og hvar, þannig manni brá aðeins.“ Skjálftinn virðist ekki merki um að kvika sé að brjóta sér leið til yfirborðisins. „Við þekkjum það ágætlega þegar kvika er að hlaupa til í skorpunni og þetta virðist ekki með slík einkenni. Og þetta er það langt frá kvikusöfnuninni að það er ekki hægt að segja að þetta tengist beint.“ Gera ráð fyrir að það styttist í gos GPS gögn Veðurstofunnar staðfesta aftur á móti að dregið hafi úr hraðanum á landrisi, sem gæti verið vísbending um að kvikuþrýstingur sé að byggjast upp og gos þar með að verða líklegra. Benedikt Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofunni, segir það enn eiga við. „Ég held að við eigum að gera ráð fyrir að það sé að styttast í gos, allavega í bili,“ segir Benedikt. Hann segir líklegasta upptakasvæðið enn vera á milli Stóra Skógfells og Hagafells. „Það er það svæði sem bæði jarðfræðilega og vöktunargögnin okkar benda á sem líklegasta upptakastað.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent