Innlent

Enn snjó­flóða­hætta og rýmingar enn í gildi

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Seyðisfirði. Myndin er úr safni.
Frá Seyðisfirði. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Enn er snjóflóðahætta undir Strandartindi á Seyðisfirði líkt og greint var frá í gær þegar tvö íbúðarhús voru rýmd.

Frá þessu segir í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Austurlandi. Þar kemur fram að nokkur úrkoma hafi verið í nótt og að gert sé ráð fyrir að hún haldi áfram eitthvað fram eftir degi.

Lögreglan á Austurlandi

„Rýmingar eru því enn í gildi. Eins og sakir standa er ekki gert ráð fyrir að rýmingum verði aflétt fyrr en síðar í dag í fyrsta lagi.

Rýmingarreitir eru nr 4 og 6,“ segir í tilkynningunni.

Ákveðið var að lýsa yfir óvissustigi vegna ofanflóðahættu á Austfjörðum í gær og hættustigi á Seyðisfirði.

Talsvert hafði snjóað í fjöllum í hvassri austanátt í landshlutanum en rignt á láglendi. Var vitað um nokkur smærri snjóflóð í Norðfirði og eitt úr Skágili ofan við Neskaupstað sem hafi stöðvast nokkuð ofan við skógrækt.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×