Ísraelsmenn dregnir fyrir dóm fyrir þjóðarmorð Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 29. desember 2023 20:33 Yfirvöld í Suður-Afríku hafa formlega kært Ísraelsmenn fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag. AP/Fatima Shbair Suður-Afríka kærði í dag Ísraelsríki í Alþjóðadómstólnum fyrir brot á þjóðarmorðslögum vegna innrásar þess í Gasa. Lögin sem um ræðir eru alþjóðleg lög um þjóðarmorð sem samþykkt voru í kjölfar helfararinnar árið 1948. Alþjóðadómstóllinn í Haag er hæsti réttardómstóll Sameinuðu þjóðanna og dæmir í málum þjóða á milli. Utanríkisráðuneyti Ísraels segir kæruna ekki eiga við rök að styðjast. Kenna Hamasliðum um Í kærunni er alþjóðadómstóllinn beðinn um bráðabirgðaráðstafanir til þess að stöðva hernaðaraðgerðir Ísraelshers í Palestínu sem talsmenn Suður-Afríku segja vera „nauðsynlegar til að vernda frekari, alvarlegan og óafturkræfan skaða fyrir palestínsku þjóðina.“ Ekki liggur fyrir hvenær málið verður tekið fyrir. Samkvæmt Reuters hefur Ísrael brugðist við þessu með því að kenna Hamasliðum um hryllinginn í Gasa. Ísrael segir Hamasliða hafa falið sig í sjúkrahúsum og skólum og því hafi sprengjuárásir á téð mannvirki verið réttlátar og einnig að Hamasliðar hafi farið ránshendi um mannúðaraðstoð í formi matargjafa, sjúkrabirgða og fleira. Hamassamtökin taka fyrir slíkar ásakanir. „Ísrael hefur gert það morgunljóst að íbúar Gasasvæðisins séu ekki óvinurinn og hefur gert allar mögulegar ráðstafanir til að afstýra tjóni á óbreytta borgara og til að koma mannúðaraðstoð til Gasabúa,“ segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. „Ekki tekist að koma í veg fyrir þjóðarmorð“ Kæra Suður-Afríku kemur í kjölfar mikillar gagnrýni þeirra á hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna og hafa yfirvöld þar í landi meðal annars lokað ísraelska sendiráðinu í Pretoríu og hætt öllum diplómatískum samskiptum þar til friður náist. „Ísrael hefur, sérstaklega síðan 7. október 2023, ekki tekist að koma í veg fyrir þjóðarmorð né afstýrt beinum og almennum stuðningi við þjóðarmorð,“ kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Suður-Afríku. Suður-Afrísk yfirvöld hafa staðið við bakið á Palestínumönnum og málstað þeirra í marga áratugi og borið stöðuna þar í landi við stöðu svarta meirihluta Suður-Afríku á aðskilnaðarárunum. Suður-Afríka Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Lögin sem um ræðir eru alþjóðleg lög um þjóðarmorð sem samþykkt voru í kjölfar helfararinnar árið 1948. Alþjóðadómstóllinn í Haag er hæsti réttardómstóll Sameinuðu þjóðanna og dæmir í málum þjóða á milli. Utanríkisráðuneyti Ísraels segir kæruna ekki eiga við rök að styðjast. Kenna Hamasliðum um Í kærunni er alþjóðadómstóllinn beðinn um bráðabirgðaráðstafanir til þess að stöðva hernaðaraðgerðir Ísraelshers í Palestínu sem talsmenn Suður-Afríku segja vera „nauðsynlegar til að vernda frekari, alvarlegan og óafturkræfan skaða fyrir palestínsku þjóðina.“ Ekki liggur fyrir hvenær málið verður tekið fyrir. Samkvæmt Reuters hefur Ísrael brugðist við þessu með því að kenna Hamasliðum um hryllinginn í Gasa. Ísrael segir Hamasliða hafa falið sig í sjúkrahúsum og skólum og því hafi sprengjuárásir á téð mannvirki verið réttlátar og einnig að Hamasliðar hafi farið ránshendi um mannúðaraðstoð í formi matargjafa, sjúkrabirgða og fleira. Hamassamtökin taka fyrir slíkar ásakanir. „Ísrael hefur gert það morgunljóst að íbúar Gasasvæðisins séu ekki óvinurinn og hefur gert allar mögulegar ráðstafanir til að afstýra tjóni á óbreytta borgara og til að koma mannúðaraðstoð til Gasabúa,“ segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. „Ekki tekist að koma í veg fyrir þjóðarmorð“ Kæra Suður-Afríku kemur í kjölfar mikillar gagnrýni þeirra á hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna og hafa yfirvöld þar í landi meðal annars lokað ísraelska sendiráðinu í Pretoríu og hætt öllum diplómatískum samskiptum þar til friður náist. „Ísrael hefur, sérstaklega síðan 7. október 2023, ekki tekist að koma í veg fyrir þjóðarmorð né afstýrt beinum og almennum stuðningi við þjóðarmorð,“ kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Suður-Afríku. Suður-Afrísk yfirvöld hafa staðið við bakið á Palestínumönnum og málstað þeirra í marga áratugi og borið stöðuna þar í landi við stöðu svarta meirihluta Suður-Afríku á aðskilnaðarárunum.
Suður-Afríka Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira