Erlent

Tug­þúsundir flýja mið­hluta Gasa

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Jabalia flóttamannabúðirnar eru rústir einar eftir árásir Ísraela og nú beina þeir sjónum sínum að Bureij búðunum miðsvæðis á Gasa. 
Jabalia flóttamannabúðirnar eru rústir einar eftir árásir Ísraela og nú beina þeir sjónum sínum að Bureij búðunum miðsvæðis á Gasa.  AP Photo/Hatem Moussa, File

Um 150 þúsund Palestínumenn hafa nú verið neyddir til að flýja miðhluta Gasasvæðisins undan Ísraelsher sem gerir nú atlögu að flóttamannabúðum á svæðinu.

Þetta segja talsmenn Sameinuðu þjóðanna en vitni á svæðinu og talsmenn Hamas segja að skriðdrekar séu nú komnir að Bureij flóttamannabúðunum. Tugir fórust í loftárásum Ísraela á svæðið í gær en sókn landhersins sem nú virðist hafin er talin beinast að Bureij en einnig að Nuseirat- og Maghazi flóttamannabúðunum.

Á svæðinu búa um 90 þúsund manns og talið er að rúmlega 60 þúsund hafi flúið þangað að auki undan loftárásum á önnur skotmörk á Gasa ströndinni. Nú hefur Ísraelsher skipað fólkinu að flýja í suðurátt. Sameinuðu þjóðirnar segja hinsvegar að það sé ógjörningu því á því svæði, í borginni Deil al-Balah, sé þegar fyrir mikill fjöldi flóttamanna og ógerningur að koma þar fleirum fyrir.

Á sama tíma hafa Egyptar lagt fram tillögu að vopnahléi í þremur liðum og segir BBC að fulltrúar Hamas séu nú að fara yfir þær tillögur í Kaíró.

Hafa komið upp stærðarinnar tjaldi á Austur­velli Fjölskylda fjórtán ára drengs föst á Gasa Segja rangar sprengjur hafa leitt til mikils mannfalls 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×