Hafa komið upp stærðarinnar tjaldi á Austurvelli Atli Ísleifsson skrifar 29. desember 2023 07:43 Aðgerðarsinnar og flóttafólkið krefjast fundar með ráðherrum í ríkisstjórn. Aðsend Fólk á flótta frá Gasa, sem síðustu tvo sólarhringa hefur dvalið í tjöldum á Austurvelli í Reykjavík, hefur nú komið upp stærðarinnar tjaldi á staðnum. Fólkið hefur dvalið í tjöldunum til að mótmæla því sem lýst er sem aðgerðarleysi stjórnvalda varðandi fjölskyldusameiningu palestínsks flóttafólks. Þegar fréttastofa ræddi við fólkið á miðvikudag sagði það áformin vera að dvelja þar uns ástvinir þeirra hafi verið flutt frá Gasa. Í tilkynningu frá aðgerðasinnum og stuðningsmönnum fólksins, sem send var á fjölmiðla í gærkvöldi, er fundar krafist og svara frá félags- og vinnumarkaðsráðherra, utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra. „Viðbragðsleysi ykkar er óásættanlegt, eftir hverju eruð þið að bíða? Hvorki mótmælendur fyrir utan Alþingi né fjölskyldur þeirra í Gasa geta beðið,“ segir í tilkynningunni. Flóttafólkið á Austurvelli síðastliðinn miðvikudag.Vísir/Sigurjón „Hver sólarhringur skiptir sköpun. Í fyrradag var til dæmis hús eiginkonu eins flóttamannsins, sem átti rétt á að sameinast eiginmanni sínum fyrir loftárás Ísraelshers. Með þessu áframhaldi munu hreinlega ekki vera neinar fjölskyldur eftir til að sameina. Hér er um að ræða neyðartilfelli sem krefst tafarlausra aðgerða. Við krefjumst þess að æðstu ráðamenn Íslands fullnýti vald sitt við það að koma fólki, sem þegar hefur fengið dvalarleyfi á forsendum fjökskyldusameiningar, til Íslands sem fyrst. Að neðan má sjá frétt um tjaldbúðir fólksins úr kvöldfréttum Stöðvar 2 á miðvikudaginn. Íslensk stjórnvöld fela sig bakvið þá staðhæfingu að ekki sé hægt að koma flóttafólki hér til landsins vegna lokaðra landamæra, en til eru dæmi um að fólk hafi verið sótt í gegnum Rafah landamærin milli Gaza og Egyptalands. Daglega er verið að hleypa fólki þar yfir landamærin, lönd á borð við Bretland, Kanada og Þýskaland, auk nágrannaríkja okkar Noregur og Svíþjóð, hafa á seinustu dögum tekið við fólki á flótta frá Gasa. Við krefjumst fundar og svara frá félags- og vinnumarkaðsráðherra, utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra – viðbragðsleysi ykkar er óásættanlegt, eftir hverju eruð þið að bíða? Hvorki mótmælendur fyrir utan Alþingi né fjölskyldur þeirra í Gasa geta beðið,“ segir í tilkynningunni. Reykjavík Flóttafólk á Íslandi Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir „Við fylgjumst bara með fjölskyldu okkar deyja smám saman“ Palestínumenn með samþykkta fjölskyldusameiningu hafa reist tjöld fyrir utan Alþingi til að minna á fjölskyldur sínar sem hafast við í tjöldum á götum Gasa við skelfilegar aðstæður. Þeir segja tímann á þrotum og að þeir neyðist til að fylgjast með fjölskyldum sínum vera því sem næst við dauðans dyr. 27. desember 2023 20:28 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fleiri fréttir Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Sjá meira
Þegar fréttastofa ræddi við fólkið á miðvikudag sagði það áformin vera að dvelja þar uns ástvinir þeirra hafi verið flutt frá Gasa. Í tilkynningu frá aðgerðasinnum og stuðningsmönnum fólksins, sem send var á fjölmiðla í gærkvöldi, er fundar krafist og svara frá félags- og vinnumarkaðsráðherra, utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra. „Viðbragðsleysi ykkar er óásættanlegt, eftir hverju eruð þið að bíða? Hvorki mótmælendur fyrir utan Alþingi né fjölskyldur þeirra í Gasa geta beðið,“ segir í tilkynningunni. Flóttafólkið á Austurvelli síðastliðinn miðvikudag.Vísir/Sigurjón „Hver sólarhringur skiptir sköpun. Í fyrradag var til dæmis hús eiginkonu eins flóttamannsins, sem átti rétt á að sameinast eiginmanni sínum fyrir loftárás Ísraelshers. Með þessu áframhaldi munu hreinlega ekki vera neinar fjölskyldur eftir til að sameina. Hér er um að ræða neyðartilfelli sem krefst tafarlausra aðgerða. Við krefjumst þess að æðstu ráðamenn Íslands fullnýti vald sitt við það að koma fólki, sem þegar hefur fengið dvalarleyfi á forsendum fjökskyldusameiningar, til Íslands sem fyrst. Að neðan má sjá frétt um tjaldbúðir fólksins úr kvöldfréttum Stöðvar 2 á miðvikudaginn. Íslensk stjórnvöld fela sig bakvið þá staðhæfingu að ekki sé hægt að koma flóttafólki hér til landsins vegna lokaðra landamæra, en til eru dæmi um að fólk hafi verið sótt í gegnum Rafah landamærin milli Gaza og Egyptalands. Daglega er verið að hleypa fólki þar yfir landamærin, lönd á borð við Bretland, Kanada og Þýskaland, auk nágrannaríkja okkar Noregur og Svíþjóð, hafa á seinustu dögum tekið við fólki á flótta frá Gasa. Við krefjumst fundar og svara frá félags- og vinnumarkaðsráðherra, utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra – viðbragðsleysi ykkar er óásættanlegt, eftir hverju eruð þið að bíða? Hvorki mótmælendur fyrir utan Alþingi né fjölskyldur þeirra í Gasa geta beðið,“ segir í tilkynningunni.
Reykjavík Flóttafólk á Íslandi Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir „Við fylgjumst bara með fjölskyldu okkar deyja smám saman“ Palestínumenn með samþykkta fjölskyldusameiningu hafa reist tjöld fyrir utan Alþingi til að minna á fjölskyldur sínar sem hafast við í tjöldum á götum Gasa við skelfilegar aðstæður. Þeir segja tímann á þrotum og að þeir neyðist til að fylgjast með fjölskyldum sínum vera því sem næst við dauðans dyr. 27. desember 2023 20:28 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fleiri fréttir Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Sjá meira
„Við fylgjumst bara með fjölskyldu okkar deyja smám saman“ Palestínumenn með samþykkta fjölskyldusameiningu hafa reist tjöld fyrir utan Alþingi til að minna á fjölskyldur sínar sem hafast við í tjöldum á götum Gasa við skelfilegar aðstæður. Þeir segja tímann á þrotum og að þeir neyðist til að fylgjast með fjölskyldum sínum vera því sem næst við dauðans dyr. 27. desember 2023 20:28