Skaftholtsréttum breytt í skautasvell Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. desember 2023 20:31 Vinkonurnar Harpa Kaldalóns Björnsdóttir 11 ára (t.h.) og Anna Pála Þórðardóttir 9 ára, sem eru duglegar að mæta i réttirnar og skauta. Magnús Hlynur Hreiðarsson Skaftholtsréttir í Skeiða- og Gnúpverjahreppi hafa fengið tímabundið nýtt hlutverk því búið er að útbúa skautasvell í réttunum. Mikil ánægja er á meðal heimamanna, ekki síst barnanna með nýja skautasvellið þó þar séu engar kindur. „Það er mikil ánægja með þetta og margir búnir að koma hér síðustu daga og njóta þess að fara á skauta. Það fór hér þrír tankbílar af slökkvibílum og hér var bara sprautað yfir og þetta fraus allt saman og hefur bara heppnast vel,” segir Haraldur Þór Jónsson sveitarstjóri Skeiða og Gnúpverjahrepps. Og eru allir velkomnir hingað að skauta eða? “Já, hingað mega allir koma, réttir á hverjum degi, þannig að það er ekki bara eins og venjulega einn dag á ári, nú er það marga daga á ári,” segir sveitarstjórinn hlæjandi. Haraldur Þór Jónsson, sveitarstjóri Skeiða og Gnúpverjahrepps, sem er mjög ánægður með nýja skautasvellið í sveitarfélaginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og krökkunum finnst frábært að komast á skauta í réttunum. „Já þetta er frábært og ofsalega gaman“, segir vinkonurnar Harpa Kaldalóns Björnsdóttir 11 ára og Anna Pála Þórðardóttir 9 ára. Fullorðna fólkið er líka mjög ánægt með nýja skautavellið. „Heyrðu þetta er geggjað, mjög flott, það er bara frábært að sjá að fólkið mætir, það þurfa bara að drífa sig fleiri og prófa þetta. Það er um að gera að nota réttirnar í svona lagað, þær eru jú til þess að koma saman og hafa gaman,” segir Lilja Loftsdóttir íbúi í sveitarfélaginu. Og það eru nokkuð mörg ár síðan að Hrönn Jónsdóttir fór á skauta en hún ákvað að rifja upp gamla takta í réttunum. „Ég er allavega ekki í eins og góðu formi og ég hélt, það er nokkuð ljóst,” segir Hrönn og hlær, En ertu „gömul“ skautadrottning eða? „Nei, það væri kannski aðeins ý kjur að tala um skautadrottningu en ég átti jú skauta,” segir hún og hlær enn meira. Allir eru velkomnir að mæta í réttirnar og skauta þar sér til gamans og ánægju, ungir sem aldnir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skeiða- og Gnúpverjahreppur Skautaíþróttir Landbúnaður Réttir Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
„Það er mikil ánægja með þetta og margir búnir að koma hér síðustu daga og njóta þess að fara á skauta. Það fór hér þrír tankbílar af slökkvibílum og hér var bara sprautað yfir og þetta fraus allt saman og hefur bara heppnast vel,” segir Haraldur Þór Jónsson sveitarstjóri Skeiða og Gnúpverjahrepps. Og eru allir velkomnir hingað að skauta eða? “Já, hingað mega allir koma, réttir á hverjum degi, þannig að það er ekki bara eins og venjulega einn dag á ári, nú er það marga daga á ári,” segir sveitarstjórinn hlæjandi. Haraldur Þór Jónsson, sveitarstjóri Skeiða og Gnúpverjahrepps, sem er mjög ánægður með nýja skautasvellið í sveitarfélaginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og krökkunum finnst frábært að komast á skauta í réttunum. „Já þetta er frábært og ofsalega gaman“, segir vinkonurnar Harpa Kaldalóns Björnsdóttir 11 ára og Anna Pála Þórðardóttir 9 ára. Fullorðna fólkið er líka mjög ánægt með nýja skautavellið. „Heyrðu þetta er geggjað, mjög flott, það er bara frábært að sjá að fólkið mætir, það þurfa bara að drífa sig fleiri og prófa þetta. Það er um að gera að nota réttirnar í svona lagað, þær eru jú til þess að koma saman og hafa gaman,” segir Lilja Loftsdóttir íbúi í sveitarfélaginu. Og það eru nokkuð mörg ár síðan að Hrönn Jónsdóttir fór á skauta en hún ákvað að rifja upp gamla takta í réttunum. „Ég er allavega ekki í eins og góðu formi og ég hélt, það er nokkuð ljóst,” segir Hrönn og hlær, En ertu „gömul“ skautadrottning eða? „Nei, það væri kannski aðeins ý kjur að tala um skautadrottningu en ég átti jú skauta,” segir hún og hlær enn meira. Allir eru velkomnir að mæta í réttirnar og skauta þar sér til gamans og ánægju, ungir sem aldnir.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Skautaíþróttir Landbúnaður Réttir Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent