Skaftholtsréttum breytt í skautasvell Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. desember 2023 20:31 Vinkonurnar Harpa Kaldalóns Björnsdóttir 11 ára (t.h.) og Anna Pála Þórðardóttir 9 ára, sem eru duglegar að mæta i réttirnar og skauta. Magnús Hlynur Hreiðarsson Skaftholtsréttir í Skeiða- og Gnúpverjahreppi hafa fengið tímabundið nýtt hlutverk því búið er að útbúa skautasvell í réttunum. Mikil ánægja er á meðal heimamanna, ekki síst barnanna með nýja skautasvellið þó þar séu engar kindur. „Það er mikil ánægja með þetta og margir búnir að koma hér síðustu daga og njóta þess að fara á skauta. Það fór hér þrír tankbílar af slökkvibílum og hér var bara sprautað yfir og þetta fraus allt saman og hefur bara heppnast vel,” segir Haraldur Þór Jónsson sveitarstjóri Skeiða og Gnúpverjahrepps. Og eru allir velkomnir hingað að skauta eða? “Já, hingað mega allir koma, réttir á hverjum degi, þannig að það er ekki bara eins og venjulega einn dag á ári, nú er það marga daga á ári,” segir sveitarstjórinn hlæjandi. Haraldur Þór Jónsson, sveitarstjóri Skeiða og Gnúpverjahrepps, sem er mjög ánægður með nýja skautasvellið í sveitarfélaginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og krökkunum finnst frábært að komast á skauta í réttunum. „Já þetta er frábært og ofsalega gaman“, segir vinkonurnar Harpa Kaldalóns Björnsdóttir 11 ára og Anna Pála Þórðardóttir 9 ára. Fullorðna fólkið er líka mjög ánægt með nýja skautavellið. „Heyrðu þetta er geggjað, mjög flott, það er bara frábært að sjá að fólkið mætir, það þurfa bara að drífa sig fleiri og prófa þetta. Það er um að gera að nota réttirnar í svona lagað, þær eru jú til þess að koma saman og hafa gaman,” segir Lilja Loftsdóttir íbúi í sveitarfélaginu. Og það eru nokkuð mörg ár síðan að Hrönn Jónsdóttir fór á skauta en hún ákvað að rifja upp gamla takta í réttunum. „Ég er allavega ekki í eins og góðu formi og ég hélt, það er nokkuð ljóst,” segir Hrönn og hlær, En ertu „gömul“ skautadrottning eða? „Nei, það væri kannski aðeins ý kjur að tala um skautadrottningu en ég átti jú skauta,” segir hún og hlær enn meira. Allir eru velkomnir að mæta í réttirnar og skauta þar sér til gamans og ánægju, ungir sem aldnir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skeiða- og Gnúpverjahreppur Skautaíþróttir Landbúnaður Réttir Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
„Það er mikil ánægja með þetta og margir búnir að koma hér síðustu daga og njóta þess að fara á skauta. Það fór hér þrír tankbílar af slökkvibílum og hér var bara sprautað yfir og þetta fraus allt saman og hefur bara heppnast vel,” segir Haraldur Þór Jónsson sveitarstjóri Skeiða og Gnúpverjahrepps. Og eru allir velkomnir hingað að skauta eða? “Já, hingað mega allir koma, réttir á hverjum degi, þannig að það er ekki bara eins og venjulega einn dag á ári, nú er það marga daga á ári,” segir sveitarstjórinn hlæjandi. Haraldur Þór Jónsson, sveitarstjóri Skeiða og Gnúpverjahrepps, sem er mjög ánægður með nýja skautasvellið í sveitarfélaginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og krökkunum finnst frábært að komast á skauta í réttunum. „Já þetta er frábært og ofsalega gaman“, segir vinkonurnar Harpa Kaldalóns Björnsdóttir 11 ára og Anna Pála Þórðardóttir 9 ára. Fullorðna fólkið er líka mjög ánægt með nýja skautavellið. „Heyrðu þetta er geggjað, mjög flott, það er bara frábært að sjá að fólkið mætir, það þurfa bara að drífa sig fleiri og prófa þetta. Það er um að gera að nota réttirnar í svona lagað, þær eru jú til þess að koma saman og hafa gaman,” segir Lilja Loftsdóttir íbúi í sveitarfélaginu. Og það eru nokkuð mörg ár síðan að Hrönn Jónsdóttir fór á skauta en hún ákvað að rifja upp gamla takta í réttunum. „Ég er allavega ekki í eins og góðu formi og ég hélt, það er nokkuð ljóst,” segir Hrönn og hlær, En ertu „gömul“ skautadrottning eða? „Nei, það væri kannski aðeins ý kjur að tala um skautadrottningu en ég átti jú skauta,” segir hún og hlær enn meira. Allir eru velkomnir að mæta í réttirnar og skauta þar sér til gamans og ánægju, ungir sem aldnir.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Skautaíþróttir Landbúnaður Réttir Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira