Fótbolti

Engin stór­á­tök í Álfuslagnum

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Stuðningsmenn Fenerbahce eru yfirleitt hressari en þeir voru í kvöld.
Stuðningsmenn Fenerbahce eru yfirleitt hressari en þeir voru í kvöld.

Stórleikur dagsins fór fram í Tyrklandi þar sem Fenerbahce tók á móti Galatasaray, leikurinn endaði 0-0. Margt hefur gengið á í tyrkneska boltanum síðustu misseri og stóraukið lögreglueftirlit var á svæðinu. 

Einnar viku hlé var gert í öllum deildum Tyrklands eftir að forseti Ankaragucu kýldi dómara. Á fyrsta leikdegi eftir hlé dró svo forseti Istanbulspor lið sitt af velli vegna ósættis við dómara leiksins, hann kýldi þó ekkert frá sér. Degi síðar fór fram leikur í næstefstu deild þar sem kom til slagsmála og fimm leikmenn litu rautt spjald. 

Liðin tvö eru þau sigursælustu í Tyrklandi og þeim í býr mikið hatur gagnvart hvoru öðru. Það bjuggust því flestir við miklum látum og mögulegum slagsmálum í 'Intercontinental derby', sem leikur Fenerbahce og Galatasaray.

Galatasaray átti að fá vítaspyrnu snemma í leiknum en dómari leiksins missti af atvikinu. 

Leikmenn rifust aðeins innan vallar og stjökuðu við hvorum öðrum en hvorugu liði tókst að brjóta varnarmúr andstæðingsins niður. Leikurinn endaði því með markalausu jafntefli. 

Eins og áður segir hafði lögreglan mikil afskipti af leiknum og jók eftirlit sitt töluvert, bæði í ljósi sögunnar af einvígi liðanna og átökum sem hafa átt sér stað í tyrkneska boltanum. Áhorfendur héldu sig því hægar en oft áður. 

Fenerbahce heldur því enn toppsæti deildarinnar, með jafnmörg stig og Galatasaray en betri markatölu. Liðin mætast aftur næsta föstudag í úrslitaleik tyrkneska Ofurbikarsins. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×