Fótbolti

For­setinn hand­tekinn eftir dómara­á­rásina

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Faruk Koca, forseti MKE Ankaragucu, missti algjörlega stjórn á skapi sínu í gær.
Faruk Koca, forseti MKE Ankaragucu, missti algjörlega stjórn á skapi sínu í gær. Emin Sansar/Anadolu via Getty Images

Faruk Koca, forseti tyrkneska knattspyrnufélagsins MKE Ankaragucu, hefur verið handtekinn eftir að hann kýldi dómara undir lok viðureignar félagsins gegn Caykur Rizespor í tyrknesku úrvalsdeildinni í gær.

Koca hljóp inn á völlinn og kýldi dómarann Halil Umut Mele eftir að lið hans fékk á sig jöfnunarmark á sjöundu mínútu uppbótartíma í leik gærkvöldsins.

Í kjölfar árásarinnar tók tyrkneska knattspyrnusambandið ákvörðun um það að stöðva allar deildi í landinu eftir skammarlega atvik. Síðan þá hefur Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, komið fram opinberlega og fordæmt árásina og dómstólaráðherrann Yilmaz Tunc gaf út handtökuskipan á hendur Koca og tveggja annarra.

Þá tjáði Gianni Infantino, forseti FIFA, sig einnig um málið og sagði að atvik sem þessi ættu aldrei heima í íþróttum.

Dómsmálaráðherran Tunc hefur nú staðfest að Koca og tveir aðrir hafi verið handteknir eftir skýrslutökur vegna málsins.

„Rannsókn málsins hefur gengið áfallalaust fyrir sig,“ sagði Tunc meðal annars.

Þá hefur Koca einnig sent frá sér yfirlýsingu á vef liðsins þar sem hann segir af sér sem forseti liðsins og biðst afsökunar á gjörðum sínum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×