Innlent

Hellis­heiði lokað eftir tvö slys

Samúel Karl Ólason skrifar
Flughált er á Hellisheiði, mikill vindur og lélegt skyggni.
Flughált er á Hellisheiði, mikill vindur og lélegt skyggni. Vísir/Vilhelm

Veginum um Hellisheiði var lokað í dag vegna tveggja slysa. Slysin eru bæði sögð hafa orðið vegna slæms skyggnis og hálku. Engan sakaði alvarlega í slysunum og er vegurinn enn lokaður.

Bílvelta varð í slaufunni við Þrengslavegamótin en þar urðu engin meiðsl á fólki. Seinna varð svo aftanákeyrsla í skíðaskálabrekkunni, þar sem minniháttar meiðsl urðu.

Samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum Árnessýslu fóru einnig bílar út af veginum á Hellisheiði. Þar er flughált, mikill vindur og lítið skyggni.

Á vef Vegagerðarinnar má sjá að Hellisheiði er enn lokuð og ekki liggur fyrir hvenær vegurinn verður opnaður. Þrengslin eru þó opin.


Tengdar fréttir

Erfitt að eyða jólunum fjarri fjölskyldunni en ekkert annað í boði

Háseti og kafari á varðskipinu Freyju segir stemninguna meðal átján áhafnarmeðlima  mjög góða, þrátt fyrir að nú sé ljóst að þeir muni eyða jólunum um borð í skipinu við Ísafjarðarhöfn. Gefin hefur verið út appelsínugul viðvörun fyrir morgundaginn auk þess sem miklar líkur eru taldar á snjóflóðum á svæðinu.

Appelsínugul viðvörun á Vestfjörðum

Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula veðurviðvörun á Vestfjörðum sem tekur gildi klukkan fimm í fyrramálið. Víðtækar samgöngutruflanir eru taldar líklegar. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×