Innlent

Al­manna­varna­stig lækkað niður á hættu­stig

Atli Ísleifsson skrifar
Eldgos hófst um fjóra kílómetra norðaustan Grindavíkur, norðan Sundhnúks í Sundhnúkaröðinni, 18. desember klukkan 22:17.
Eldgos hófst um fjóra kílómetra norðaustan Grindavíkur, norðan Sundhnúks í Sundhnúkaröðinni, 18. desember klukkan 22:17. Vísir/Vilhelm

Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum, hefur ákveðið að færa almannavarnastig af neyðarstigi niður á hættustig vegna eldgos á Reykjanesskaga.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Ákveðið var fara á neyðarstig Almannavarna 18. desemer síðastliðinn þegar eldgos hófst við Sundhnúka að kvöldi dags. 

„Í dag eru engin sjáanleg virkni í eldgosinu og því var þessi ákvörðun tekin. 

Samkvæmt nýjustu gögnum Veðurstofu Íslands þá er landris hafið á ný í Svartsengi á Reykjanesskaga. Landrisið er hraðar en fyrir eldgosið í Sundhnúksgígum,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir

Skýr merki um land­ris og kviku­söfnun við Svarts­engi

Skýrt landris er við Svartsengi samkvæmt GPS mælum á svæðinu. Jarðeðlisfræðingur segir þrjár sviðsmyndir í boði en að erfitt sé að segja til um það hvað gerist næst. Enn sé nokkur hætta á svæðinu.

Nýjar myndir frá rjúkandi gosstöðvum

Eldgosinu við Sundhnúksgíga virðist lokið. Nýjar myndir frá gosstöðvunum sýna að enn er glóð í nýja hrauninu en virkni er alveg dottin niður. Bæjarstjóra Grindavíkur segir goslok góðar fréttir - en vill ekki fagna of fljótt.

Gosinu við Sund­hnúks­gíga lokið

Gosinu við Sundhnúksgíga er lokið. Slokknað er í öllum gígum, en glóð er enn sjáanleg. Erfitt er þó að segja til um framhaldið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×