Samningsaðilar samstíga eftir fyrsta fundinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. desember 2023 12:55 Breið sátt er meðal samningsaðila um að ná samningum hratt og örugglega. Vísir/Ívar Fannar Fyrsti fundur nýrrar breiðfylkingar langflestra félaga ASÍ og Samtaka atvinnulífsins fór fram hjá ríkissáttasemjara í morgun. Samningsaðilar segja mikla samstöðu um að ná samningum, sem stuðla að hjöðnun verðbólgu, hratt og vel. Ný breiðfylking, með um 93 prósent félagsmanna Alþýðusambandsins, fundaði með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun í fyrsta sinn í þessari kjarasamningslotu. Markmið er að gera nýja langtímasamninga og hafa stéttarfélögin lýst því yfir að þau séu með hóflegar kröfur. „Ég er mjög vongóð. Hér hefur teiknast upp mjög sterkt bandalag ólíkra félaga innan Alþýðusambandsins,“ segir Sólveig Anna jónsdóttir formaður Eflingar. „Við ætlum að byggja á módeli lífskjarasamningsins, við ætlum að fara fram með kröfu um krónutöluhækkanir, við ætlum að krefjast þess að stjórnvöld axli ábyrgð gagnvart vinnandi fólki og komi að borðinu. Ef þetta gengur allt eftir, sem ég trúi að muni gera, getum við hratt og örugglega undirritað kjarasamninga á nýju ári.“ „Það þurfa allir að koma að þessu verkefni ef vel á að takast til. Ef við náum þeim árangri sem við stefnum að þá gæti þetta orðið sögulegur samningur. Það er kannski of snemmt að segja til um það á þessu stigi en við erum að hugsa stórt,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Reykjavíkurborg hefur tekið ákvörðun um að gjaldskrár borgarinnar sem snúa að barnafjölskyldum hækki ekki um meira en 3,5 prósent náist samningar. Sólveig Anna segist ekki hafa heyrt frá öðrum stjórnvöldum en kallar eftir því að önnur sveitarfélög og ríki fylgi í fótspor borgarinnar. „Ég held að á þessum tímapunkti sjái allir hag sinn í því, sama hvað þeim finnst um hin ýmsu önnur mál, að koma hér saman og sameinast í þessu verkefni, að ná hratt og örugglega niður vöxtum og verðbólgu.“ Fundur hófst rétt fyrir klukkan tíu og lauk um ellefu. Boðað hefur verið til annars fundar 28. desember. „Þetta var í raun mjög mikilvægur fundur þar sem við fundum mikla samstöðu meðal allra við borðið um að vinna að því verkefni að ná langtímakjarasamningum, sem geta minnkað verðbólgu og þar með stuðlað að því að vextir lækki,“ sagði Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Kjaraviðræður 2023 Kjaramál ASÍ Atvinnurekendur Efnahagsmál Verðlag Tengdar fréttir Söguleg breiðfylking stefnir að því að keyra niður vexti og verðbólgu Ný breiðfylking með um 93 prósent félagsmanna Alþýðusambandsins hefur sameinast um kröfur og markmið í nýjum kjarasamningum til þriggja ára. Formaður Eflingar segir stefnt að hóflegum launahækkunum til að keyra niður vexti og verðbólgu hratt og örugglega. Ef allt gangi að óskum verði hægt að ganga frá tímamóta samningum snemma á næsta ári. 21. desember 2023 18:31 Gleðilegt að verðbólga virðist hjaðna fyrr en spáð var Verðbólga er minni í desember en greiningardeildir bankanna gerðu ráð fyrir og mælist nú 7,7 prósent samkvæmt vísitölu Hagstofunnar. Hagfræðingur Landsbankans segir gleðiefni að verðbólgan virðist vera að hjaðna hraðar en spáð hafði verið. 21. desember 2023 11:27 Breiðfylking að myndast til að ná niður vöxtum og verðbólgu Formaður VR er bjartsýnn á að breiðfylking stéttarfélaga nái að gera sögulega kjarasamninga í janúar sem stuðli að verðbólguhjöðnun og vaxtalækkunum. Það skipti meira máli en nokkrir þúsundkallar til eða frá í launahækkunum. 20. desember 2023 11:54 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Ný breiðfylking, með um 93 prósent félagsmanna Alþýðusambandsins, fundaði með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun í fyrsta sinn í þessari kjarasamningslotu. Markmið er að gera nýja langtímasamninga og hafa stéttarfélögin lýst því yfir að þau séu með hóflegar kröfur. „Ég er mjög vongóð. Hér hefur teiknast upp mjög sterkt bandalag ólíkra félaga innan Alþýðusambandsins,“ segir Sólveig Anna jónsdóttir formaður Eflingar. „Við ætlum að byggja á módeli lífskjarasamningsins, við ætlum að fara fram með kröfu um krónutöluhækkanir, við ætlum að krefjast þess að stjórnvöld axli ábyrgð gagnvart vinnandi fólki og komi að borðinu. Ef þetta gengur allt eftir, sem ég trúi að muni gera, getum við hratt og örugglega undirritað kjarasamninga á nýju ári.“ „Það þurfa allir að koma að þessu verkefni ef vel á að takast til. Ef við náum þeim árangri sem við stefnum að þá gæti þetta orðið sögulegur samningur. Það er kannski of snemmt að segja til um það á þessu stigi en við erum að hugsa stórt,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Reykjavíkurborg hefur tekið ákvörðun um að gjaldskrár borgarinnar sem snúa að barnafjölskyldum hækki ekki um meira en 3,5 prósent náist samningar. Sólveig Anna segist ekki hafa heyrt frá öðrum stjórnvöldum en kallar eftir því að önnur sveitarfélög og ríki fylgi í fótspor borgarinnar. „Ég held að á þessum tímapunkti sjái allir hag sinn í því, sama hvað þeim finnst um hin ýmsu önnur mál, að koma hér saman og sameinast í þessu verkefni, að ná hratt og örugglega niður vöxtum og verðbólgu.“ Fundur hófst rétt fyrir klukkan tíu og lauk um ellefu. Boðað hefur verið til annars fundar 28. desember. „Þetta var í raun mjög mikilvægur fundur þar sem við fundum mikla samstöðu meðal allra við borðið um að vinna að því verkefni að ná langtímakjarasamningum, sem geta minnkað verðbólgu og þar með stuðlað að því að vextir lækki,“ sagði Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Kjaraviðræður 2023 Kjaramál ASÍ Atvinnurekendur Efnahagsmál Verðlag Tengdar fréttir Söguleg breiðfylking stefnir að því að keyra niður vexti og verðbólgu Ný breiðfylking með um 93 prósent félagsmanna Alþýðusambandsins hefur sameinast um kröfur og markmið í nýjum kjarasamningum til þriggja ára. Formaður Eflingar segir stefnt að hóflegum launahækkunum til að keyra niður vexti og verðbólgu hratt og örugglega. Ef allt gangi að óskum verði hægt að ganga frá tímamóta samningum snemma á næsta ári. 21. desember 2023 18:31 Gleðilegt að verðbólga virðist hjaðna fyrr en spáð var Verðbólga er minni í desember en greiningardeildir bankanna gerðu ráð fyrir og mælist nú 7,7 prósent samkvæmt vísitölu Hagstofunnar. Hagfræðingur Landsbankans segir gleðiefni að verðbólgan virðist vera að hjaðna hraðar en spáð hafði verið. 21. desember 2023 11:27 Breiðfylking að myndast til að ná niður vöxtum og verðbólgu Formaður VR er bjartsýnn á að breiðfylking stéttarfélaga nái að gera sögulega kjarasamninga í janúar sem stuðli að verðbólguhjöðnun og vaxtalækkunum. Það skipti meira máli en nokkrir þúsundkallar til eða frá í launahækkunum. 20. desember 2023 11:54 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Söguleg breiðfylking stefnir að því að keyra niður vexti og verðbólgu Ný breiðfylking með um 93 prósent félagsmanna Alþýðusambandsins hefur sameinast um kröfur og markmið í nýjum kjarasamningum til þriggja ára. Formaður Eflingar segir stefnt að hóflegum launahækkunum til að keyra niður vexti og verðbólgu hratt og örugglega. Ef allt gangi að óskum verði hægt að ganga frá tímamóta samningum snemma á næsta ári. 21. desember 2023 18:31
Gleðilegt að verðbólga virðist hjaðna fyrr en spáð var Verðbólga er minni í desember en greiningardeildir bankanna gerðu ráð fyrir og mælist nú 7,7 prósent samkvæmt vísitölu Hagstofunnar. Hagfræðingur Landsbankans segir gleðiefni að verðbólgan virðist vera að hjaðna hraðar en spáð hafði verið. 21. desember 2023 11:27
Breiðfylking að myndast til að ná niður vöxtum og verðbólgu Formaður VR er bjartsýnn á að breiðfylking stéttarfélaga nái að gera sögulega kjarasamninga í janúar sem stuðli að verðbólguhjöðnun og vaxtalækkunum. Það skipti meira máli en nokkrir þúsundkallar til eða frá í launahækkunum. 20. desember 2023 11:54