Erlent

Fimm­tán látnir eftir skot­á­rás í Prag

Jón Þór Stefánsson skrifar
Skotárásin átti sér stað í miðborg Prag.
Skotárásin átti sér stað í miðborg Prag. EPA

Fimmtán eru látnir og tugir særðir eftir skotárás við háskóla í Prag að sögn stjórnvalda í Tékklandi. Skotárásarmaðurinn er 24 ára nemandi við skólann.

Lögreglan segir að ekki stafi lengur ógn af árásarmanninum, og bygging þar sem árásin átti sér stað hafi verið rýmd.

Árásin átti sér stað í Charles-háskólanum, sem er staddur í miðbæ borgarinnar. Stjórnvöld hafa lokað svæði og byggingum í kringum skólann.

Í tölvupósti sem nemendur skólans fengu á meðan árásin stóð yfir var þeim sagt að vera á varðbergi. „Ekki fara neitt, ef þið eruð inni í skólastofum haldið ykkur þar, læsið hurðum og komið húsgögnum fyrir inngöngum, slökkvið ljósin.“

Innanríkisráðherra Tékklands, Vit Rakusan, sagði í sjónvarpsávarpi skömmu eftir árásina að á vettvangi væru bæði látnir og særðir. 

Fréttin hefur verið uppfærð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×