Innlent

Náðu ekki samningum um á­fram­haldandi leikskólastarf í Grinda­vík

Jón Þór Stefánsson skrifar
Líkt og alþjóð veit hafa jarðhræringar og eldgos einkennt síðustu mánuði í Grindavík.
Líkt og alþjóð veit hafa jarðhræringar og eldgos einkennt síðustu mánuði í Grindavík. Vísir/Vilhelm

Heilsuleiksskólinn Krókur í Grindavík tilkynnti foreldrum barna í skólanum í gær að samningar um áframhaldandi rekstur skólans eftir áramót hefðu ekki tekist. Bærinn mun sjálfur taka við leikskólastarfinu, en það hefur verið í umsjón Skóla ehf.

Annars vegar er um að ræða tímabundna vistun barna vegna óvissuástandsins í Grindavík, sem bærinn mun taka við, og hins vegar samning um skólastarf Króks sem fellur úr gildi um áramót á næsta ári. 

Þetta kemur fram í tölvupóstum frá Grindavíkurbæ og Skólum ehf. til foreldra barnanna sem fréttastofa hefur undir höndum.

„Starfsemi safnleikskóla fyrir grindvísk leikskólabörn verður óskert eftir áramót að öllu óbreyttu,“ segir í tölvupósti frá bænum. Þar er einnig tekið fram að bæjarráð hafi falið Skólaþjónustu Grindavíkurbæjar að skipuleggja leikskólavistun allra grindvískra leikskólabarna frá og með næstu áramótum.

Í póstinum er vísað í bókun bæjarráðs, þar sem að segir að „með hagsmuni leikskólabarna í Grindavík að leiðarljósi“ muni bærinn sjá um vistun barnanna.

Líkt og áður segir tilkynntu Skólar ehf. einnig um ákvörðunina í pósti til foreldra. Þar er þakkað fyrir gott og farsælt samstarf, en fólk beðið um að ræða við Grindavíkurbæ varðandi áframhaldandi leikskólastarf.

Skólar ehf. rekur fimm heilsuleikskóla að Króki meðtöldum. Fyrirtækið er í eigu Guðmundar Péturssonar sem jafnframt er stjórnarformaður.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×